Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016
Nýtt íslenskt leikverk,
Sending, verður frumsýnt á
Nýja sviði Borgarleikhússins
í kvöld. Í bakgrunni þess eru
spurningar sem sviðið hefur
undan í íslensku samfélagi
undanfarin ár. Þær snúast
um vistheimili og tilfærslu
barna milli landshluta á
árum áður.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Árið er 1982 og það berst sending
vestur á firði. Strákgutti kemur inn
á heimili barnlausra hjónaleysa.
Þau taka hann í fóstur en veruleiki
drengsins virðist hanga einkennilega
saman við veruleika parsins sem tek-
ur á móti honum. Sú tenging virðist
ná yfir tíma og rúm. Sendingar geta
verið dularfullar og það geta börn
líka verið. Áður en langt um líður
er ekki alveg víst hvaða tímavídd
barnið tilheyrir. Strákur reynist því
sending í fleiri merkingu en einni.
Þetta er stutt innihaldslýsing á
leikverkinu Sendingu.
Kveikja leikskáldsins
Það er leikskáldið Bjarni Jónsson sem
er höfundur verksins. Hann segir að
í bakgrunni þess sé umræða undan-
farinna ára um vistheimili á lands-
byggðinni og hvernig börnum var
komið fyrir þar af ýmsum ástæðum.
Bjarni segir að vissulega hafi lýsingar
á aðbúnaði þessara barna haft mik-
il áhrif á sig, eins og á svo marga,
en hins vegar voru það frekar hug-
leiðingar um ástæður þess af hverju
börnin voru send í slíka vist, sem hafi
verið kveikjan að leikritinu. „Það
sló mig hvað fólki þótti sjálfsagt að
ráðskast með börn og án þess að það
hefði nokkur einustu áhrif,“ segir
Bjarni.
Stundum er sagt að lífið líki eftir
listinni. Atburðir gerast sem eru lyg-
inni líkastir, en lygin er auðvitað á
einhvern hátt æðst listforma. Upp-
spunnar sögur hafa haldið fólki upp-
teknu og innblásnu um aldir og þar
eru Íslendingar engin undantekn-
ing, kannski einmitt ágætt dæmi um
áhrifamátt sögunnar.
Atburðir úr köldum raunveruleik-
anum hafa svo aftur áhrif á listina og
stór hitamál eru matreidd í listrænan
búning. Það virðist manni að sé ætl-
unin hvað varðar Sendingu Bjarna
Jónssonar.
Bjarni Jónsson hefur
verið með hugann við
tíðaranda ársins 1982
við ritun Sendingar.
Hann segir að þó margt
hafi breyst frá þessum
árum þá finni harka og
margslungnar myndir
ofbeldis sér áfram farvegi
í íslensku samfélagi.
„Það skiptir engu máli hvað þessi drengur heyrir eða
sér. Hann á ekki eftir að muna neitt. Hann er barn,
börn gleyma. Þannig lifa þau af. Og þegar hann verður
eldri á hann eftir að vera ánægður með að muna ekki
nokkurn skapaðan hlut.“
Úr texta Sendingar eftir Bjarna.
„Í mínum huga er það
alltaf þannig að ef börn
eru vistuð á afskekktum
stöðum, þá getur staða
þeirra versnað mjög. Það
er einn helsti lærdómur-
inn sem draga má af starfi
vistheimilanefndanna.“
Róbert Spanó, fyrrverandi formaður Vis-
theimilanefndar, í viðtali við Fréttatímann
í mars síðastliðnum.
Við viljum öll réttlæti
Það er mikilvægt að skrifa skýrslur
um það sem út af ber í samfélaginu
en listræn tök á erfiðum málefnum
geta varpað nýju og æpandi ljósi á
málin. Ekkert á að vera leikhúsinu
óviðkomandi.
Dilkar, skúffur og básar
„Mig langaði að taka það til umfjöll-
unar í leikhúsinu hvernig við erum
stöðugt að draga fólk í dilka,“ segir
Bjarni Jónsson um Sendingu. „Við
erum vön því Íslendingar að skoða
hvaðan fólk kemur, hver sé uppruni
þess og oft þurfum við ekkert meira,
erum búin að finna fólki stað með
þessum litlu upplýsingum. Sumir
eru þannig settir í ákveðna skúffu
og fá þau skilaboð að þeir eigi ekkert
sérstakt erindi í þetta samfélag, hafi
ekkert fram að færa og verði líklega
bara fyrir.
Persónurnar í leikritinu standa
allar utan við meginstrauminn og
reyna að brjótast áfram í kerfi sem
hefur kannski bara hafnað þeim frá
upphafi. Þau vilja velja sér aðrar leið-
ir í lífinu, en umhverfið er samt búið
að marka leiðina sem þau verða að
taka,“ segir Bjarni.
Þetta gleymist oft. Við vitum
öll hvað fyrstu kynni skipta miklu
máli. Fyrstu upplýsingarnar um
nýja manneskju sem við hittum
geta bæði fellt hana í hugum okkar,
eða hafið hana til skýjanna. Það er
erfitt að horfast í augu við það hvern-
ig við metum fólk og umgöngumst
það, hvernig við tökum að okkur að
setjast í sæti dómarans og eigum oft
erfitt með að skipta um skoðun sem
byggist á nýjum upplýsingum.
Áhugaverður en harður tími
Árið 1982 liggja breytingar í loftinu
sem koma inn í texta verksins. Tölvu-
öldin er að hefjast inn á heimilum
landsins, af veikum mætti. Í bak-
grunni verksins er tónlist sem boð-
ar stórar breytingar á þessum tíma.
Bubbi Morthens og félagar Egó eru
kóngar í ríki sínu, ferðast um landið
með nýja músik af plötunni Breyttir
tímar. Spurningarnar í textunum eru
sumar hverjar nístandi:
Móðir, hvar er barnið þitt
svona seint um kvöld?
Móðir, hvar er yndið þitt?
þokan er svo köld.
Leikhúsið býður upp á að frá ein-
Kristín Þóra Haraldsdóttir, í hlutverki sjúkraliðans Helgu, og Þorsteinn Bachmann sem sjómaðurinn Róbert taka á móti
drengnum Frank sem kemur 10 ára gamall inn á heimili þeirra fyrir vestan. Það er Árni Arnarson sem er í hlutverki drengsins.
Lífið vill opnun
Marta Nordal, leikstjóri Sendingar, segir að verkið
hverfist um tilfinningar aðalpersónunnar Róberts,
sem Þorsteinn Bachmann leikur.
„Við fylgjumst með því hvernig hann þarf að
kljást við sína djöfla varðandi ofbeldi,“ segir Marta.
„Róbert er að kljást við sjálfan sig og getur ekki horfst
í augu við það hvernig hann umgengst fólkið í kringum sig.
Lífið gefur honum síðan tækifæri á slíku endurmati, þegar drengurinn
kemur inn á heimilið. Þá skapast tækifæri fyrir Róbert til að styrkja sam-
band sitt við sig, konuna í lífi sínu og vini sína, en hann grípur það ekki.
Lífið býður upp á tækifæri fyrir hann að opna á umhverfi sitt, en hann get-
ur ekki umbreytt mynd sinni á heiminn um það hvernig hlutirnir eru.
Þetta er auðvitað dæmigert fyrir slíkan lokaðan mann sem heldur að
hann lifi allt af á einhverri hörku og því að vera ekki með neinn aumingja-
skap. Fyrir vikið er hann dæmdur til að festast og vera í varnarstöðu
gagnvart lífinu.“
Tími verksins er á mörgum plönum og skilin milli veruleika og annarra
sviða eru óskýr. Marta Nordal segir að það endurspeglist í sviðsetn-
ingunni og leikmyndinni, sem er óvenjuleg og minimalísk, en það er Gréta
Reynisson sem hefur umsjón með henni.
um tímapunkti, 1982, sé hægt að fara
í allar áttir. Dilkadrátturinn, hvernig
við skilgreinum fólk, var auðvitað
til fyrir og eftir 1982, en Bjarni Jóns-
son er líka á því að sú harka, skiln-
ings- og vægðarleysi sem einkenndi
íslenskt samfélag á þessum árum
hafi áfram fundið sér farvegi til okk-
ar tíma, þó margt hafi batnað. „Það
er alltaf einhvers konar ofbeldi sem
við erum að viðhalda í þessu sam-
félagi, til dæmis með því hvernig
samskipti við eigum,“ segir Bjarni.
„Dilkadrátturinn er ótrúlega viðvar-
andi í samfélaginu.“
Plássið í kringum okkur
Fjöllin á Vestfjörðum eru há og
eiga það til að halla sér yfir menn-
ina, ekki síst þegar sólin lækkar á
lofti. Bjarni segist velta fyrir sér í
Sendingu hvernig mennirnir taka
sér pláss og breiða úr sér gagnvart
öðrum í kringum sig.
Heimilisfaðirinn og aðalpersón-
an, sem Þorsteinn Bachmann leik-
ur, er frekur á rýmið í kringum sig
og því er tilkoma drengsins trufl-
andi. Vegna kringumstæðna drengs-
ins er hann færður til í tilverunni,
til vandalausra á milli hárra fjalla.
Afstaða þeirra fullorðnu til barna
opinberast; að börn sé einfaldlega
hægt að flytja til og fara með eins og
þörf krefur. Stórar spurningar um
réttindi barna í heimi hinna full-
orðnu vakna, alvarlegar spurningar
sem þjóðin hefur ekki enn gert fylli-
lega upp.
„Leikhúsið er orðið sjaldgæf-
ur vettvangur þar sem við tökum
ákvörðun um að vera saman og
slökkva á símunum,“ segir Bjarni.
„Þess vegna er mikilvægt að taka
þessar alvarlegu spurningar inn á
sviðið, sem ég reyni að gera í texta
sem sveif last milli kómedíu og
tragedíu. Á endanum er þetta samt
skáldskapur, ekki úttekt á mála-
flokknum,“ segir Bjarni Jónsson.
Sending verður frumsýnd í kvöld í
Borgarleikhúsinu. Marta Nordal leik-
stýrir en með hlutverkin fara Árni
Arnarson, Elma Stefanía Ágústsdótt-
ir, Hilmir Guðjónsson, Kristín Þóra
Haraldsdóttir og Þorsteinn Bach-
mann.
GERÐU ÓTRÚLEG KAUP!
Mikið úrval af vörum frá 50 krónum.
Fjöldi annarra tilboða á Markaðsdögum.
Bætum við nýjum vörum daglega.
byko.is
DAGAR
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI
SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
BARNA-
GLERAUGU
til 18 ára aldurs
frá 0 kr.
Miðast við endurgreiðslu
frá Sjónstöð Íslands.