Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 09.09.2016, Blaðsíða 52
„Það hefur allt snúist um mig síðustu mánuði“ Eva hleypur sitt fyrsta maraþon í svissnesku Ölpunum á morgun til að styrkja föðurlausa frændur. Hún er fjölskyldu sinni þakklát fyrir þolin- mæði og tillitssemi. Hópurinn Hlaupagarparnir voru í misgóðu hlaupaformi þegar undirbúningur hófst, en eru nú allir tilbúnir í átökin á morgun. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég er ágætlega stemmd, með góða blöndu af stressi og tilhlökkun,“ segir Eva Lind Helgadótt-ir sem á morgun þreytir svokallað Jungfrau maraþon í 1800 metra hæð í svissnesku Ölpunum, eftir aðeins níu mánaða þjálfun. Fram að þeim tíma hafði hún varla hlaupið meira en tíu kílómetra í einu. Hún lagði af stað þetta krefj- andi verkefni ásamt Gunnari, Hjör- dísi Árnadóttur, Berglindi Wright Halldórsdóttur, Kristni Haraldssyni og Söndru Dís Steinþórsdóttur, til að styrkja tvo litla frændur sem misstu föður sinn, Vigni Rafn Stef- ánsson, rétt fyrir síðustu jól. Fengu afreksfólk til liðs við sig Í ljós kom að Vignir var ekki líf- tryggður og brugðu vinir og vanda- menn á það ráð að koma á fót Fram- tíðarsjóði Vignissona. Eva Lind og félagar hennar hlaupa fyrir sjóðinn og safna áheitum. Þau hafa einnig fengið landsþekkt afreksfólk í íþróttum til liðs við sig, sem hefur ritað hvatningarorð og reynslusögur á facebook-síðu sjóðs- ins til að vekja frekari athygli á fram- takinu. Þar á meðal Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnukonu, Hrafnhildi Lúthersdóttur sundkonu og Þóreyju Eddu Elísdóttur stangar- stökkvara. Í samtali við amk í sumar sagði Eva frá því að hún hefði tekið ákvörðun um það síðastliðið gamlárskvöld að hún ætlaði sér að hjálpa frændum sínum og styrkja þá með einhverj- um hætti. Hún vildi gera eitthvað meira en bara opna styrktarreikn- ing og þetta varð niðurstaðan. Hún viðurkennir að það sé algjör bilun að fara út í þetta verkefni með svona skömmum fyrirvara, en æskilegur undirbúningstími hefði líklega ver- ið tvö ár. Á besta eiginmann í heimi Æfingatímabilið hefur ekki bara reynt á Evu, heldur líka fjölskyldu hennar sem stutt dyggilega við bakið á henni. „Þetta hefur tekið sinn toll af minni elskulegu fjölskyldu. Árni Hrannar Haraldsson er að mínu mati heimsins besti eiginmaður, þvílík þolinmæði og tillitsemi sem hann hefur sýnt mér. Það hefur allt snúist um mig og mínar þarfir síðustu tvo mánuði og vá hvað honum á eftir að vera létt seinni partinn á morgun,“ segir Eva og hlær. „Setningar eins og „nei ég get það ekki, það er langt hlaup á morgun,“ hafa hljómað of oft í hans eyrum. Þó krakkarnir orgi „nei, æj, þarftu að fara út að hlaupa,“ þá er ég svo stolt að sýna þeim að gamla getur það sem hún vill og ætl- ar sér. Ég tel mig bara fínustu fyrir- mynd og það er gott veganesti fyrir þau inn í framtíðina. Held samt að þau muni mest eftir því að hafa feng- ið mynd af sér í blöðunum,“ segir hún kímin. „Núna tel ég mig vera búna að gera mitt besta, ég hleyp þetta hlaup þangað til ég kem í mark eða þangað sem ég kemst og geri það með bros á vör.“ Stuðningurinn ómetanlegur Eva er fjölskyldu sinni þakklát fyrir tillitssemi og þolinmæði og vonast til að vera börnum sínum góð fyrirmynd. Upplýsingar fyrir þá sem vilja leggja sjóðnum lið og styrkja drengina: 9052001 (1500 kr) 9052003 (3000 kr) 9052005 (5000 kr) Júdódeild Ármanns 0515-14411231 Kt. 491283-1309 Upplýsingar fyrir þá sem búa erlendis: IBAN númer reikningsins: IS72 0515 14 411231 491283 1309 Swift bic: GLITISRE M yn d | R ut Tour of Reykjavík verður haldið í fyrsta sinn á sunnudag. Þar verða í boði fjölbreyttar hjóla-leiðir fyrir alla þá sem áhuga hafa á hjólreiðum, alveg frá tveggja kílómetra barnabraut upp í 110 kílómetra alvöru hjólakeppni. Alls eru fjórar leiðir í boði. Barna- brautin verður í Laugardalnum og hentar börnum frá 4-12 ára. Þá er hjólaður 13 kílómetra hringur á lokuðu svæði um borgina en stóru keppnirnar tvær eru 40 kílómetr- ar og svo 110 kílómetrar. Veitt eru verðlaun í þeim tveimur keppnum. Í 110 kílómetra keppninni er hjólað til Þingvalla um Nesjavallaleið. Það er ÍBR sem skipuleggur Tour of Reykjavík. Markmið viðburðar- ins er tvíþætt, annars vegar að almenningur taki virkari þátt í hjólreiðaviðburðum og ekki síður efla hjólreiðar á afreksstigi hér inn- anlands. Vonir standa til að erlend þátttaka aukist ár frá ári. Skráningu í Tour of Reykja- vík lýkur á netinu í kvöld, föstu- dagskvöld, klukkan 23. Rás- og endamark er fyrir framan Laugar- dalshöllina en þar safnast þátt- takendur saman fyrir ræsingu. Skráningargögn verða afhent í Laugardalshöll á laugardaginn milli klukkan 12-15. Nánari upplýsingar má finna á www.tourofreykjavik.is. Hjólakeppni Tour of Reykjavík verður haldin í fyrsta skipti á sunnudag. Ný og fjölbreytt hjólakeppni Tour of Reykjavík haldið í fyrsta sinn á sunnudag. …heilsa 8 | amk… FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Margskipt gler: 49.900 kr. Fullt verð: 94.900 kr SÍMI 5 700 900 KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE umgjörð á: 1 kr.við kaup á glerjum ÖLL GLERIN KOMA MEÐ RISPU-, GLAMPA- OG MÓÐUVÖRN OG ÞYNNTU PLASTI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.