Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 15
| 15FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016
Þá tók við fjögurra ára tímabil
þar sem ég var aðallega á bótum
hjá Vinnumálastofnun. Á þeim
tíma bjó ég á Skemmuvegi á mjög
skrýtnu hóteli. Þarna bjó fólk frá
Póllandi, Úkraínu og Tælandi sem
var á einn eða annan hátt strandað
á Íslandi. Þarna voru 50 herbergi
og ég leigði eitt lítið á 30 þúsund
krónur á mánuði. Það var hægt að
fá stærri herbergi og borga meira.
Ég veit ekki hver átti þetta hótel
enda var það alltaf að skipta um
eigendur, ég held að það hafi farið
úr einu gjaldþrotinu í annað.“
Hömlulaust verbúðalíf
Ábúendur á þessum „strandstað“
á Skemmuvegi voru mikið óham-
ingjusamt fólk sem talaði ekki ís-
lensku og átti erfitt með að fóta sig
hérna, fjarri heimahögum sínum.
Það var mikið drukkið og slegist og
brestir sem kannski voru ekki sýni-
legir í þorpinu heima komu berlega
í ljós við þessar félagslegu aðstæð-
ur. Heima fyrir í Póllandi var þó
eitthvert fjölskyldunet og samfé-
lagslegt aðhald sem er ekki til stað-
ar á stað eins og þessum. „Fólk
hafði kannski komið til Íslands á
fölskum forsendum og komst héð-
an ekki aftur,“ segir Zbiegniew.
„Það skuldaði kannski heima og
var strand, vissi ekki hvort það var
að koma eða fara.“
Árið 2007 f luttu 11.300 Pól-
verjar til Íslands, samkvæmt töl-
um Hagstofunnar, en líklega voru
þeir fleiri því margir komu hingað
í gegnum undirverktaka og voru
því aldrei skráðir inn í landið.
Paradísin á Íslandi
23. desember árið 2007, á besta út-
sendingartíma pólska sjónvarps-
ins, birtist ítarleg umfjöllun á
stærstu sjónvarpsstöðinni, TVN,
um paradísareyjuna Ísland í frétta-
skýringaþættinum Fakty. Þar lýsti
fréttamaðurinn Cezary Grochota
Íslandi sem velmegunarríki þar
sem hunang drypi af hverju strái.
Heilbrigðis- og menntakerfið væri
aldeilis frábært og ókeypis fyrir
alla, mánaðarlaunin 4 milljón-
Zbiegniew segir líf sitt hafa breyst
við það að eignast fjölskyldu. Ef hann
væri einn gæti hann sofið á bekk eða
í gluggalausum kjallara. En hann vill
finna börnum sínum öruggan stað og
vill ekki bjóða þeim upp á eílífa flutn-
inga, frá einum stað á annan.
Sölusýning í dag
frá kl. 10 til 16.
Í dag, laugardag, efnum við
til sölusýningar í verslun okkar,
Nóatúni 4.
Þar gefst tækifæri til að skoða það nýjasta
sem við bjóðum. Meðal annars nýja tækni
í kæliskápum, „hyperFresh“ frá Siemens og
„VitaFresh“ frá Bosch. Með þessari nýju tækni
heldur kæliskápurinn ávöxtum, grænmeti og
nýjum kjötvörum ferskum allt að tvisvar til
þrisvar sinnum lengur en venjulega.
Veldu ferskari matvæli og minni matarsóun.
Fjöldi tilboða í tilefni dagsins.
Veittur verður afsláttur af öllum vörum sem
ekki eru á Tækifærisverði.
Komið og njótið dagsins með okkur!
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
Sölu-
s ý n i n g
Sérblað um
Vetrarferðir
auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300
Þann 16. september