Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016 Sigurður og Pjakkur eru heimsins mestu félagar. Pjakkur er 7 ára og er sjálfstæður og svolítið þrjóskur. Pjakki finnst gaman að hitta aðra Beagle hunda og ákvað því eigandi hans að stofna Facebook síðuna Beagle á Íslandi þar sem Pjakkur getur hitt vini sína og fjölskyldu. Á síðunni má finna 163 meðlimi sem eru Beagle eigendur eða í leit að hinum fullkomna hundi og félaga. Eins og sjá má á síðunni er þetta vinsæl tegund á Íslandi en Sigurður Brynjarsson segist hafa heyrt marg- sinnis að þetta sé ekki tegund fyr- ir fólk í leit að sínum fyrsta hundi: „Þeir eru svolítið þrjóskir og sjálf- stæðir. Við fengum okkur einmitt Beagle sem fyrsta hund sem ekki er mælt með en við lentum á voðalega ljúfu eintaki, hann er voða góður. Þefar upp þjófa „Beagle hundar hafa rosalegt nef. Við lentum í því fyrir nokkrum árum síðan að það var brotist inn hjá okk- ur. Þegar lögreglan var búin að taka skýrslu þá fór ég út að labba með Pjakk, það var hávaðarok og grenj- andi rigning. Ég fann þarna herða- tré og hann fékk að þefa af því. Eftir að hafa þefað tók Pjakkur stefnuna beint inn í hverfið og ég leyfði hon- um bara að rekja, hann var greini- lega á einhverri slóð. Svo fyrir rest fór hann upp að einhverju húsi, ég vissi að bjó þarna tík þannig ég tók hann ekkert alvarlega. En svo fund- ust fötin mín og fékk þau aftur, og ég fékk að vita hvar þjófurinn bjó og hann bjó á nákvæmlega sömu slóð- um og Pjakkur hafði þefað uppi. Ég hefði átt að treysta honum.“ | hdó Beagle hundar á Íslandi: Pjakkur þefar uppi þjófa Pjakkur glaður í Beagle hunda hittingi. Myndir | Sigurður Brynjarsson Pjakkur með v inum sínum. Nú á dögunum var smástirni nefnt í höfuðið á aðalsöngv- ara hljómsveitarinnar Queen, Freddie Mercury, sem hefði orðið sjötugur 5. september síðastliðinn. Í tilefni þess útskýrir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, hvernig maður fær að nefna smá- stirni eftir sér. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Eru ekki fleiri smástirni sem eru nefnd eftir frægum stjörnum? „Frægasta dæmið eru Bítlarnir, James Bond er með smástirni og Sean Connery líka. Það má reynd- ar ekki nefna eftir pólitíkusum þannig það eru engir pólitíkusar, það eru til nafnareglur.“ Hvernig reglur eru þetta? „Ef þú finnur t.d smástirni þá mættir þú nefna það eftir öllum öðrum en þér, að því gefnu að það sé ekki gæludýrið þitt. Það má til dæmis nefna eftir fjölskyldumeð- limi en þú getur ekki nefnt það Coca Cola, það má ekki nefna í auglýsingaskyni. Það má ýmislegt en margt er bannað. Hinsvegar ef þú finnur halastjörnu máttu nefna hana eftir þér, ef halastjarnan myndi stefna á jörðina og tortíma mannkyninu væri skemmtilegt að hún myndi heita í höfuðið á manni.“ Er dýrt að nefna smástirni í höfuðið á manni? „Nei, það er bara nafnanefnd hjá Alþjóðasambandi stjarnfræðinga sem tekur við öllum uppástungum og uppgötvunum og veitir form- legt nafn. Þá þarftu í fyrsta lagi að finna smástirni, það getur verið svolítið snúið. Þá færðu réttinn til þess að nefna það og leggur inn tillögu.“ Er hægt að fara til ykkar og sjá smá- stirnin? „Ef þau væru á lofti væri hægt að sjá þau en þau líta bara út eins og litlar stjörnur. Þess vegna heita þau smástirni. Stjörnurnar í Hollywood eru ekki alvöru stjörn- ur, þetta eru alvöru stjörnur.“ Loftsteininn Freddie Mercury og tortíming mannkyns Sævar Helgi að íhuga að nefna halastjörnu eftir sér. Mynd | Hari Sundhöll Hafnarfjarðar býr yfir einstökum sjarma og karakter. Fyrrverandi starfsmaður laugarinnar, Ragnheiður Sigurðardóttir, sér um perlu hallarinnar, plönturnar. Ragnheiður var starfsmaður sund- laugarinnar frá byrjun. Sundhöll- in hefur verið starfrækt frá árinu 1953: „Þegar laugin var 50 ára, 29. ágúst 1993, þá kom fyrsta plant- an. Þá var ég að vinna í lauginni og þá var mér einhvernveginn falið að hugsa um plöntuna ásamt hinu starfsfólkinu, ef svo bar undir, og síðan hef ég hugsað um blóm- in ásamt öðrum starfsmönnum laugarinnar.“ Besta mögulega heimilið Plönturnar eru vökvaðar vikulega og tekur Ragnheiður sundsprett með vinkonum hvern morgun á slaginu hálf sjö og skvettir hún þá aðeins á plönturnar, ef þær virð- ast daprar. Plönturnar í lauginni eru óteljandi og þurfa mikla um- önnun: „Það er bara að hugsa vel um þær, tala við þær, klippa dauðu blöðin og snúa þeim og hlúa að þeim. Vera vakandi með þeim. Þetta eru náttúrulega einstök skilyrði, það er rakinn, birtan og það er hlýjan, besta mögulega heimilið.“ Hawaii-rósin uppáhald Plönturnar koma allstaðar að og frá allskyns vinum laugarinn- ar og þeim sjálfum. Uppáhalds planta Ragnheiðar verður alltaf Hawai-rósin: „Mér finnst alltaf hún fallegust því hún blómstrar alltaf einu sinni á ári. Mér finnst hún mjög falleg, ekki það að þær eru allar fallegar. Auður Sigurbjarts- dóttir, vinkona mín, við syndum alltaf saman. Hún var að vinna í yfir 30 ár í lauginni og kom með þessa plöntu heiman frá sér fyrir mörgum árum. Hún klippir hana alltaf niður, hún hugsar um hana og snyrtir hana með mér. Hún er með puttana í þessu öllu saman með mér.“ „Það bera allir mikla virðingu fyrir plöntunum. Fólki finnst þetta mjög sérstakt en eins og ég segi þá kom fyrsta plantan frá bænum þegar laugin var 50 ára. Plönturn- ar eru karakterar í húsinu.“ | hdó Ragnheiður Sigurðardóttir með plöntunum í Sundhöll Hafnarfjarðar. Mynd | Rut Plönturnar karakterar í höllinni Það bera allir mikla virðingu fyrir  plöntunum ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Vandað og vel skipulagt 215,3 fm. parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á þessum eftirsótta stað. Rúmgóðar samliggjandi stofur með útgengi í skála. Hjonasvíta með fataherbergi og baðher- bergi og tvö minni herbergi. Möguleiki er að hafa 4 herbergi með því að breyta fataherbergi í svefherbergi. Ofanbirta og mikil lofthæð í holi efri hæðar. Svalir til norðvesturs. Lóðin er ræktuð og með tveimur veröndum með skjólveggjum og fallegum gróðri. Verð 84,9 millj. Verið velkomin. Eignin verður til sýnis í dag frá kl. 17.15 – 17.45 OPIÐ HÚS Hvassaleiti 52. Parhús Hagamelur 43, 107 Reykjavík 111,1 m², fjölbýlishús, 4ra herbergja íbúð Eignin verður til sýnis frá kl. 17.15 – 17.45 Verið hjartanlega velkomin í opið hús á mánudaginn - íbúð 4HH Afar falleg 75,1 fm. íbúð á 4. hæð. Tvö herbergi í risi fylgja íbúðinni og er innangengt í annað þeirra frá henni og það nýtist því sem fjórða herbergi íbúðarinnar. Herbergin eru hvort um sig um 15 fm. að stærð og er annað þeirra í útleigu. Auk þess fylgir sér geymsla í kjallara sem er tæpir 6 fm. Heildarflatarmál er því samtals um 111,1 fm. Frábært sjávar- og fjallaútsýni. Endurnýjað baðherbergi. Fallegt eldhús, endurnýjað að hluta. Stofa með rennihurðum í frönskum stíl og listum í loftum. Skjólgóðar suðaustur svalir. Um er að ræða eign á eftirsóttum stað í vesturbæ Reykjavíkur. Verð 44,9 millj. OP IÐ HÚ S MÁ NU DA G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.