Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016
Flokkurinn Alternative für
Deutschland, eða AfD, hefur bætt
verulega við fylgi sitt í Þýskalandi
að undanförnu. Flokkurinn, sem
stofnaður var fyrir aðeins rúmum
þremur árum, rekur harða stefnu
gegn komu flóttamanna frá Sýr-
landi og öðrum stöðum. Formaður
flokksins hefur lagt til að ólögleg-
ir innflytjendur séu skotnir ef þeir
fara inn fyrir landamæri landsins.
Önnur stefnumál eru kunnugleg –
flokkurinn er á móti Evrópusam-
bandinu, evrunni og aðstoð við
Grikki. Og skoðanakannanir benda
til að AfD gæti orðið annar eða
þriðji stærsti flokkur Þýskalands
í þingkosningunum á næsta ári.
Þar með stærsti hægriöfgaflokkur
landsins síðan – já, þú giskaðir rétt
– sjálfur Nasistaflokkurinn.
Merkel í hættu
Staða Angelu Merkel kanslara hef-
ur verið fremur sterk á undan-
förnum árum. Þangað til núna.
Kosið var í nokkrum ríkjum Þýska-
lands um síðustu helgi. Í heima-
Árið er ekki 2016, heldur 8 e.k., 8 eftir kreppu
Einar tvísýnustu kosningar
sögunnar eru framundan
á Íslandi. Við erum ekki
ein á báti. Almenningur
um allan heim hefur horn
í síðu ráðandi afla. Sveiflur
og óstöðugleiki einkenna
kosningar hvarvetna.
Sitjandi ráðamenn eru æ
sjaldnar endurkjörnir. Þetta
er veruleikinn í heiminum
eftir fjármálahrunið 2008.
Fjármálasérfræðingurinn
Ruchir Sharma hefur búið
til hugtakið „fyrir kreppu
og eftir kreppu“ til að lýsa
þessum miklu umskipt-
um. Samkvæmt þessu
nýja tímatali er árið 8 eftir
kreppu og umrótið í heim-
inum virðist aðeins aukast:
Brexit, Trump, öfgaflokkar.
Sharma telur ástæðurnar
augljósar: Hægan bata eftir
2008, aukna misskiptingu
og minna samstarf ríkja.
Helgi Hrafn Guðmundsson
ritstjorn@frettatiminn.is
„Svona líta sigurvegarar út.“ Nýtt stjórnmálaafl í Þýskalandi, AfD, rekur harða
stefnu gegn innflytjendum. Flokkurinn mælist nú með meira fylgi en flokkur
Merkels kanslara. Formaðurinn, Frauke Petry til vinstri á myndinni, hefur lagt til
að lögregla skjóti á ólöglega innflytjendur á landamærum.
Árin eftir 2008 hafa ein-
kennst af miklu umróti
um allan heim. Atburðir
eins og Brexit skýrast af
lélegum efnahagsbata,
misskiptingu og ótta
við hnattvæðinguna,
ef marka má indverska
fjármálasérfræðinginn
Ruchir Sharma.
ríki kanslarans, Mecklenburg-Vor-
pommern, hlaut AfD, fleiri atkvæði
en Kristilegir demókratar, flokkur
Merkel. Þetta eru óvænt tíðindi
en þó dæmigerð fyrir þá sveiflu-
kennda tíma sem við lifum. Mar-
ine Le Pen, formaður franska þjóð-
ernisflokksins Front National, hefur
meira fylgi í skoðanakönnunum en
bæði Nicolas Sarkozy og Francois
Hollande, núverandi forseti. Sósía-
listaflokkur Hollande yrði nánast
þurrkaður út ef spár ganga eftir en
kosið verður á næsta ári.
Alls staðar umrót
Það kemur ekki lengur á óvart að
ráðandi öflum í stærstu og valda-
mestu löndum heims sé gefin fall-
einkunn með stuðningi við ýmis
ólík utangarðsöf l. Við Donald
Trump vestanhafs eða með Brex-
it í Bretlandi. Podemos á Spáni og
Syriza í Grikklandi eru utangarðs-
f lokkar á vinstri vængnum sem
breytt hafa pólitíska sviðinu í lönd-
um sínum. Og Fimm stjörnuflokk-
urinn illskilgreinanlegi, sem ítalski
grínistinn Beppe Grillo stofnaði,
hefur notið mikils fylgis. En um-
rótið á þessum eftirkreppuárum
snýst ekki aðeins um stuðning við
nýja flokka. Óstöðugleiki ríkir á
mörgum sviðum. Á Spáni ríkir nú
stjórnarkreppa og Matteo Renzi,
forsætisráðherra Ítalíu, hefur lagt
allt undir í þjóðaratkvæðagreiðslu
um stjórnarskrárbreytingar. Aust-
urríski frelsisflokkurinn hlaut nær
helming atkvæða í umdeildum for-
setakosningum sem þarf að endur-
taka. Bandaríska þingið er óstarf-
hæft vegna sundurlyndis og gífurleg
óvissa ríkir á Bretlandi með
SÓLTÚN KYNNIR
öRYggIS- og þjÓNuSTuíbÚðIR
Um íbúðirnar
Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja
íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2
að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar
suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk
þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum.
íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint
á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær
staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu
í nágrenninu.
Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar
upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu
samband við okkur og bókaðu fund.
Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík
Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is
Po
RT
h
ön
nu
n
Til sölu fyrir 60 ára og eldri
í Sóltúni 1-3, Reykjavík.
Verð frá kr. 39.800.000.
íbúðirnar verða afhentar vorið 2017