Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 09.09.2016, Side 59

Fréttatíminn - 09.09.2016, Side 59
Lenne útiföt á krakka Hágæða útiföt sem eru sérhönnuð til að mæta íslensku veðurfari. Unnið í samstarfi við Dimmalimm. LENNE framleiðir hágæða útiföt á krakka sem eru sérhönnuð til að mæta veð-urfari á norðlægum slóð- um, þar sem er vindasamt, kalt og blautt. Fötin eru vindheld, vatns- held, hlý og þægileg og auðvelt er hreyfa sig í þeim. LENNE fram- leiðir snjógalla, úlpur, hlífðarbuxur, húfur, vettlinga og fleira. Allir gall- ar frá LENNE eru með góða vatns- vörn, 5000-10.000 mm, og saumar eru styrktir á álagssvæðum, auk þess sem efnið andar vel. LENNE er evrópskt fatamerki og mætir ströngustu kröfum um gæði og framleiðslu barnafatnaðar. Litirnir eru bjartir og skemmtilegir og ýmis falleg mynstur eru á fötunum. LENNE útiföt- in eru fyrst og fremst vönduð og hlý föt sem eru hönnuð til þess að krökk- um líði vel í hvaða veðri sem er. Þú getur skoðað úrvalið frá LENNE á www.dimmalimmreykjavik eða hjá Dimmalimm á Laugavegi 53b. Ný barnafatalína Cintamani Einstaklega falleg og þægileg föt sem henta vel í íslenskri veðráttu. Unnið í samstarfi við Cintamani Ný barnafatalína Cinta-mani lítur dagsins ljós nú í haust, hönnuð af Guðrúnu Lárusdóttur. Fötin eru hönnuð til að mæta íslenskri veðráttu og áhersla lögð á börnunum líði vel í fötun- um. Skærir litir, sem áður hafa einkennt fatnað Cintamani, víkja fyrir jarðlitum í bland við milda liti, og sígildu útliti. „Mestu máli skiptir að þetta séu föt sem henta vel í íslenskri veðráttu,“ segir Guðrún Lárusdóttir hönnuður sem hann- aði nýja barnafatalínu Cintamani sem kemur í verslanir nú í haust. Til að mæta þeirri kröfu þarf að velja rétt efni í fötin og vinnur Cintamani með einum bestu efna- framleiðendum í Evrópu. „Cinta- mani er fyrst og fremst útivistar- merki og notast því við efni sem eru sérhönnuð til að mæta mis- jöfnu veðurfari, eru teygjanleg, slitsterk, fljótþornandi og halda líkamshitanum jöfnum. Þá er til dæmis mikilvægt að börnin séu ekki svitna í fötunum og þau eigi auðvelt með að hreyfa sig.“ Ný barnafatalína Cintamani samanstendur af innsta lagi, mið- lagi og ysta lagi. Base comfort línan er með fljótþornandi innsta lag og eins og nafnið gefur til kynna mjög þægilegur fatnaður. Mikilvægt er að börnin séu ánægð í fötunum og segir Guðrún alla hönnunin taka mið af því. „Þetta er draumafatnaður fyrir börn, en ég prófaði fatalínuna á sjö ára syni mínum sem vill ekki vera í öðru og neitar orðið að fara í gallabuxur,” segir Guð- rún. Við alla hönnunina var tekið mið af því hvernig börn leika sér og hreyfa sig og eru svæði sem verða fyrir meira hnjaski sérstak- lega styrkt og hugsað fyrir því að það sé auðvelt að klæða sig í og úr fötunum. „Á heilgallan- um Darra er stór vasi að framan sem krakkar geta tínt ofan í alls- konar smálegt sem verður á vegi þeirra,“ segir Guðrún. Jarðlitir í bland við milda liti urðu fyrir valinu sem Guðrún telur að eigi vel við á Íslandi. „Ég ákvað að draga úr skæru litunum og koma inn með jarðliti sem fara íslenskum börnum vel. Ég lék mér með ólíkar litasamsetningar og nota mismundandi fleti og rendur til að hleypa smá leik og gleði í fatnaðinn. En ég vildi líka að þetta væru föt sem börnin væru fín í og valdi sígilt útlit og vandaði efnis- val.“ Cintamani hefur þá stefnu að nota umhverfisvæn efni og fylgist vel með allri þróun á því sviði. „Við erum útivistarfyritæki og leggjum áherslu á að vernda náttúruna. Miklar tækniframfarir hafa orðið við efnaframleiðslu og við notumst við umhverfisvott- uð efni sem valda síður ofnæmi. Við viljum sýna gott fordæmi og gera það fyrir börnin að hugsa til framtíðar.“ …vetrarfatnaður barna kynningar15 | amk… FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016 Allt í stíl Húfa og úlpa frá Lennen í stíl. Veturinn 2016 Ný haust- og vetrarlína LENNE fæst í versluninni Dimmalimm, Laugavegi 53b. Á litla fætur Fallegir ullarfóðraðir sokka- skór í mörgum litum frá LENNE sem koma í veg fyrir kalda og blauta fætur, verð 2595 kr. Jarðlitir Ný barnafatalína Cintamani einkennist af sígildum jarðlitum, fallegum sniðum og vönduðu efnisvali. Mynd | Aldís Pálsdóttir Darri Á gallanum Darra er vasi að framan fyrir krakka að tína ýmislegt smálegt ofan í sem verður á vegi þeirra. Henta hér á landi Fötin eru þægileg og hafa alla þá eiginlega sem til þarf til að mæta íslenskri veðráttu. Miðlag Ný barnafatalína Cintamani saman- stendur af innsta lagi, miðlagi og ysta lagi. Hér sést miðlag úr línunni. Mynd | Aldís Pálsdóttir Á hendurnar Fallegar ullarfóðraðar lúffur í mörgum litum frá LENNE sem koma í veg fyrir kalda og blauta fingur, verð 2595 kr. Hlý húfa Á veturna er nauðsynlegt að hafa góða húfu á kollinum. LENNE lambhús- hetturnar eru úr 100% ull með bómullarfóðri og extra þykkar við eyrun, verð frá 3295 kr. Undirbúinn fyrir veturinn Hlýir og vandaðir snjógallar sem henta íslenskum aðstæður. Skemmtileg og fjörug mynstur eru á hágæða úlpum og snjógöllum frá LENNE, verð frá 13.595 kr Allir gallar frá LENNE eru me ð góða vatnsvör n.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.