Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016 Erna flutti sextán ára að heiman og ætlaði aldrei að koma aftur til Þingeyrar. Hún er sú eina sem býr á Þingeyri í dag. Fríða flutti frá Þingeyri árið 2007 þegar maður- inn hennar fékk vinnu á bát frá Eskifirði. Þórey Sif flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum þegar hún var átta ára. Tinna Jensdóttir flutti suður eftir þriðja bekk og býr í Reykjavík í dag. Birna fór sextán ára suður til að læra hársnyrtingu og býr í Mosfellsbæ í dag. Hulda vildi aldrei vinna í fiski og flutti sextán ára suður til að læra hársnyrtingu. Erla Ebba flutti sextán ára frá Þing- eyri og er fjárbóndi í Miðfirði í dag. Stefán er rafeindavirki í Reykjavík. Hann kemur úr hópi sjö systkina en móðir hans er ein eftir á Þingeyri. Rúrik hefur stundað sjóinn frá Reykjanesi síðan hann var sextán ára. Elfar Rafn Sigþórs- son er flugumferð- arstjóri og býr í Reykjavík. Hann fer mikið á Þingeyri með fjölskylduna. Ólöf María flutti suður í gaggó og býr í Svíþjóð í dag. „Mitt markmið var að komast sem lengst í burtu frá Þingeyri. Þegar ég svo loks fór að heiman hélt mamma að ég kæmi aldrei til baka,“ segir Erna Höskuldsdóttir en hún er sú eina úr gamla bekknum sem býr á Þingeyri. Erna flutti sextán ára að heiman því hana langaði alls ekki til að vinna við fiskverkun eða sjó- mennsku. Hana dreymdi um að verða íþróttakennari og fór því í Menntaskólann á Laugarvatni. Dvölin var ekki löng því ári síð- ar varð Erna ófrísk að tvíburum og flutti aftur heim. Þessi mikla stefnubreyting varð á endanum til þess að Erna fann sína hillu. Hún fór að kenna við grunnskólann og leið svo vel í starfinu að eftir stúd- entsprófið á Ísafirði fór hún beint í Kennaraháskólann. Í dag er hún skólastjóri Grunnskólans á Þing- eyri, hefur eignast þrjú börn til viðbótar með barnsföður sinum og vilja þau hvergi annarsstaðar vera en á Þingeyri. Þorpið er að þurrkast út Sjómennska, hárgreiðsla, kennsla, rafvirkjun eða flug- umferðarstjórn. Leiðir barnanna sem hófu skólagöngu sína fyrir þrjátíu árum á Þingeyri eru ólíkar. Erna Höskuldsdótt- ir er eitt þessara barna og þrátt fyrir að hafa heitið móður sinni því að búa aldrei á Þingeyri er hún sú eina úr gamla bekknum sem býr þar enn. Eins og bekkjarsystir hennar, Hulda, sem flutti sextán ára suður til að læra hársnyrtingu, sagði, þá dreymir mann eitt en svo gerist bara eitthvað allt annað. Meirihluti gamla bekkjarins býr nálægt höfuð- borginni í dag en öll eiga bekkjarsystkinin það sameiginlegt að eiga enn eldri ættingja fyrir vestan og hugsa þangað með töluverðum söknuði. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Karlarnir elta skipin sín „Þú ert að tala við stelpu sem á pabba, bróður og frændur sem all- ir eru á sjó og mann sem er vélstjóri og vinnur í fiskeldinu,“ segir Erna. „Ég veit svo sem ekkert hvað þeir eru að fiska karlarnir en ég veit hvaða áhrif allar þessar breytingar hafa haft á bæinn. Þegar kvótinn var á Þingeyri voru karlarnir bú- settir hér og stunduðu sjómennsku héðan en núna elta þeir skipin sín. Pabbi siglir frá Ísafirði og móður- bræður mínir hafa elt skipin sín til Grindavíkur og bróðir minn er fluttur til Hafnarfjarðar með fjöl- skylduna sína.“ „Mamma vinnur í frystihúsinu og er búin að gera það síðan hún var tólf ára. Allar þessar miklu breytingar, þegar það koma nýir rekstraraðilar í frystihúsið og þegar byggðakvótanum er dreift á nýja staði, er mamma búin að upplifa beint í æð. Og ég held að það fari alls ekki vel með fólk. Hún hefur oft misst vinnuna en fengið hana svo aftur þegar hlutunum er reddað í einhvern tíma og auðvitað tekur þetta á fólk. Allt í einu kemur ein- hver og skellir í lás og fólk á bara að redda sér. Svo þegar næst er tekið úr lás á þetta sama fólk bara að vera þakklátt. Þetta hafði ekkert endi- lega mikil áhrif á okkur krakkana, ég var alltaf „ligeglad“, en ég fann samt hvað þau voru þreytt.“ Skemmtilegast á pósthúsinu Þegar hópurinn á ljósmyndinni hóf sína skólagöngu fyrir þrjátíu árum var bærinn annar. Það var ekki bara fleira fólk heldur var líka þjónusta á borð við pósthús, banka, kaup- félag, sjoppu og bensínstöð. Í dag er ein bensínstöð. Þessar þjón- ustumiðstöðvar gegndu auðvitað miklu stærra hlutverki en þeim var ætlað. Þetta voru samkomu- staðir þar sem hægt var að rek- ast óvænt á nágrannann og lenda Í haust byrjuðu tvö ný börn í fyrsta bekk í grunnskólan- um á Þingeyri en alls eru tuttugu og níu börn í skól- anum. Fyrir þrjátíu árum, árið 1986, byrj- uðu ellefu börn í fyrsta bekk í sama skóla. Það þótti ekki stór bekkur á sínum tíma en alls voru sjötíu og níu börn í skólanum það árið. „Kannski er ég bara algjör lús að vilja búa hér og vilja hafa alla fjölskylduna hjá mér. Kannski er ég lúsin sem þori ekki í burtu og þau ljónin sem þorðu.“ Erna Íbúafjöldi á Þingeyri: 1986 467 manns 2016 253 manns Erna skólastjóri og Borgný Gunnarsdóttir sem hefur kennt við skólann í rúm 40 ár með fyrsta og öðrum bekk í fyrra. Hin fagra og forna Albanía. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Upplýsingar í síma 588 8900 Albanía 4. - 15. október  Framhald á blaðsíðu 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.