Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 25.11.2016, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 25.11.2016, Qupperneq 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 Bandaríkin 38.9% Frakkland 34.4% Belgía 34.0% Ítalía 31.3% Þýskaland 30.2% Ástralía 30.0% Japan 30.0% Mexíkó 30.0% Portúgal 29.5% Lúxemborg 29.2% Grikkland 29.0% Nýja Sjáland 28.0% Kanada 26.7% Austurríki 25.0% Ísrael 25.0% Holland 25.0% Noregur 25.0% Spánn 25.0% Kórea 24.2% Chile 24.0% Danmörk 22.0% Slóvakía 22.0% Svíþjóð 22.0% Sviss 21.2% Eistland 20.0% Finnland 20.0% ÍSLAND 20.0% Tyrkland 20.0% Bretland 20.0% Tékkland 19.0% Ungverjaland 19.0% Pólland 19.0% Slóvenía 17.0% Lettland 15.0% Írland 12.5% Tekjuskattur fyrirtækja Írland 51.0% Frakkland 44.0% Danmörk 42.0% Kanada 39.3% Kórea 35.4% Ísrael 32.0% Bretland 30.6% Svíþjóð 30.0% Finnland 28.9% Noregur 28.8% Bandaríkin 28.5% Portúgal 28.0% Ástralía 27.1% Belgía 27.0% Þýskaland 26.4% Ítalía 26.0% Austurríki 25.0% Holland 25.0% Slóvenía 25.0% Spánn 23.0% Sviss 21.1% Chile 21.1% Japan 20.3% ÍSLAND 20.0% Lúxemborg 20.0% Pólland 19.0% Tyrkland 17.5% Mexíkó 17.1% Tékkland 15.0% Ungverjaland 15.0% Grikkland 10.0% Lettland 10.0% Nýja Sjáland 9.9% Eistland 0.0% Slóvakía 0.0% Fjármagnstekjuskattur www.husgagnahollin.is 558 1100 FRIDAY BLACK EXTRA AF VÖLDUM VÖRUM BLACK FRIDAY 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM* * Gildir ekki ofan á önnur tilboð, t.d. ef vara er fyrir á jólaverði eða -tilboði og ekki af Skovby EINUNGIS Í DAG REYKJAVÍK – AKUREYRI – ÍSAFJÖRÐUR OPIÐ TIL KL. 22.00 & NATUZZI EDITIONS B940 vandaður tungusófi. Hægri eða vinstri tunga.Svart vandað leður. Stærð: 310 x 160 x 97 cm 474.995 kr. 949.990 kr. AFSLÁTTUR 50% BLACK FRIDAY EXTRA LIF Borðstofustóll. Grátt stungið áklæði. 9.995 kr. 19.990 kr. 17.490 kr. 24.990 kr. FREYJA Borðstofustóll, svart PU leður með viðarfótum. AFSLÁTTUR 50% BLACK FRIDAY EXTRA AFSLÁTTUR 50% BLACK FRIDAY EXTRA Skattar Þrátt fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts eftir Hrun er þessi skattur með lægra móti á Íslandi í samanburði við lönd Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD. Ekkert land Vestur- -Evrópu innheimtir lægra hlutfall fjármagsntekna en Ísland. Þótt samanburður á skattprósent- unni gefi ekki fullkomna mynd á skattheimtu milli landa má vera ljóst að fjármagnseigendur á Íslandi búa ekki við harða skattheimtu. Þvert á móti sést af samanburðin- um að skattheimtan á Íslandi er veik, líkari því sem finna má í lönd- um Austur-Evrópu en í nágranna- löndum Íslands. Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá er skattprósentan 28,8 prósent í Noregi, 28,9 prósent í Finnlandi, 30 prósent í Svíþjóð og 42 prósent í Danmörku, jafn há skatti á launatekjur. Útreikningur- inn er ekki fullkomlega sambærileg- ur milli landa og misjafnt hvernig frádráttur kostnaðar og verðbólgu spilar á móti skattprósentunni. Eft- ir sem áður er ljóst að skattheimta á Íslandi á fjármagnstekjur er veikari en á Norðurlöndunum. Fyrir Hrun var fjarmagnstekju- skattur aðeins 10 prósent. Það var vinstri stjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur sem hækkaði skatt- prósentuna upp í 20 prósent. Sú ákvörðun var mjög í takt við það sem gerðist í öðrum löndum. Það var einn af lærdómum Hrunsins að skattaafslættir til efnafólks og fyrir- tækja grófu undan samfélögunum. Meðal landa sem hækkuðu skatt- prósentu fjármagnstekjuskatt meira en Íslendingar frá 2008 má nefna Kanada, Frakkland, Ítalíu, Belgíu og Japan. | gse Lágur fjármagnstekjuskattur á Íslandi Fjármagnstekjuskattur í löndum OECD. Skattprósentan er í lægra meðaltali á Íslandi. Ekkert Vestur-Evrópuland er með lægri skattprósentu en Ísland. Skattar Þar sem fráfarandi rík- isstjórnarflokkar gengu á síðustu vikum fyrir kosningar frá lögum og samningum sem auka útgjöld ríkissjóðs um mörg þúsund milljónir er ljóst að svigrúm til aðkallandi innviðauppbyggingar í heilbrigðs-, mennta- og vel- ferðarkerfi er minna en látið var í veðri vaka í kosningabaráttunni. Af þeim sökum urðu skattamál helsta umfjöllunarefnið í stjórn- armyndunarviðræðunum, mál sem voru lítið sem ekkert rædd í kosningabaráttunni. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Til að mæta vaxandi kröfum lands- manna um aukin framlög til heil- brigðismála og uppbyggingu inn- viða víða um samfélagið þarf að fjármagna þær. Ríkið hefur ýms- ar leiðir til að útvega sér fé. Það getur hækkað skatta, tekið lán eða selt eignir. Skatta er hægt að hækka beint með hækkun skatt- prósentunnar eða óbeint með því að hleypa verðbólgu gegnum hag- kerfið án þess að breyta skattpró- sentum, persónuafslætti og öðr- um viðmiðunum í takt við hækkun launa. Þetta er algengasta leið rík- isstjórna til tekjuöflunar, einskonar hljóðlaus hækkun. Slík hljóðlaus hækkun skatta leggst ætíð verst á þá sem hafa lægri meðallaun og lægstu laun. Persónuafsláttur og bætur sem verja hina lægst launuðu fyrir óhóf- legri skattheimtu hrörna og veikj- ast. Lítil stemming fyrir sölu eigna Þar sem lítil stemning er fyrir auk- inni skuldasöfnun ríkissjóðs og í raun eru fáir kostir um stórfellda sölu á ríkiseignum. Bæði er að eignasala nýtur ekki mikils stuðn- ings úti í samfélaginu og það eru fáir kaupendur sem hafa bolmagn til að kaupa dýrar eignir. Þótt það skorti svo sem ekki stöndugt fólk á Íslandi eru hér ekki margir aðil- ar sem ráða við að fjármagna kaup á ríkisbönkum eða Landsvirkjun. Nema lífeyrissjóðirnir. En fjár- festingar þeirra innanlands eru þegar komnar upp að þolmörk- um. Bæði vegna stærðar þeirra í íslensku atvinnulífi og hagkerfi og eins vegna þess að til lengri tíma er sjóðunum hagkvæmara að fjárfesta erlendis og öruggara fyrir hagkerfið sem heild. Sérstakt skattkerfi Eftir skattalækkanir á fyrirtæki og efnafólk á Davíðstímanum svo- kallaða varð íslenska skattkerf- ið nokkuð sérstakt og ólíkt því sem tíðkaðist í þeim löndum sem við bárum okkur helst saman við. Skattar á fyrirtæki og fjármagn og var með því lægsta sem þekktist í okkar heimshluta á meðan skattar á launafólk héldust í námunda við það sem launafólk í næstu löndum borgaði. Í sumum tilfellum hærri, ekki síst ef tekið er tillit til vægi líf- eyrissjóðsiðgjalda, sem eru miklum mun hærri á Íslandi en annars stað- ar og standa undir lífeyriskostnaði sem víða er að nokkru eða miklu leyti greiddur af skattfé. Annað einkenni íslenska kerfisins er hversu óbeinir skattar eru háir. Hér vegur virðisaukaskattur og aðr- ir slíkir skattar þungt á meðan bein- ir skattar vega minna. Þetta hefur ýmsar afleiðingar. Til dæmis þær að tekjujöfnunaráhrif skattkerfis- ins eru hér lítil og minni en víðast í nágrenni við okkur. Ekki sleppt og haldið Vegna byrða launþega af lífeyrisið- gjöldum og þar sem skattprósentan á launatekjur er hér há og almenn skattbyrði á launafólk viðlíka há eða hærri en í nágrannalöndun- um er ekkert svigrúm til að hækka almennan tekjuskatt. Svigrúmið er hins vegar miklum mun meira þegar kemur að sköttum á fyrir- tæki, fjármagnstekjur og hæstu launatekjur. Á þessum sviðum Skattar á fyrirtæki eru lágir á Íslandi innheimta íslensk stjórnvöld lægri skatt en víðast hvar í nágranna- löndunum. Kannski má segja að þetta sé klemman sem íslensk stjórnvöld eru í. Það er vaxandi krafa um það í samfélaginu að grunnkerfi samfé- lagsins verði svipuð og í nágranna- löndum okkar; heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi. Krafan fyrir Hrun snerist hins vegar um að skapa ís- lenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra jafngóðar aðstæður og helst betri en í nágrannalöndunum. Með því að létta skattbyrðunum af fyr- irtækjum og efnafólki grefst hins vegar undan grunnkerfunum. Það er ekki hægt að byggja þau upp svo þau verði lík því sem þekkist í næstu löndum nema aðlaga skattkerfið að því sem aðrar þjóðir búa við. Fyrirtækjaskattar eru enn lágir á Íslandi þótt skattprósentan hafi verið hækkuð úr 15 prósentum í 20 prósent af ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur 2009. Skattprósentan er ekki lægri í okkar heimshluta ef undan er skilið Írland, sem stendur nú í deilum við Evrópusambandið og OECD vegna undir- boða á sköttum til fyrirtækja. Ef Írar hækka ekki skatta á fyrirtæki eiga þeir á hættu að Írland verði skilgreint sem aflandseyja. Skattprósentan er sú sama á Íslandi og á Bretlandi og í Finnlandi, eilítið lægri en í Danmörku og Svíþjóð og nokkuð lægri en í Noregi og Hollandi of miklum mun lægri en í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og Kanada. Svo dæmi séu tekin. Það voru fleiri þjóðir en Íslendingar sem hækkuðu skattprósentu tekjuskatts fyrirtækja eftir Hrun; til dæmis Þýskaland, Sviss, Kanada og Bandaríkin. Á móti kemur að nokkur lönd lækkuðu skatta á fyrirtækja í anda efnahagsstefnu, sem boðar að slíkt muni efla atvinnulíf og hagvöxt. Það voru hins vegar lönd þar sem skattprósentan var 25 til 30 prósent, langt fyrir ofan þau 20 prósent sem Íslendingar innheimta af fyrirtækjum í dag. Meginástæða þess að Viðreisn treysti sér ekki í frekara samtal við VG, Samfylk- ingu og Pírata var ótti við skattahækkanir. Benedikt Jóhannesson, formaður Við- reisnar, tók undir með þingmönnum flokksins sem höfðu lýst því yfir að Viðreisn gæti ekki kyngt umtalsverður skattahækkunum. Mynd | Hari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.