Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016 Flokkurinn Alternative für Deutschland, eða AfD, hefur bætt verulega við fylgi sitt í Þýskalandi að undanförnu. Flokkurinn, sem stofnaður var fyrir aðeins rúmum þremur árum, rekur harða stefnu gegn komu flóttamanna frá Sýr- landi og öðrum stöðum. Formaður flokksins hefur lagt til að ólögleg- ir innflytjendur séu skotnir ef þeir fara inn fyrir landamæri landsins. Önnur stefnumál eru kunnugleg – flokkurinn er á móti Evrópusam- bandinu, evrunni og aðstoð við Grikki. Og skoðanakannanir benda til að AfD gæti orðið annar eða þriðji stærsti flokkur Þýskalands í þingkosningunum á næsta ári. Þar með stærsti hægriöfgaflokkur landsins síðan – já, þú giskaðir rétt – sjálfur Nasistaflokkurinn. Merkel í hættu Staða Angelu Merkel kanslara hef- ur verið fremur sterk á undan- förnum árum. Þangað til núna. Kosið var í nokkrum ríkjum Þýska- lands um síðustu helgi. Í heima- Árið er ekki 2016, heldur 8 e.k., 8 eftir kreppu Einar tvísýnustu kosningar sögunnar eru framundan á Íslandi. Við erum ekki ein á báti. Almenningur um allan heim hefur horn í síðu ráðandi afla. Sveiflur og óstöðugleiki einkenna kosningar hvarvetna. Sitjandi ráðamenn eru æ sjaldnar endurkjörnir. Þetta er veruleikinn í heiminum eftir fjármálahrunið 2008. Fjármálasérfræðingurinn Ruchir Sharma hefur búið til hugtakið „fyrir kreppu og eftir kreppu“ til að lýsa þessum miklu umskipt- um. Samkvæmt þessu nýja tímatali er árið 8 eftir kreppu og umrótið í heim- inum virðist aðeins aukast: Brexit, Trump, öfgaflokkar. Sharma telur ástæðurnar augljósar: Hægan bata eftir 2008, aukna misskiptingu og minna samstarf ríkja. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is „Svona líta sigurvegarar út.“ Nýtt stjórnmálaafl í Þýskalandi, AfD, rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Flokkurinn mælist nú með meira fylgi en flokkur Merkels kanslara. Formaðurinn, Frauke Petry til vinstri á myndinni, hefur lagt til að lögregla skjóti á ólöglega innflytjendur á landamærum. Árin eftir 2008 hafa ein- kennst af miklu umróti um allan heim. Atburðir eins og Brexit skýrast af lélegum efnahagsbata, misskiptingu og ótta við hnattvæðinguna, ef marka má indverska fjármálasérfræðinginn Ruchir Sharma. ríki kanslarans, Mecklenburg-Vor- pommern, hlaut AfD, fleiri atkvæði en Kristilegir demókratar, flokkur Merkel. Þetta eru óvænt tíðindi en þó dæmigerð fyrir þá sveiflu- kennda tíma sem við lifum. Mar- ine Le Pen, formaður franska þjóð- ernisflokksins Front National, hefur meira fylgi í skoðanakönnunum en bæði Nicolas Sarkozy og Francois Hollande, núverandi forseti. Sósía- listaflokkur Hollande yrði nánast þurrkaður út ef spár ganga eftir en kosið verður á næsta ári. Alls staðar umrót Það kemur ekki lengur á óvart að ráðandi öflum í stærstu og valda- mestu löndum heims sé gefin fall- einkunn með stuðningi við ýmis ólík utangarðsöf l. Við Donald Trump vestanhafs eða með Brex- it í Bretlandi. Podemos á Spáni og Syriza í Grikklandi eru utangarðs- f lokkar á vinstri vængnum sem breytt hafa pólitíska sviðinu í lönd- um sínum. Og Fimm stjörnuflokk- urinn illskilgreinanlegi, sem ítalski grínistinn Beppe Grillo stofnaði, hefur notið mikils fylgis. En um- rótið á þessum eftirkreppuárum snýst ekki aðeins um stuðning við nýja flokka. Óstöðugleiki ríkir á mörgum sviðum. Á Spáni ríkir nú stjórnarkreppa og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur lagt allt undir í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar. Aust- urríski frelsisflokkurinn hlaut nær helming atkvæða í umdeildum for- setakosningum sem þarf að endur- taka. Bandaríska þingið er óstarf- hæft vegna sundurlyndis og gífurleg óvissa ríkir á Bretlandi með SÓLTÚN KYNNIR öRYggIS- og þjÓNuSTuíbÚðIR Um íbúðirnar Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2 að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum. íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu í nágrenninu. Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu samband við okkur og bókaðu fund. Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is Po RT h ön nu n Til sölu fyrir 60 ára og eldri í Sóltúni 1-3, Reykjavík. Verð frá kr. 39.800.000. íbúðirnar verða afhentar vorið 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.