Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 56
F æðingarorlofið fer auð- vitað að mestu leyti í að kynnast nýfædd- um einstaklingnum, hugsa um hann og reyna að nota stundir milli stríða til að hvílast. Þannig ætti það að minnsta kosti að vera. En það get- ur verið gott, bæði fyrir móður og barn, að fara eitthvað út af heimil- inu, hitta annað fólk og rækta sál og líkama. Að fara í göngutúra með barna- vagninn er eitthvað sem hægt er að byrja að gera um leið og barnið nær ákveðinni þyngd. Það er einföld og góð líkamsrækt fyrir móðurina og sum börn sofa aldrei betur en þegar þau eru keyrð um í vagni. Margar kirkjur bjóða upp á svokallaða mömmu- eða for- eldramorgna, þar sem foreldrar og börn geta komið saman og hitt aðra foreldra og börn. Það er öll- um foreldrum hollt að hitta annað fullorðið fólk í fæðingarorlofinu, sérstaklega fullorðið fólk í sömu aðstæðum Ungbarnasund er sívinsælt og skemmtilegt bæði fyrir foreldra og börn. Það er gott fyrir börn að kynnast vatninu snemma, fá að sprikla og fara í kaf. Tónagull býður upp á tónlist- arnámskeið fyrir börn allt frá 6 mánaða aldri. En þar koma foreldrar og börn saman syngja, dansa og spila á hljóðfæri. Foreldrabíó er reglulega í boði í kvikmyndahúsunum. Sýningarn- ar eru þá haldnar á morgnana, smá ljóstýra er í salnum, hljóðið er lægra og enginn kippir sér upp við barnsgrát og brjóstagjöf. Mömmuleikfimi og jóga er tilvalið fyrir móður til að koma sér af stað í hreyfingu eftir barnsburð. En þar eru börnin velkomin og taka jafn- vel þátt í æfingum. Gott er samt að hafa í huga að fara ekki of geyst af stað. Skemmtileg afþreying í fæðingarorlofinu Foreldrar og börn hafa gott af því að fara út úr húsi og hitta annað fólk. N iðurstöður rannsóknar sem birtist í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins sýna fram á að mataræði barns- hafandi kvenna fullnægir ekki þörf fyrir næringar- efni sem gegna lykilhlut- verki við fósturþroska. En þá er sérstaklega átt við joð, D-vítamín og DHA. Einungis 20 prósent kvenna sem tóku þátt í rannsókn- inni náðu lágmarksviðmiðum trefjaneyslu, sem eru 25 grömm á dag. Þá veitti viðbættur sykur að jafnaði 12 prósent af heildarorku fæðisins. Í rannsókninni reyndist al- mennt ekki vera mikill munur á mataræði kvenna sem voru í kjör- þyngd og þeirra sem voru of feitar áður en þær urðu barnshafandi. Hins vegar benda niðurstöðurn- ar til þess að konur í kjörþyngd fyrir meðgöngu neyti ívið minna af óhollum fæðutegundum á borð við gos- og svaladrykki og snakk. En ljóst er af þessum niðurstöðum að huga þarf betur að fæðuvali kvenna fyrir og á meðgöngu, ekki síst kvenna yfir kjörþyngd. Vantar næringarefni sem gegna lykilhlutverki Huga þarf betur að mataræði kvenna fyrir og á meðgöngu. LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 20164 HEILSA MÓÐUR & BARNS Fæst í apótekum, Lyfju, Apótekið, Lyf og Heilsu, Apótekarinn, Fjararkaupum, verslunum Hagkaupa, 10-11 og Iceland Engihjalla. balsam.is Það hefur aldrei verið auðveldara að fá börnin með sér í lið… Nauðsynleg vítamín fyrir litla kroppa sem eru að stækka og þroskast frá degi til dags. Henta öllum börnum frá 3 ára aldri. Nú er ekkert mál að taka inn vítamín því þau eru lostæti Bragðgóð, skemmtileg og hressandi gúmmívítamín fyrir klára krakka Glúten FRÍTT Soja FRÍTT ENGIN mjólkENG AR hnet ur ENGIN egg www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.