Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016
Það er ekki sjálfsagt mál
að búa í sömu íbúðinni
í heil sextíu ár. Hulda
Hjörleifsdóttir flutti inn í
kennarablokkinna svoköll-
uðu við Hjarðarhaga í
Reykjavík árið 1956. Síðan
þá hefur henni liðið vel. Þá
voru blokkirnar í hverfinu
að rísa og teygja sig upp yfir
braggana í Trípólí-kampi.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Undir lok Djöflaeyju Einars Kára-
sonar, sem gengur nú orðið aftur
og aftur í menningu landsmanna
og hefur umbreyst úr bók í leikrit,
kvikmynd og nú síðast í söngleik,
er sagt frá því þegar fólkið í
sögunni flytur úr bröggum í blokk-
ir. Þessi fjölbýlishús voru þá að rísa
á Högunum í vesturbæ Reykjavík-
ur, blokkir sem í raunveruleikan-
um kallast síðan til dæmis síma-
mannablokkin og kennarablokkin.
Í sögu Einars eru blokkirnar
einhvers konar tákn nýrra tíma og
samfélagshátta. Þær standa fyr-
ir borgarlífið sem tekur stakka-
skiptum á fyrstu áratugunum eftir
seinni heimsstyrjöld.
Í sögunni kemur líka fram
að mörgum líst illa á þessar
breytingar. Lína, ein söguhetj-
anna, er hörð á því að hún vilji
ekkert með nýja sambýlisformið
hafa. Hún segist ekki taka í mál
„að fara að búa í blokk, eins og
vesalingur, innanum allskonar
skítapakk!“ Lína álítur sig þannig
frjálsari í bragganum en í nýmóð-
ins blokkaríbúð.
Blokkirnar sem risu við bragga-
hverfið Trípólí-kamp vestur í bæ
voru afsprengi nýrrar hugsunar í
skipulagsmálum en árið 1949 hafði
Þór Sandholt arkitekt tekið við
starfi skipulagsstjóra Reykjavíkur.
Arkitektar sem hönnuðu blokkir á
árunum upp úr 1950 í Laugarnes-
hverfinu, Hlíðunum og á Högun-
um tóku upp á því að byggja þær
í vinkil. Það var gert til að halda
utan um garða sem hugsaðir voru
fyrir íbúana og var vinklinum ætl-
að að skýla þeim við mesta norðan-
garranum.
Lífið í kennarablokkinni
Húsnæðisskorturinn á stríðsárun-
um og eftir stríðið var alvarlegur,
svo alvarlegur að samtíminn blikn-
ar í samanburði. Nýju blokkirnar
sem gnæfðu yfir móum og melum í
höfuðborginni, sem ekki var nærri
eins gróin og hún er í dag, komu
með vel þegið skjól og þar blómstr-
aði mannlífið brátt með ágætum.
Þetta sést til dæmis vel á sögum
sem rifjaðar voru upp vegna 60
ára afmælis kennarablokkarinn-
ar svokölluðu á dögunum. Blokk-
in stendur við Hjarðarhaga 24-32,
er vinkilblokk teiknuð af Skúla
Norðdal og var tekin í notkun árið
1956. Það var Byggingarsamvinnu-
félag barnakennara sem stóð fyrir
byggingu hennar og í blöðum þess
tíma var talað um „sambyggingu“
félagsins.
Í tilefni afmælisins rifjaði einn af
fyrstu íbúum hússins, Hulda Hjör-
leifsdóttir, upp nokkrar minningar
um sambýlið í blokkinni. Hulda
flutti í blokkina 3. október árið
1956 ásamt manni sínum, Svein-
birni Einarssyni heitnum, og hún
hefur búið þar síðan í sextíu ár.
„Föður mínum, Hjörleifi Sig-
urbergssyni, þótti mikilvægt að
fjölskyldan tímasetti flutningana
nokkuð nákvæmlega,“ segir Hulda.
„Þá var farið eftir sjávarföllum því
að gömul trú sagði að fólk uni sér
betur á nýjum stað ef flutt er inn á
Í nýju íbúðinni í 60 ár
aðfalli en ekki þegar
fjarar.“ Þetta virðist
hafa virkað vel í til-
felli Huldu og fjöl-
skyldu.
H u l d a l ý s i r
forvitnilegu og nánu
samfélagi í blokk-
inni á þessum fyrstu
dögum. Húsið var
vitanlega ópússað,
ómálað og vinnu-
pallar utan á allri
blokkinni þegar
íbúarnir fluttu inn.
Íbúðirnar sjálfar voru mismikið
tilbúnar en í sumar vantaði jafn-
vel innveggi, gólfefni og hurðir. Í
stigagöngum voru engin handrið
og sameign alveg ófrágengin.
„Það var allt svo dimmt þegar
ég kom að húsinu í byrjun að mér
fannst ég vera að ganga í björg,
enda var húsið ómálað,“ segir
Hulda, en tekur fram að það hafi
vanist fljótt því að hún, eins og aðr-
ir frumbyggjar blokkarinnar, hafi
verið í sjöunda himni yfir því að
koma inn í eigin íbúð.
Í bók Eggerts Þórs Bernharðssonar Undir bárujárnsboga frá 2001 er fjallað um lífið í bröggunum á árunum 1940-1970. Á þessari mynd sem Eggert Þór birti í þessari merki-legu bók sést einn bragganna í Trípólí-kampi í nærmynd
og líka bragginn við gafl kennarablokkarinnar. Á milli
glittir í hús Jósefínu og Dóra.
Kennarablokkin, austast á Hjarðarhaga,
var eitt þeirra fjölbýlishúsa Reykjavíkur
sem samtakamáttur starfsstétta kom
upp um miðja 20. öld.
Hulda Hjörleifs-
dóttir flutti í nýju
íbúðina sína árið
1956. Hún hefur
unað sér vel síðan.
Mynd | Hari
Opið virka daga kl . 10 -18
Laugardaga kl . 11-16
FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM
VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN
Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík
554 6969 lur@lur.is www.lur.is
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL