Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 Það er ekki sjálfsagt mál að búa í sömu íbúðinni í heil sextíu ár. Hulda Hjörleifsdóttir flutti inn í kennarablokkinna svoköll- uðu við Hjarðarhaga í Reykjavík árið 1956. Síðan þá hefur henni liðið vel. Þá voru blokkirnar í hverfinu að rísa og teygja sig upp yfir braggana í Trípólí-kampi. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Undir lok Djöflaeyju Einars Kára- sonar, sem gengur nú orðið aftur og aftur í menningu landsmanna og hefur umbreyst úr bók í leikrit, kvikmynd og nú síðast í söngleik, er sagt frá því þegar fólkið í sögunni flytur úr bröggum í blokk- ir. Þessi fjölbýlishús voru þá að rísa á Högunum í vesturbæ Reykjavík- ur, blokkir sem í raunveruleikan- um kallast síðan til dæmis síma- mannablokkin og kennarablokkin. Í sögu Einars eru blokkirnar einhvers konar tákn nýrra tíma og samfélagshátta. Þær standa fyr- ir borgarlífið sem tekur stakka- skiptum á fyrstu áratugunum eftir seinni heimsstyrjöld. Í sögunni kemur líka fram að mörgum líst illa á þessar breytingar. Lína, ein söguhetj- anna, er hörð á því að hún vilji ekkert með nýja sambýlisformið hafa. Hún segist ekki taka í mál „að fara að búa í blokk, eins og vesalingur, innanum allskonar skítapakk!“ Lína álítur sig þannig frjálsari í bragganum en í nýmóð- ins blokkaríbúð. Blokkirnar sem risu við bragga- hverfið Trípólí-kamp vestur í bæ voru afsprengi nýrrar hugsunar í skipulagsmálum en árið 1949 hafði Þór Sandholt arkitekt tekið við starfi skipulagsstjóra Reykjavíkur. Arkitektar sem hönnuðu blokkir á árunum upp úr 1950 í Laugarnes- hverfinu, Hlíðunum og á Högun- um tóku upp á því að byggja þær í vinkil. Það var gert til að halda utan um garða sem hugsaðir voru fyrir íbúana og var vinklinum ætl- að að skýla þeim við mesta norðan- garranum. Lífið í kennarablokkinni Húsnæðisskorturinn á stríðsárun- um og eftir stríðið var alvarlegur, svo alvarlegur að samtíminn blikn- ar í samanburði. Nýju blokkirnar sem gnæfðu yfir móum og melum í höfuðborginni, sem ekki var nærri eins gróin og hún er í dag, komu með vel þegið skjól og þar blómstr- aði mannlífið brátt með ágætum. Þetta sést til dæmis vel á sögum sem rifjaðar voru upp vegna 60 ára afmælis kennarablokkarinn- ar svokölluðu á dögunum. Blokk- in stendur við Hjarðarhaga 24-32, er vinkilblokk teiknuð af Skúla Norðdal og var tekin í notkun árið 1956. Það var Byggingarsamvinnu- félag barnakennara sem stóð fyrir byggingu hennar og í blöðum þess tíma var talað um „sambyggingu“ félagsins. Í tilefni afmælisins rifjaði einn af fyrstu íbúum hússins, Hulda Hjör- leifsdóttir, upp nokkrar minningar um sambýlið í blokkinni. Hulda flutti í blokkina 3. október árið 1956 ásamt manni sínum, Svein- birni Einarssyni heitnum, og hún hefur búið þar síðan í sextíu ár. „Föður mínum, Hjörleifi Sig- urbergssyni, þótti mikilvægt að fjölskyldan tímasetti flutningana nokkuð nákvæmlega,“ segir Hulda. „Þá var farið eftir sjávarföllum því að gömul trú sagði að fólk uni sér betur á nýjum stað ef flutt er inn á Í nýju íbúðinni í 60 ár aðfalli en ekki þegar fjarar.“ Þetta virðist hafa virkað vel í til- felli Huldu og fjöl- skyldu. H u l d a l ý s i r forvitnilegu og nánu samfélagi í blokk- inni á þessum fyrstu dögum. Húsið var vitanlega ópússað, ómálað og vinnu- pallar utan á allri blokkinni þegar íbúarnir fluttu inn. Íbúðirnar sjálfar voru mismikið tilbúnar en í sumar vantaði jafn- vel innveggi, gólfefni og hurðir. Í stigagöngum voru engin handrið og sameign alveg ófrágengin. „Það var allt svo dimmt þegar ég kom að húsinu í byrjun að mér fannst ég vera að ganga í björg, enda var húsið ómálað,“ segir Hulda, en tekur fram að það hafi vanist fljótt því að hún, eins og aðr- ir frumbyggjar blokkarinnar, hafi verið í sjöunda himni yfir því að koma inn í eigin íbúð. Í bók Eggerts Þórs Bernharðssonar Undir bárujárnsboga frá 2001 er fjallað um lífið í bröggunum á árunum 1940-1970. Á þessari mynd sem Eggert Þór birti í þessari merki-legu bók sést einn bragganna í Trípólí-kampi í nærmynd og líka bragginn við gafl kennarablokkarinnar. Á milli glittir í hús Jósefínu og Dóra. Kennarablokkin, austast á Hjarðarhaga, var eitt þeirra fjölbýlishúsa Reykjavíkur sem samtakamáttur starfsstétta kom upp um miðja 20. öld. Hulda Hjörleifs- dóttir flutti í nýju íbúðina sína árið 1956. Hún hefur unað sér vel síðan. Mynd | Hari Opið virka daga kl . 10 -18 Laugardaga kl . 11-16 FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík 554 6969 lur@lur.is www.lur.is LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.