Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 Vinirnir Eva Brá og Hjalti Vigfússon hafa verið vin- ir í 4 ár. Vinasamband þeirra byrjaði í tengslum við framhaldsskólapóli- tík en samskipti þeirra blómstruðu fljótt í fallegan vinskap og göfugt samstarf í Druslugöngunni og má segja að Eva og Hjalti séu hið eina sanna ofurvinapar. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is „Við kynntumst fyrst þegar Hjalti var forseti nemendafélags Mennta- skólans við Hamrahlíð og ég var varaformaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Mjög fljótlega náðum við að ræða hugmyndirnar okkar og sáum strax hvað við náð- um vel saman. Þetta endaði með því að við urðum bestu vinir og hann varð varaformaður samtaka og ég formaður,“ segir Eva um kynni sín af uppáhalds vini sínum, Hjalta Vigfússyni. Hjalti og Eva elska að borða óhóf- legt magn að af súrdeigsbrauði í frí- tíma sínum, drekka kaffi og skipu- leggja Druslugönguna. Hjalti var að skipuleggja Druslugönguna þegar þau bjuggu saman og hann kynnti Evu fyrir göngunni: „Það var al- gjör blessun þegar Eva bað um að vera með. Eva lætur engan vaða yfir sig og er mjög til í að synda á móti straumnum með puttana á lofti. Samfélagið og umræðan var ekki á þeim stað sem hún er í dag og að fá fluggáfaða baráttukonu af gamla skólanum í hópinn skipti miklu máli.“ „Gerum við nokkuð annað Eva? Tökum þátt í prófkjörum? Reynum við sömu mennina?“ segir Hjalti við Evu og hlær. Vinasamband Evu og Hjalta byrjaði í tengslum við framhaldsskólapólitík. Mynd | Rut Vináttan: Druslur sem reyna við sömu mennina Allir eiga þessa eina ljótu flík sem annað hvort liggur aftast í fataskápnum sem gleymist alltaf að henda eða uppáhalds þvottadagsflíkina sem enginn léti sjá sig í á götum bæjarins. Flestum þykir vænt um þessar flíkur og tengjast þeim tilfinningalega. Gunnar, Adda og Katrín Helga útskýra fyrir lesend- um hvernig þessi flík kom til og fagna ljótleika hennar. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Gunnar Helgi Guðjónsson „Laugavegur, seinni partinn á sólrík- um haustdegi fyrir um sex árum. Það var mjög heitt og mig vantaði eitthvað létt til að vera í. Þykki jakkinn sem ég klæddist var mjög íþyngjandi. Þá rambaði ég á bolaslá á gangstéttinni sem var við hliðina á tveimur ísbjörnum. (Þetta var fyrir tíð ferðamanna og allt á standinum kostaði 990 krónur.) Ég keypti stærsta lundabolinn og hef átt hann síðan. Hann er þægi- legur þrátt fyrir ákveðinn ljótleika. Praktíkin bjargaði honum í tilraun minni til mínímalísks lífsstíls, þar sem þrír svartir ruslapokar af fötum enduðu í Sorpu. Ég nota bolinn samt aðallega í einrúmi.“ Adda Guðrún Sigurjónsdóttir „Í nýju vinnunni minni í fyrra áttum við öll að mæta á hverj- um föstudegi í jólapeysu. Ég var eitthvað auralítil og tók því gamla Coca Cola peysu og saumaði á hana fullt af jólatrés- skrauti og gömlum jóladúk. Hún er hrikalega ljót.“ Katrín Helga Andrésdóttir „Þá daga sem ég fer ekki út úr húsi, fer ég heldur ekki úr þess- um slopp. Hann er hlýr, mjúkur og það er auðvelt að handa honum yfir sig. Stundum sef ég í honum þegar það er kalt. Sólgleraugun set ég bara upp þegar ég er langt frá siðmenningunni. Til dæmis uppá jökli. Mamma segir að þau séu betri vörn en hipstera sólgleraug- un mín.“ Ljótasta flíkin Adda í hrikalega ljótu peysunni sinni. Mynd | Rut. GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.