Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 Göturnar í kring voru ekki með því fíneríis malbiki sem við rennum eftir í dag og lóðin í kring- um húsið var líka eitt moldarflag. „Þegar rigndi voru allar götur og lóðin eitt stórt svað, en þegar þurrt var rauk moldin upp og mikið verk var að halda hreinu innandyra út af henni,“ segir Hulda. Það var fjölmennt í blokkinni. Með Huldu og manni hennar fluttu foreldrar hennar þannig að þau voru átta í heimili og í stigagangin- um, þar sem eru átta íbúðir, voru 24 börn og unglingar, auk 20 full- orðinna. „Á meðan stillansarnir voru uppi fannst litlu krökkunum gaman að leika sér á þeim neðstu og þar voru settar upp rólur fyr- ir þau. Það gerðist líka að börn og fullorðnir fóru milli íbúða á stillönsunum og gengu þá inn og út um svaladyr.“ Náið og lifandi samfélag Einn af bröggum hermannanna var fastur við nýju blokkina fyrstu árin og á lóð fjölbýlishússins stóð einnig hús spákonunnar Jósefínu sem kennd var við Nauthól og manns hennar, Halldórs, sem all- ir þekktu sem Dóra fisksala. „Jós- efína var glæsileg kona og ekki lík skassinu sem Lína er í Djöfla- eyjunni, þó hún hafi verið fyrir- myndin. Þetta voru mikil heiðurs- hjón og á vorin stóðu ungar konur í biðröð til að láta Jósefínu spá fyrir sér,“ rifjar Hulda upp en Halldór hafði stofnað knattspyrnufélagið Þrótt fyrir strákana í hverfinu árið 1949 ásamt mági sínum, Eyjólfi sundkappa. Í nýju blokkina vantaði heldur ekki félagslífið. Fullorðna fólkið sem ekki þekktist fyrir kynntist fljótlega vel í gegnum börnin sín og þau mynduðu fjölmörg félög og klúbba. „Þarna urðu til Litli ferða- klúbburinn, saumaklúbbur og leik- félag sem hélt úti þó nokkurri starf- semi og setti upp margar sýningar fyrir fullorðna fólkið. Klúbbarn- ir voru ekki kynjaskiptir og allir áhugasamir máttu vera með. Litli ferðaklúbburinn fór til dæmis í ótal ferðir með nesti, mjólk í flösku og vínarbrauð í Hljómskálagarðinn og niður að Tjörn með sigti til að veiða síli sem sett voru í glerkrukk- ur.“ Sameiginleg jólaboð Allt árið léku börnin sér auðvitað í óteljandi leikjum á lóðinni og þegar gengið var frá henni var vandað til verka, en samfélag fullorðna fólks- ins í blokkinni var einnig náið. „Það var algengt á þessum árum og lengi áfram, meðal sumra þeirra sem fluttu saman í nýju blokkina, að drekka saman kvöldkaffi,“ seg- ir Hulda. „Í stigaganginum okkar, nr. 26, voru oft sameiginleg jólaboð innan stigagangsins og alla vega einu sinni um jól var spiluð fé- lagsvist á mörgum borðum. Við Sveinbjörn áttum til dæmis sömu nágrannana og vini, hinu megin á stigapallinum, í 50 ár, þau Þór- hildi Karlsdóttur og Þorstein Sig- urðsson. Annars hef ég verið ótrú- lega heppin með nágranna alla tíð. Þegar einhver hefur selt íbúð í stigaganginum þá hefur alltaf kom- ið gott fólk í staðinn, reglusamt og hjálpsamt.“ Að þekkja nágranna sína Sögur Huldu Hjörleifsdóttur af fyrstu árunum í kennarablokkinni segja okkur sitthvað um það hvern- ig við högum okkur í nútíma samfé- lagi. Hulda var ekki á miklu flakki, hún hefur búið í sömu blokkinni í sextíu ár, blokk sem þurfti sam- takamátt stórs hóps kennara til að koma upp á sínum tíma og þangað sem íbúarnir gátu varla beðið eftir að flytja. „Það var grettistak fyr- ir 60 árum að eignast fyrstu íbúð og það er grettistak í dag,“ segir Hulda. Í dag eru margir feimnir þegar kemur að því að kynnast nágrönn- um og einhverjir vilja sem minnst af þeim vita. Við horfum auðvitað alls ekki nógu mikið upp og á næsta mann. Við bjóðum of sjaldan góðan daginn. Svo væri auðvitað hægt að ganga lengra og stofna leikfélag í blokkinni eða götunni, tefla, hittast í kvöldkaffi eða halda saman jóla- boð. Eins og gert var fyrir sextíu árum á Hjarðarhaganum. Stofnun Skörungs Það var ekki bara knattspyrnufélagið Þróttur sem að stofnað var á þessum slóðum í vesturbæ Reykjavíkur. Lítil fótnóta í knattspyrnusögu landsmanna er félagið Skörungur sem einn þekktasti knattspyrnu-unnandi landsins, sagnfræðingur- inn Stefán Pálsson, stofnaði í kennarablokkinni, en þar bjó Stefán fram á níunda aldursár. Gefum Stefáni orðið: Við krakkarnir í kennarablokkinni á Hjarðarhaganum vorum alltaf að stofna félög um allan fjandann, sem flest voru gleymd á viku. Fótboltafélagið mitt átti hins vegar að lifa og þá yrði uppruna- sagan að vera á hreinu. Þess vegna tók ég niður minnispunkta. Samkvæmt minnisblöðunum stofnaði ég félagið við annan mann í stúkunni á Melavelli snemma sumars 1983, átta ára gamall. Næstu dagana fékk ég aðra stráka úr blokkinni til að ganga til liðs við félagið. Það var kannski ekki fullkomlega auðsótt, þar sem ég gerði kröfu um stofnframlag í félagssjóð. Nákvæmlega hvers vegna ég taldi þörf á félagssjóði er óljóst, en strákaliðin í bókunum voru alltaf að basla við að safna pening- um til að kaupa bolta eða búninga, svo þetta tilheyrði greinilega. Nokkrum dögum síðar fékk félagið nafnið Skörung- ur – sem hljómar grunsamlega líkt Sköflungsnafninu úr Ellefu strákum og einum knetti, en var væntanlega einnig undir áhrifum frá Emil í Kattholti, þar sem eld- skörungar eru oft í veigamiklu hlutverki. Skörungur fékk liðsbúning: Gula Puma-treyju með bláu hálsmáli og rönd á ermum. Þetta var reyndar KA -treyja, en Sigtryggur vinur minn átti svona treyju og ég gat skælt aðra slíka út. Þá voru tveir komnir í eins búning, sem var ágætis byrjun. Næstu vikurnar bætti ég inn sundur- lausum athugasemdum um fjölgun eða fækkun liðsmanna og nákvæma stöðu sjóðsins. Utanumhald félagsskrár og fjár- mála virtist mun veigameira atriði í starf- seminni en beinar æfingar. Seint í ágúst dró til tíðinda. Eldri krakkarn- ir í blokkinni, sem sjaldan gáfu sig að fótbolta fóru að sparka sín á milli á lóð blokkarinnar. Þau áttu vini á Tómasarhaganum og ákveðið var að blása til kappleiks: Kennarablokkin gegn liðinu af Tómasarhaganum. Mér tókst að sannfæra mitt fólk um að miklu betra væri að mæta til leiks undir merkjum Skörungs. Þetta varð hörð rimma á alltof þröngum velli með- fram norðurhlið blokkarinnar. Yngstu keppendurnir voru 7-8 ára og höfðu helst þann tilgang að þvælast fyrir. Atkvæðameiri leikmennirnir voru 11-12 ára og með ólíkt meiri reynslu af fótbolta. Minnispunktarnir mínir eru furðufámálir um úrslit þessa fyrsta og eina leiks Skörungs. Líklega unnu óbermin af Tómasarhaganum. Fyrir tíu árum, þegar kennarablokkin var fimmtíu ára, settu íbúarnir upp minningarstein um bæ Jósefínu frá Nauthóli og Dóra fisksala. Hús þeirra stóð á lóð blokkarinnar. Íbúðirnar sjálfar voru mismikið tilbúnar en í sumar vantaði jafnvel innveggi, gólfefni og hurðir. Í stigagöng- um voru engin handrið og sameign alveg ófrágengin. Stolt íslenskrar náttúru Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM Íslenskt heiðalamb VELDU GÆÐI, VELDU KJARNAFÆÐI WWW.KJARNAFAEDI.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.