Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016
farandi með þulur þegar hann
var lítið barn,“ segir Þura. Afi Stein-
þórs var organisti og fjölmargir tón-
listarmenn í fjölskyldunni. Ömmu
Steinþórs leist þó illa á pönkið.
„Steinþór sagði mér að hún hefði
brotið fyrstu Fræbblaplötuna sem
hann sendi henni,“ segir hún. „Lík-
lega voru það textarnir sem fóru
fyrir brjóstið á henni,“ bætir hún
við og segir ömmu hans hafa haft
háleitari markmiði fyrir barna-
barnið en að spila á bassa í pönk-
hljómsveit.
Þura segir að þau hafi reykt hass
á þessum tíma. Hún gerði þó þau
mistök að láta vinkonu sína senda
sér lítinn hassbút með flugi.
„Ég var bara ung og vitlaus,“ seg-
ir Þura sem var handtekin á flug-
vellinum þegar hún ætlaði að sækja
bútinn.
Lögreglan leit málið alvarlegum
augum, Þura fékk að gista næt-
urlangt í fangaklefanum og gekk
varðstjórinn svo langt að hringja í
móður Steinþórs og upplýsa hana
um glæpi hinnar óforbetranlegu
tengdadóttur.
„Og það lýsir raunar henni Mæju,
móður Steinþórs, best hvernig hún
svaraði honum,“ segir Þura og hlær.
„Hún sagði bara: Jájá, en ertu búinn
að gefa henni eitthvað að borða, eða
á ég að koma við með samloku?“
Þura var aldrei ákærð fyrir fíkni-
efnamisferlið og sjálf komst hún
aldrei í kast við lögin aftur eft-
ir þetta. „Málið gufaði bara upp,“
svarar hún aðspurð hvað hefði
orðið af málinu og bætir svo við
með sposkum svip: „Ætli þeir hafi
ekki hirt bútinn sjálfir.“
Öruggt faðmlag í hvefulum heimi
Svo breyttist allt. Þura varð ólétt
árið 1987. Steinþór fann til tölu-
verðrar ábyrgðar í ljósi þess að nýtt
líf var skyndilega á hans forræði.
Hann fór í blikksmíðanám og fór
að leita að framtíðarhúsnæði fyrir
litlu fjölskylduna, en þá bjuggu þau
á Nönnugötunni.
Þau fluttu í hús á Vatnsenda. Þuru
leist raunar ekkert á húsið, enda göt
eftir mýs, auk þess sem það taldi
rétt svo um 50 fermetra. En Stein-
þór var handlaginn og sá kosti í ná-
lægðinni við náttúruna, enda all-
ir sammála um að hann var mikið
náttúrubarn.
Hann gerði upp húsið og bjó vel
um litlu fjölskylduna sem ákvað þó
að snúa aftur til Akureyrar til þess
að eignast barnið.
„Fæðingin var erfið,“ segir Þura
en það tók tólf tíma að koma Ás-
þóri Tryggva inn í heiminn. Stein-
þór fékk drenginn í fangið á undan
móðurinni og horfði í fyrsta sinn í
augun á syni sínum, sem átti eft-
ir að sakna hans svo sárt í fram-
tíðinni. Faðir hans var það fyrsta
sem drengurinn sá, fyrstu hlýju
hendurnar sem hann fann fyrir,
fyrsta örugga faðmlagið í hverful-
um heimi.
Ég sé ykkur í 1. maí göngunni
Það var þremur mánuðum eftir að
Ásþór fæddist, í lok mars árið 1988,
sama mánuði og fyrsta glasabarnið
fæddist, sama ár og Lockerbie
hryðjuverkið var framið í Skotlandi,
sem Þura og Steinþór ákváðu að
fara og skemmta sér á aðalfundi
Sniglanna í Garðaholti á Álftanesi.
Steinþór var ölvaður og úr varð
að lögreglan var kölluð vettvang.
Hann var handtekinn ásamt öðr-
um manni. Þeim manni tókst þó að
sannfæra lögregluna um að sleppa
þeim báðum eftir að lögreglan
hafði ekið um fimm hundruð metra
í burtu. Lögreglan lét þá út og fé-
lagarnir gengu aftur að félagsheim-
ilinu, þar sem Ásþór hafði stofnað
vélhjólasamtökin Óskabörn Óðins
fyrr um kvöldið. Sá klúbbur er enn
starfræktur í Hafnarfirði og halda
þeir minningu félaga síns hátt á lofti
og er kannski frægastur fyrir að
vera sá fyrsti sem skartaði svoköll-
uðu MC merki á Íslandi.
Frásögnin af andláti Steinþórs
var þó óskýr. Blaðamaður hafði
heyrt að lögreglan hefði handtekið
Steinþór og hann fundist tveimur
dögum síðar látinn í flæðarmálinu.
Í samvinnu við Þuru fékk blaða-
maður aðgang að krufningarskýrslu
og vitnaskýrslum um atburðina til
þess að fullvissa sig um að andlátið
hefði ekki borið að með óeðlilegum
hætti. Sjálf hafði hún aldrei verið
viss hvað gerðist nóttina örlagaríku.
Í skýrslunni kom fram að Steinþór
var nokkuð ölvaður. Þura var á
sama tíma að tala við góða vinkonu
sína inni á klósetti og ílengdist þar.
Steinþór spurðist fyrir um hana, en
einn gesturinn sagði hana líklega
vera farna.
Steinþór sagði þá við félaga sína:
„Ég ætla að ganga til Akureyrar, ég
sé ykkur í 1. maí göngunni.“
Það reyndust síðustu orð pönkar-
ans. Steinþór gekk niður túnið fyr-
ir neðan Garðaholtið og sást ekki
til hans fyrr en einum og hálfum
degi síðar. Þá lá hann í flæðarmál-
inu skammt frá Dysjum á Álftanesi.
Hann var látinn.
Í skýrslunni segir að hann hafi
verið með áverka á höfði. Helsta
„Ég samsvara mér
mikið með heimspeki
pönksins, þó ég klæði
mig ekki þannig upp.“
Þessi mynd
er tekin af
Þuru og
Steinþóri
kvöldið
örlagaríka
þegar hann
lést.
Það eru ekki margar myndir til af Steinþór með Ásþóri, en þessa tók Þura árið 1988.
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
78
66
7
Frá kr. 59.995
m/ekkert fæði innif.
Netverð á mann frá
kr. 59.995 m.v. 2
fullorðna í íbúð.
10. desember í 7 nætur.
Compostela
Beach Golf Club
Sólarferðir
frá kr.
59.995 Aðeins
bókanlegt
í dag!
Skíðaferðir
frá kr.
129.795
m/hálfu fæði
GRAN CANARIA
AUSTURRÍKI
Frá kr. 59.995
m/ekkert fæði innif.
Netverð á mann frá
kr. 59.995 m.v. 2
fullorðna í íbúð.
2. janúar í 9 nætur.
Aparthotel
Green Field
Frá kr. 92.795
m/ekkert fæði innif.
Netverð á mann frá
kr. 92.795 m.v. 2
fullorðna í íbúð.
30. nóvember í 20 nætur.
Roque
Nublo
TENERIFE
Frá kr. 79.730
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr.
79.730 m.v. 2 fullorðna
og 1 barn í stúdíó.
Netverð á mann frá kr.
99.995 m.v. 2 fullorðna
í stúdíó.
30. nóvember í 21 nótt.
Hotel Villa
Adeje Beach
Netverð á mann frá kr. 129.795 m.v. 2
fullorðna og 2 börn í herbergi.
Netverð á mann frá kr. 149.995 m.v. 2
fullorðna í herbergi.
Skihotel
Speiereck
SÓLARFERÐIR
SKÍÐAFERÐIR
BLACK
FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY
BLACK FRIDAY