Fréttatíminn - 25.11.2016, Page 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016
7.999 kr.
KÖBEN f rá
T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7
6.999 kr.
LONDON f rá
T í m a b i l : f e b rú a r - m a í 2 0 1 7
7.999 kr.
BRISTOL f rá
T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - f e b rú a r 2 0 1 7
7.999 kr.
EDINBORG f rá
T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7
9.999 kr.
DUBLIN f rá
T í m a b i l : j a n ú a r - m a í 2 0 1 7
WOW!
Fjólublár
föstudagur!
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
20% afsláttur
Fáðu enn lægra verð!
TIL ALLRA WOWFANGASTAÐA
um það hvernig Landsbankinn
hefði verðmetið félagið fyrir söluna
og fékk í hendur það verðmat sem
framkvæmdastjóri Vestia kynnti
fyrir stjórn þess félags með minn-
isblaði frá 9. júní 2010. Annað
verðmat lá ekki fyrir. Einungis ein
aðferð var notuð við gerð verðmats-
ins, þ.e. núvirt áætlað sjóðstreymi
samstæðunnar (e. Discounted Cash
Flow), og var það í samræmi við
starfsreglur Vestia frá 2009. Niður-
staða þess mats var sú að heildar-
virði hlutafjárins væri 66 m. evra
(10,3 ma.kr.).“ Þá voru aðrar eign-
ir Vestia, meðal annars hlutabréf í
Húsasmiðjunni, einnig seld í lokuðu
söluferli.
Bankinn lærði ekki af reynslunni
Eitt af því sem vekur athygli í skýr-
slu Ríkisendurskoðunar er hversu
oft Landsbankinn vék frá þeirri
reglu sinni að selja þær eignir sem
bankinn yfirtók í opnu og gagnsæju
söluferli. Langmest af eignunum
sem bankinn yfirtók eftir efna-
hagshrunið voru minni eignir eins
og íbúðir, bílar og slíkar eignir
einstaklinga. Bankinn var skyld-
ugur til að selja allar eignir sínar í
opnu söluferli, bæði þessar minni
eignir og einnig þær stóru eins og
Icelandic Group, en hann vék frá
þessari reglu ítrekað á tímabilinu
og snérust frávikin um háar upp-
hæðir. „Landsbankinn hefur á
því tímabili sem úttekt Ríkisend-
urskoðunar nær til selt um 6000
eignir og hefur þar verið fylgt þeirri
stefnu að viðhafa opið söluferli, þar
sem gætt hefur verið að jafnræði
fjárfesta og gagnsæi. Í örfáum til-
vikum hefur verið vikið frá þeirri
stefnu að viðhafa opið söluferli,“
segir í skýrslunni.
Landsbankinn taldi sig hins vegar
hafa heimildir til þess að selja eignir
í lokuðu söluferli í vissum tilfellum,
til dæmis vegna samkeppnis- eða
neyðarsjónarmiða, ef svo bar undir.
Bankinn setti sér hins vegar verk-
lagsreglur sem sögðu að rökstyðja
þyrfti slík frávik skriflega. Þetta var
hins vegar ekki gert. „Hvorki lög
né reglur opinberra aðila gerðu því
afdráttarlausa kröfu um að viðhafa
alltaf opið og gagnsætt söluferli.
Þegar tekin væri ákvörðun um að
víkja frá meginreglunni þyrfti þó
að rökstyðja það með skriflegum
hætti og í samræmi við heimildir
viðkomandi reglu. Slíkur rökstuðn-
ingur tryggði að ekki teldist um að
ræða brot á reglum heldur einung-
is nýting þess sveigjanleika sem í
þeim fælust. Sá sveigjanleiki væri
nauðsynlegur og eðlilegur enda
mættu reglurnar ekki verða til að
rýra verðmæti þeirra eigna sem
væru til meðferðar hverju sinni.“
Ríkisendurskoðun telur röksemd-
ir Landsbankans fyrir því að nota
lokað söluferli ekki hafa verið full-
nægjandi og að bankinn hefði átt
að læra af viðskiptum sínum með
Opið og lokað
söluferli
„Með opnu söluferli er átt við það
þegar seljandi auglýsir tiltekna eign
til sölu með áberandi hætti og gefur
þar með öllum þeim sem uppfylla þau
skilyrði sem sett eru kost á að bjóða í
hana á jafnræðisgrundvelli í samræmi
við nánar tilgreindar forsendur. Dæmi
um slíkt ferli eru sölur Landsbankans
á íbúðarhúsnæði.
Söluferli telst lokað þegar tak-
mörkuðum fjölda aðila, einum eða
fleirum, er boðin tiltekin eign til
kaups án auglýsingar. Slík ferli geta
verið mislokuð. Fyrir kemur að aðeins
einum aðila er boðin eign til kaups
í beinni sölu en einnig er mögulegt
að leitað sé til afmarkaðs hóps aðila,
verðsamkeppni höfð milli þeirra og
hæsta tilboði tekið. Sölur Landsbank-
ans á eignarhlut sínum Borgun árið
2014 er dæmi um beina eignasölu.
Sala Landsbankans á eignarhlut
sínum í Promens árið 2014 er á hinn
bóginn dæmi um lokað söluferli þar
sem verðsamkeppni fór fram.“
Gagnrýni Ríkisendurskoðunar á eignasölu Landsbankans, sem Steinþór Pálsson stýrir, er hörð og afdráttarlaus. Bankinn
varð af miklum fjármunum, að minnsta kosti um sextán milljörðum króna, með því að selja eignir bak við luktar dyr.
hlutabréfin í Icelandic Group þegar
hluturinn í Borgun var seldur. Þetta
var hins vegar ekki gert: „Þessi
reynsla hefði því átt að hvetja bank-
ann til að beina eignasölum í opið
ferli í enn ríkara mæli en gert var og
bankaráðið til að fylgja þeirri stefnu
eftir. Sú varð þó ekki raunin og gagn-
rýnir Ríkisendurskoðun það.“
Eins og hálfs milljarðs undirverð
Þrátt fyrir að sala Landsbankans á
Vestia, þar sem Icelandic Group var
langverðmætasta eignin, hafi ekki
orðið eins umtöluð og gagnrýnd og
sala bankans á Borgunarhlutnum
varð síðar þá var fjallað talsvert um
hana í fjölmiðlum.
Árið eftir þá sölu, árið 2011, seldi
Landsbankinn Framtakssjóði Ís-
lands hlutabréf í plastframleiðslu-
fyrirtækinu Promens á undirverði.
Eins og segir í skýrslunni: „Sama
dag og Horn eignaðist 99% hluta-
fjár í Promens, þ.e. 13. júlí 2011,
seldi stjórn Horns 40% þess hlutar
til Framtakssjóðs Íslands í beinni
sölu án auglýsingar eða útboðs fyr-
ir 40 m. evra (6,6 ma.kr.). Það verð
jafngilti því að virði allra hluta-
bréfa félagsins væri 100 m. evra
(16,5 ma.kr.) en þess ber að geta
að samkvæmt ársreikningum þess
nam eigið fé þess 119 m. evra í árs-
lok 2010. Þar að auki veitti Horn
Framtakssjóðnum kauprétt á 9,5%
hlut í Promens sem nýttur var sama
ár. Þetta ár seldi Horn Framtaks-
sjóðnum því alls 49,5% hlutar síns
í Promens fyrir 49,5 m. evra (7,9
ma.kr.).“
Miðað við verðmæti Promens
í ársreikningi félagsins árið áður
hefði verðið hins vegar átt að
vera 59,5 milljónir evra en ekki
49,5 milljónir evra. Munurinn var
rúmlega einn og hálfur milljarður
króna.
Eins milljarðs króna undirverð
Ríkisendurskoðun bendir svo á að
þegar Landsbankinn seldi hlutabréf
sín í Framtakssjóði Íslands árið 2014
hafi bréfin verið seld fyrir einum
milljarði króna minna en bankinn
mat þau sjálfur á. „Í maí 2014 seldi
Landsbankinn eignarhluti sína í
Framtakssjóði Íslands slhf. og IEI
slhf. í lokuðu ferli á samtals 7 ma.kr.
Kaupendur voru aðrir hluthafar
Framtakssjóðsins sem höfðu for-
kaupsrétt að hlutunum. Söluverðið
var um einum milljarði króna
lægra en bankinn hafði sjálfur
metið hlutina á. Ríkisendurskoðun
gagnrýnir Landsbankann fyrir þau
vinnubrögð sem voru viðhöfð við
þessa sölu.“
Síðar á árinu 2014 átti hin um-
deilda Borgunarsala bankans sér
svo stað en í þeim viðskiptum
gleymdi bankinn að gera ráð fyr-
ir hlutdeild sinni í fyrirtækinu Visa
Europe upp á ríflega 1900 milljónir
króna og vanmat hlutabréfin sem
seld voru eftir því.