Fréttatíminn - 25.11.2016, Qupperneq 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016
sushisamba.is
HOT MAGURO RÚLLA
Ljúffengar rækjur, gómsætur
túnfiskur, mjúkt avókadó,
spicy jalapeno mayo og
kimchee ... fáránlega góð!
Djúsí
Sushi
Líkamsárás Maðurinn sem
höfuðkúpubraut föður sinn á Höfn
í Hornafirði fyrir viku hefði átt að
sitja í fangelsi vegna annarra mála,
en var á biðlista eftir fangelsisvist.
Lögregla segir grafalvarlegt að
tafir séu á að brotamönnum sé
stungið inn. Íbúar á Höfn voru
skíthræddir við árásarmanninn.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Koma hefði mátt í veg fyrir lík-
amsárásina á Höfn í Hornafirði því
árásarmaðurinn var nýlega dæmd-
ur til tveggja mánaða fangelsisrefs-
ingar fyrir önnur brot. Hann var á
biðlista eftir fangelsisvist. Auk þess
hefur hann verið ákærður fyrir
fíkniefnaræktun og verður það mál
tekið fyrir hjá héraðsdómi Austur-
lands.
Maðurinn er 32 ára gamall og
réðist lífshættulega að föður sínum
þann 17. nóvember. Lögregla var
kölluð að heimili feðganna á Höfn
í Hornafirði og var faðirinn þá svo
illa leikinn eftir soninn að hann var
fluttur til Reykjavíkur með þyrlu.
Maðurinn hafði lamið föður sinn
ítrekað í höfuðið svo höfuðkúpan
brotnaði og tvísýnt er um sjón hans.
Hann er þó ekki í lífshættu. Vegna
áverkanna var faðirinn ekki í líkam-
legu ástandi fyrir yfirheyrslu fyrr en
í gær, en hún fór fram á Landspítal-
anum.
Árásarmaðurinn gengst við brot-
unum og faðir hans hefur fengið
skipaðan réttargæslumann til að
gæta hagsmuna sinna, enda talið að
um alvarlegt heimilisofbeldi sé að
ræða.
Íbúar á Höfn lýsa í samtölum við
Fréttatímann að mikil ógn hafi staf-
að af manninum, sérstaklega þegar
hann var undir áhrifum vímuefna.
Hann á áralanga sögu um ofbeldi,
fíkniefni og þjófnað og hefur lög-
regla þurft að hafa afskipti af hon-
um margoft.
Samkvæmt heimildum Frétta-
tímans var manninum stungið inn
á Litla-Hraun strax eftir árásina og
hefur því formlega hafið afplán-
un á eldra máli. Hann bíður nú
dómsmeðferðar á fíkniefnaræktun
og auk þess má búast við að hann
verði ákærður fyrir alvarlega líkams-
árás á föður sinn.
„Það er grafalvarleg staða að fólk
sé á biðlistum eftir afplánun. Bæði
er það slæmt fyrir fólkið sjálft, að
fá ekki að klára sín mál, og svo er
það alvarlegt þegar um er að ræða
brotamenn sem eru varasamir um-
hverfinu,“ segir Elís Kjartansson,
lögreglufulltrúi rannsóknardeildar
á Suðurlandi.
Árásarmaðurinn á Höfn hefði átt að vera í fangelsi
Elís Kjartansson,
lögreglufulltrúi á
Suðurlandi, segir
alvarlegt að dæmd-
um mönnum sé ekki
stungið inn.
Afar líklegt er að
sýknudómi yfir Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni
í Aurum-málinu
verði áfrýjað til
Hæstaréttar Íslands.
Ásgeir Magnússon
segir að bygging
hótelsins sé hluti af
mikilli uppbyggingu
í Vík.
Landhelgisgæslan þurfti að sækja föður
árásarmannsins. Hann var höfuðkúpu-
brotinn eftir árásina. Mynd | LHG
Viðskipti Xinglin Zu, sem vill
byggja 100 herbergja hótel í Vík í
Mýrdal, gefur ekki upp nöfn með-
fjárfesta sinna og segir viðskiptin
vera trúnaðarmál. Ferðaþjónustu-
fyrirtækið, sem sækir um lóðina í
Vík, var stofnað í fyrra en var með
litlar tekjur.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
„Hvar fékkstu þessar upplýsingar?
Þetta á að vera trúnaðarmál eins
og er. Á þessu augnabliki vil ég
ekkert segja um verkefnið,“ seg-
ir Xinglin Zu, kínverskur fjárfestir
sem hefur verið búsettur á Íslandi
um nokkurra ára skeið, sem hyggst
reisa 100 herbergja hótel í Vík í Mýr-
dal. Xinglin rekur ferðaþjónustufyr-
irtæki á Íslandi sem heitir 9xing ehf.
og hefur þetta fyrirtæki sótt um leyfi
hjá bæjaryfirvöldum í Vík í Mýrdal
til að reisa hótelið. Fréttastofa RÚV
sagði frá því þriðjudaginn að um-
sókn um bygginguna hefði borist frá
Xinglin. Fjárfestirinn vill ekki svara
því hvort einhverjir aðrir séu með
honum í fjárfestingunni.
Bygging hótelsins mun kosta á
bilinu einn til einn og hálfan millj-
arð króna ef af henni verður, að
sögn Ásgeirs Magnússonar, sveitar-
stjóra í Vík í Mýrdal. „Hann segir í
sinni umsókn að fleiri muni koma
að þessu með honum í framhaldinu
ef af verður. Mér dettur ekki í hug
að hann taki þessa peninga undan
koddanum.“
Ferðaþjónustufyrirtæki Xinglins
var stofnað í fyrra en ekki var mik-
ill rekstur í því það árið, samkvæmt
ársreikningi þess. Fyrirtækið seldi
þjónustu fyrir einungis 165 þúsund
krónur og tapaði 178 þúsundum.
Einu eignir félagsins voru rúmlega
Leynd yfir fjárfestingum
Kínverja í Vík í Mýrdal
Kínverskur fjárfestir, sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, vill byggja 100
herbergja hótel í Vík í Mýrdal. Fjárfestirinn vill ekki gefa upp hverjir standa að
verkefninu með honum.
Umsvif kínverska ríkisins á Íslandi
hafa einnig aukist talsvert á liðnum
árum og má meðal annars nefna
fjárfestingu í nýju og miklu stærra
sendiráði við Skúlagötu í Reykjavík
sem vakti alþjóðlega athygli árið
2012. Sérfræðingur um málefni
Grænlands, Damien Degeorges,
spurði meðal annars að því í blaðinu
International Herald Tribune hvort
aukin umsvif Kína á Íslandi tengdust
áhuga þeirra á að komast til áhrifa
á Grænlandi og norðurslóðum og
minntist hann á komu ísbrjótsins
Snædrekans til Íslands um sumar-
ið 2012.
„Sveitarstjórn Víkur tók um-
sókn 9xing ehf. fyrir á fundi sínum
á fimmtudaginn en Fréttatíminn
fékk ekki upplýsingar um niður-
stöðu fundarins áður en blaðið fór
í prentun. “
320 þúsund króna hlutafé og það
skuldaði sjö þúsund krónur. Ljóst
er að fyrirtækið hefur varla fjár-
hagslegt bolmagn, miðað við þess-
ar tölur, til að ráðast í fjárfestingu í
hóteli upp á einn til einn og hálfan
milljarð króna.
Mikil sprenging hefur orðið í
komu kínverskra ferðamanna til
Íslands á liðnum árum og fór fjöldi
þeirra til dæmis úr rúmlega 26 þús-
und árið 2014 og upp í tæplega 48
þúsund í fyrra og gæti Xinglin með-
al annars verið að horfa til þessa.
Dómsmál - Lárus Welding og
Magnús Arnar dæmdir í Aurum-
málinu. 18 af 20 hrunmálum
hefur verið áfrýjað til Hæstarétt-
ar Íslands.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Yfirgnæfandi líkur eru á því að
sýknudómi yfir Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni í Aurum-málinu verði áfrýj-
að til Hæstaréttar Íslands. Í átján af
þeim tuttugu málum sem embætti
héraðssaksóknara, áður sérstaks
saksóknara, hefur höfðað vegna
efnahagsbrota sem tengdust hrun-
inu hefur niðurstöðu héraðsdóms
verið áfrýjað til Hæstaréttar. Dóm-
ur féll í málinu í gær, fimmtudag.
Saksóknarinn í málinu, Ólafur
Hauksson, krafðist fjögurra ára
fangelsisvistar yfir Jóni Ásgeiri í
málinu sem snýst um sex milljarða
króna lánveitingu út úr Glitni um
sumarið 2008. Lánið var notað til
að kaupa bresku skartgripakeðjuna
Aurum af eignarhaldsfélagi Pálma
Haraldssonar, Fons ehf., og rann
einn milljarður af peningunum til
félags í eigu Jóns Ásgeirs. Jón Ás geir
var einn stærsti hluthafi Glitnis á
þessum tíma og beitti hann áhrif-
um sínum innan bankans til að fá
Lárus Welding bankastjóra til að
veita lánið.
Lárus Welding var hins vegar
dæmdur í fangelsi í eitt ár í málinu
sem og Magnús Arnar Arngríms-
son, sem var framkvæmdastjóri fyr-
irtækjasviðs Glitnis, en hann hlaut
tveggja ára dóm. Bjarni Jóhannes-
son var einnig sýknaður í málinu,
eins og Jón Ásgeir.
Ólafur Hauksson segir í sam-
tali við Fréttatímann að hann geti
ekki tjáð sig um hvort málinu verði
áfrýjað þar sem embætti ríkissak-
sóknara taki ákvörðun um það.
Hann vill heldur ekki tjá sig um
dóminn í málinu almennt séð.
Miðað við fyrri dóma í málum
sem tengjast hruninu má hins vegar
nánast fullyrða að því verði áfrýjað.
Yfirgnæfandi líkur að saksóknari
áfrýi sýknudómi Jóns Ásgeirs
Stjórnmál Stjórnmálaforingjar
reyna að finna flöt á samstarfi
á milli flokka, en það glittir í
stjórnarkreppu vegna tregðu við
að mynda ríkisstjórn.
„Ég hef ekki setið á neinum leyni-
fundum,“ segir Óttarr Proppé,
formaður Bjartrar framtíðar, en
þreifingar voru á Alþingi í gær um
myndun ríkisstjórnar eftir að það
slitnaði upp úr viðræðum flokk-
anna fimm á miðvikudaginn. Þá
herma heimildir að Framsókn sé
algjörlega út úr myndinni þar sem
Píratar hafa útilokað samstarf við
flokkinn með afgerandi hætti. Það
þýðir að möguleikunum fækkar
verulega og snúið að mynda ríkis-
stjórn á vinstri vængnum.
Eftir því var tekið að Benedikt
Jóhannesson fór einn á fund með
Katrínu Jakobsdóttur og tilkynnti
um að hann teldi ekki grundvöll
fyrir samstarfi á miðvikudaginn en
Óttar segir ekkert hafa breyst þeirra
á milli.
Nokkur óvissa ríkti á göngum
Alþingis í gær, en Brynjar Níels-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins sagði um stöðuna í gær: „Það er
allsherjarþukl í gangi.“
Formaður Samfylkingarinnar,
Logi Einarsson, sagðist ekki hafa
rætt við aðra formenn í gær og að
hugmyndir um viðræður á milli
VG, Sjálfstæðisflokks og Samfylk-
ingarinnar væru lítið annað en hug-
myndir á þessu stigi.
Samkvæmt heimildum Fréttatím-
ans stóð til að halda þingflokksfund
í gærkvöldi hjá VG, þar sem næstu
skref væru ákveðin. Meðal annars
hvort það ætti að skila umboðinu.
| vg
Allsherjaþukl á þingi
Óttarr Proppé segir ekkert hafa breyst á milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.
Mynd | Hari