Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016 GOTT UM HELGINA Kjólagjörningur Thoru Það eru ekki allir sem standa fyrir níu mánaða kjólagjörningi en að gerði Thora Karlsdottir frá mars og fram í desember 2015. Áskorunin þarfnað- ist úthalds og elju: Að klæða sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæðast kjól til allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu mánuði. Allir komu kjólarnir frá fólki sem gaf þá í nafni listarinnar en Björn Jóns- son tók daglega ljósmyndir af Thoru í kjól. Í sameiningu gefa þau út bók um kjólagjörninginn. Sýning um þetta verkefni er líka afrakstur þess sem nú stendur til að sýna. Hvar? Ketilhúsinu, Listasafninu á Akureyri. Hvenær? Opnun í dag kl. 15. Að perla saman er góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Annar hver laugardagur er sérstaklega helgað- ur fjölskyldunni í Borgarbókasafn- inu í Kringlunni. Allt efni á staðn- um og ungir og gamlir velkomnir. Ímyndunaraflið og litagleðin er allt sem þarf. Hvar? Borgarbókasafninu í Kringlunni. Hvenær? Í dag klukkan 13.30. Hamingjustund og hátíska II Að uppfæra fataskápinn á ekki endilega að vera erfitt eða rándýrt, sumir eru nefnilega alltaf að færa til flíkur og losa sig við þær. Hvers konar markaðir hafa dafnað vel í Reykjavík á undanförnum árum. Tequila Club stelpurnar eru mikl- ar tískudrósir og halda nú fata- markað sinn í annað sinn. Flíkurn- ar eru víst fallegri en nokkru sinni og skótauið er víst alveg „sick“ og fæst á slikk. Hvar? Loft Hostel, Bankastræti. Hvenær? Í dag milli kl. 13 og 18. Hvað kostar? Fatnaðurinn kostar eitthvað. Enginn posi en hægt að borga með aur appinu. Innrás úr austri Þrjár austfirskar hljómsveit- ir halda tónleika í Hörpu. Það eru sveitirnar Dútl, Vax og Fura. Auk þess er boðið upp á svokallað Blind ferðalag í hug- anum en þar fara sagnaþulan Berglind Ósk, gítarleikarinn Jón Hilmar og hljóðlistamaður- inn Guðjón Birgir með áheyr- endur í sérstakt ferðalag þar sem gestir eru með bundið fyr- ir augun. Hljómsveitirnar þrjár leika síð- an blús-, rokk- og elektróníska tónlist. Allt í bland. Hvar? Harpa Hvenær? Hvað kostar? 4900 kr. Smásögur frá Partus Eftir að hafa notið hamingju- stunda og hátísku á Loft Hostel er allt í lagi að ílengjast þar. Við tekur útgáfuhóf á vegum útgáf- unnar Partus sem færir lesendum nú tvö ný verk í smásagnaröð- inni Meðgöngumál. Júlía Margrét Einarsdóttir sem sendir frá sér smásöguna „Grandagallerí“ og Þórdís Helgadóttir smásöguna „Út á milli rimlanna“. Partus útgáfan gefur bæði út Meðgönguljóð og Meðgöngumál, en hægt er að ger- ast áskrifandi bæði að ljóðum og sögum. Hvar? Loft Hostel Hvenær? Í dag kl. 18. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Stórmerkilegri myndlistarsýn- ingu Þórunnar Elísabetar Sveins- dóttur, sem er í sýningarými hjá Listamenn Gallerý á Skúlagötu, lýkur um helgina. Tóta, en flestir þekkja hana undir því nafni, mun taka á móti gestum báða dagana, laugardag og sunnudag. Tóta, sem er jöfnum höndum búninga- og leikmyndahönnuður og vann við leikmyndirnar fyrir Ófærð, Eiðinn og núna síðast sjónvarpsþáttaröð- ina um kvennafangelsið, hefur jafnframt haldið margar sýningar á myndlist sinni í gegnum árin. Minnisstæðust er kannski mynd- listarsýning hennar „Lauslega far- ið með staðreyndir“ í Hafnarborg um árið. Sýningu sína í Listamenn Gall- erý kallar hún „Töluvert“, og er Tóta aftur að vinna með tölur, blúndur, garn, gólffjalir, nagla og aðra fundna hluti sem hún um- breytir í sjálflýsandi hjörtu eða líf sem er frekar neðansjávar en á yfirborðinu. Bláa litinn í verk- inu „Hafgúan“ segist Tóta hafa séð í eldhúsi Gísla á Uppsölum. Á þennan bláa flöt, sem er sjórinn við Grindavík, spinnur hún síðan hið eilífa hjarta úr netadræsum og köðlum sem hafa velkst um í sjón- um. Frá vöruhúsi í Frakklandi fékk Tóta koffort af glitrandi tvinna, einhverskonar jól í kofforti. Úr þessum tvinna eða vír spinnur hún stór sjálflýsandi hjörtu sem aldrei slokkna og maurildi sem er ljósfyrirbærið frá þörungum á hafsbotninum. Sýningin er dular- fullt ævintýri, neðansjávar eða hugarheimur listakonunnar sem best er að fá Tótu sjálfa til þess að leiða sig í gegnum núna um helgina. Perlað af list Perlur, naglar og tvinni í hjarta Tótu Listakonan Þórunn Elísabet verður viðstödd sýningu sína „Töluvert“ um helgina í Listamenn Gallerý. Hún ætlar að taka á móti gestum sínum og leiða þá í gegnum veröld þar sem hjörtun glóa töluvert. Gjörningurinn til skoðunar í NÝLÓ Myndlistarkonurnar Maja Bekan og Gunndís Ýr Finnbogadóttir opna sýningu í NÝLÓ sem þær kalla Reasons to Perform: Always, Always, Always: Look for the Answer, 2016. Sýningin er í safneignarrými safnsins þar sem myndlistarmenn skoða og endurmeta hina merku safneign þess sem safnast hefur upp frá því að safnið var stofnað árið 1978 af hópi listamanna. Gunndís og Maja hafa í sýning- unni unnið út frá heimildum úr sérstöku gjörningaarkífi safnsins sem geymir heimildir um gjörn- inga sem eitt sinn fóru fram. Þær Gunndís og Maja hafa unnið lengi saman og þá ekki síst með hjálp tækninnar, í gegnum tölvupóst og Skype. Þær halda líka nokkuð nákvæma skrá um hvernig þær hugleiða listina, saman og í sitt hvoru lagi. Hvar? NÝLÓ Hvenær? Opnun í dag klukkan 15. Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á okkarbakari.is THE ROLLING STONE S HARPA 24. SEP TEMBER · HOF 1 . OKTÓBER FORTY lIcks FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR DAVID BOWIE IN MEMORIAN POPPLAND / RUV & HEIÐURSTÓNLEIKA THE BEATLES MIÐASALA Í FULLUM GANGI Á TIX.IS Sérblað um Vetrarferðir auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 Þann 16. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.