Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 2
Flóttamenn Hinn 36 ára
gamli Morteza Songolzadeh
kemur fram í Breiðholts-
kirkju á sunnudag og deilir
með kirkjugestum reynslu
sinni af því að vera á flótta.
Útlendingastofnun hefur tilkynnt
honum að hann verði sendur til
Frakklands á næstu dögunum.
Songolzade var dæmdur til dauða
í heimalandi sínu, Íran. Morteza
sagði sögu sína í Fréttatímanum
fyrir nokkrum vikum. Hann er
bókmenntafræðingur að mennt
með áherslu á enskar bókmenntir.
Hann var í doktorsnámi til skamms
tíma í Indlandi en líf hans snérist
á hvolf þegar hann varð fyrir vitr-
un og tók upp kristna trú. Nokk-
uð sem dauðarefsing liggur við
í hinu strangtrúaða klerkaveldi,
Íran. Hann ákvað því að flýja land
og fyrsti viðkomustaður var Frakk-
land. Umsókn hans var tekin til
meðferðar, en vistin var erfið, með-
al annars vegna öfgafullra múslima
sem litu á Morteza sem svikara við
íslam. Hann flúði því fljótlega til Ís-
lands.
„Nú bíð ég bara eftir kraftaverki,“
segir Songolzadeh. | þt
riðið sem nefnt er í skýrslu Asplunds
um notkun stofnana sem tengdust
plastbarkamálinu á fjölmiðlum við
kynningu á því.
Síðdegis á fimmtudag greindu
Háskóli Íslands og Landspítali-há-
skólasjúkrahús frá því að skipuð
yrði óháð, ytri nefnd til að kanna
aðkomu þessara stofnana að plast-
barkamálinu. Í svörum frá Jóni Atla
Benediktssyni, rektor Háskóla Ís-
lands, í Stundinni í febrúar kom
fram að hann taldi rannsókn ekki
nauðsynlega á þeim tíma og að betra
væri að bíða eftir niðurstöðum úr
rannsóknunum í Svíþjóð. Tekið skal
fram að Jón Atli var ekki rektor skól-
ans þegar málþingið var haldið árið
2012 heldur Kristín Ingólfsdóttir.
Eitt mikilvægasta atriði gagn-
rýninnar í skýrslu Asplunds er að á
þeim tíma sem málþingið var haldið
í Háskóla Íslands hafi verið ljóst að
aðgerðin á Andemariam hafði ekki
tekist eins vel og haldið var á lofti
í fjölmiðlum. Í sænsku heimildar-
myndinni Experimenten kemur
fram að strax tveimur mánuðum eft-
ir aðgerðina, í ágúst 2011, hafi verið
ljóst að stofnfrumuþáttur aðgerðar-
innar virkaði ekki. Plastbarkinn var
þakinn stofnfrumum úr Andem-
ariam sem áttu að láta líkama hans
taka við líffærinu og gera það að sínu
líkt og um barka úr líffæragjafa væri
að ræða. Mörgum mánuðum síðar
var aðgerðinni svo stillt upp sem ár-
angursríkri á málþingi í Háskóla Ís-
lands.
Í svari til Fréttatímans um gagn-
rýni sænsku rannsóknarnefndar-
innar segir Jón Atli að það sé ekki
viðeigandi að hann tjái sig um efni
skýrslunnar.
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016
Læknavísindi Háskóli Íslands
hélt málþing um fyrstu
plastbarkaaðgerðina á 100
ára afmæli sínu. Sænsk
rannsóknarnefnd gagnrýndi
þetta í vikunni þar sem ljóst
hafi verið á þessum tíma að
aðgerðin hefði ekki verið
árangursrík. Háskólinn
lætur nú rannsaka sinn þátt
í málinu.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Háskóli Íslands er gagnrýndur í
sænskri skýrslu um plastbarkamál-
ið svokallaða fyrir að hafa notað
Andemariam Beyene í markaðssetn-
ingu á 100 ára afmæli sínu árið 2012.
Þetta kemur fram í skýrslu rannsak-
andans Kjells Asplunds sem gerð var
opinber í síðustu viku.
Andemariam var fyrsti maðurinn
sem fékk græddan í sig plastbarka
vegna karabbameinsæxlis í hálsi
árið 2011 en hann var búsettur á Ís-
landi þar sem hann stundaði fram-
haldsnám í jarðfræði. Haldin var
ráðstefna um plastbarkaðgerðina á
Andemariam í Háskóla Íslands sum-
arið 2012 sem vakti mikla athygli í
fjölmiðlum. Andemariam dó í árs-
byrjun 2014 og er ljóst nú að plast-
barkinn virkaði aldrei sem skyldi.
Um þetta atriði segir í skýrslu
Asplunds: „Sjúklingurinn tók þátt
í 100 ára afmæli Háskóla Íslands,
þegar hann var byrjaður að eiga í
erfiðleikum vegna afleiðinga að-
gerðarinnar. Við erum mjög gagn-
rýnin á það hvernig þessi sjúkling-
ur var notaður í markaðssetningu
tveggja háskóla, eins sjúkrahúss
og fyrir tiltekinn skurðlækni [Pau-
lo Macchiarini].“ Þetta er fyrsta at-
HÍ gagnrýndur fyrir að
nota plastbarkaþega í
markaðssetningu
Hér sést Andemariam Beyene ásamt
Paulo Macchiarini, Tómasi Guð-
bjartssyni, Philip Jungebluth og
fulltrúa fyrirtækisins sem framleiddi
plastbarkann, á málþinginu í Háskóla
Íslands 2012.
Háskóli Íslands er gagnrýndur fyrir aðkomu sína að málþinginu um fyrstu plast-
barkaaðgerðina í skólanum um sumarið 2012. Jón Atli Benediktsson er rektor
háskólans sem ákveðið hefur að láta gera rannsókn á þætti skólans í málinu.
Vilja draga úr
mengun glaðlofts
Hulda Steingrímsdóttir vill meðal annars minnka losun koltvísýrings hjá spítal-
anum, en glaðloft spilar þar stóra rullu.
Umhverfismál Glaðloft er
stærsti mengunarvaldurinn
þegar kemur að kolefn-
isspori Landspítalans en
jafnframt það efni sem
oft er notað við fæðingar.
Verkefnastjóri stefnir á að
minnka losun koltvísýrings
um 40%.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Við ætlum að draga úr losun koltví-
sýrings um 40% á næstu fjórum
árum, en glaðloftið er stór hluti af
því,“ segir Hulda Steingrímsdóttir,
verkefnastjóri hjá Landspítalanum.
Glaðloft mengar meira en akstur
allra starfsmanna spítalans í og úr
vinnu, samkvæmt grænu bókhaldi
spítalans frá síðasta ári, og er í raun
stærsti mengunarvaldurinn þegar
kemur að kolefnisspori Landspít-
alans. Losun glaðlofts á síðasta ári
nam tæplega 1500 tonnum árið
2015, en alls losaði spítalinn um
3800 tonn af koltvísýringi á síðasta
ári.
Yfir fimm þúsund manns starfa
hjá spítalanum, sem er einn stærsti
vinnustaður landsins, en spítalinn
endurvinnur tæplega 30% af rusli
sem fylgir spítalanum, eða sem
nemur um einu tonni af þeim þrem-
ur og hálfu tonni sem til fellur á ein-
um sólarhring hjá stofnuninni.
Glaðloftið, sem er í raun er gas-
tegund sem heitir niontix, er
langoftast notað við fæðingar og
þykir gott deyfilyf þar sem það
hefur umtalsverða verkjadeyfandi
verkun. Þá þykir það einnig reynst
vel í verkjameðferð barna.
Spurð hvernig það sé hægt að
draga úr mengun glaðlofts, svarar
Hulda: „Það myndum við gera með
sérstökum eyðingarbúnaði.“
Hulda segir búnaðinn brjóta nið-
ur glaðloftið áður en það fer út í
andrúmsloftið og þannig breytist
það í óskaðlega lofttegund.
Í samtali við Áslaugu Valsdóttur,
formann Ljósmæðrafélags Íslands,
sagði hún að notkun glaðlofts hefði
ekki verið rædd sérstaklega á fundi
ljósmæðra.
Viltu stofna fyrirtæki?
Hnitmiðað námskeið um félagaform,
skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran
rekstrarkostnað, útgáfu reikninga,
ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl.
kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12
2. Síðdegisnámskeið,
kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30
Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið).
Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma
552 609
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður
kennt þriðjudagana 13., 20. og
27. september kl. 16:10 – 19.
Námskeiðsstaður er Katrínartún 2 (Höfðatorg),
16. hæð, Reykjavík.
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is
Fyrirlesari: Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
N nari upplýsingar og skráning í síma 894-6090 eða á alb@lexista.i
Námskeiðsgjald er 40.000 kr. og greiðist við skráningu.
VR og fleiri félög styrkja
félagsmenn sína til þátttöku
á námskeiðinu um 50%.
Skattamál Álfyrirtækið
Norðurál lækkaði vexti af
eigin lánum úr 8 prósent í
5,12 á síðasta ári. Vextir og
fjármagnskostnaður fyrir-
tækisins nema tæpum 80
milljörðum á tíu árum.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Norðurál ehf. borgaði 8 prósent
vexti af lánum sínum til banda-
rísks móðurfélags síns árið 2014 og
námu vaxtagreiðslur fyrirtækisins
og fjármagnskostnaður þá rúmlega
70 milljónum dollara, eða tæplega
9 milljörðum króna. Ekki er tek-
ið fram hversu mikið af þessum 9
milljörðum rann til móðurfélagsins
en Norðurál á Íslandi er að mestu
fjármagnað af því fyrirtæki. Norð-
urál ehf. á álverið á Grundartanga.
8 prósent vextirnir koma fram
í ársreikningi Norðuráls ehf. fyrir
árið 2015. Vextir fyrirtækisins hjá
bandaríska móðurfélaginu komu
ekki fram í ársreikningi fyrirtæk-
isins 2014 og voru ekki gefnir upp
samkvæmt upplýsingafulltrúa
Norðuráls, Sólveigu Bergmann, fyrr
á árinu. Í ársreikningnum kemur
fram að móðurfélag Norðuráls hafi
lækkað vextina niður í 5,12 pró-
sentustig, eða um 36 prósent árið
2015. Í fyrra borgaði Norðurál rúm-
lega 5,5 milljarða íslenskra króna í
vexti og fjármagnskostnað.
Norðurál ehf. hagnaðist um rúm-
lega sex milljónir dollara, nærri
800 milljónir króna, í fyrra. Frá
árinu 2005 hefur fyrirtækið greitt
tæplega 80 milljarða króna í vexti
og fjármagnskostnað, mest til móð-
urfélags síns. Skuld Norðuráls ehf.
á Íslandi við bandaríska móðurfé-
lagið var 655 milljónir dollara, um
85 milljarðar króna, í lok árs í fyrra.
Miklar umræður hafa verið í sam-
félaginu síðustu vikurnar um svo-
kallaða þunna eiginfjármögnun;
það þegar fyrirtæki eru fjármögn-
uð með háum lánum á háum vöxt-
um frá móðurfélögum sínum. Í lok
ágúst skilaði Bjarni Benediktsson
breytingartillögum til viðskipta-
og efnahagsnefndar sem snúast
um hvernig bregðast megi við því
að fyrirtæki eins og Alcoa og Norð-
urál geri þetta og lækki þar með
skattstofn sinn og komi fjármunum
óskattlögðum frá Íslandi.
Norðurál borgaði sjálfu sér 8 prósent vexti
Morteza Songolzadeh bíður eftir
kraftaverki en hann hefur verið
dæmdur til dauða í Íran. Mynd | Rut
Dauðadæmdur Írani segir
sögu sína í Breiðholtskirkju
Norðurál hefur greitt um 80
milljarða króna í vaxtagreiðslur
og fjármagnskostnað síðastliðin
tíu ár. Mest af þessu til banda-
rísks móðurfélags síns.