Fréttatíminn - 25.11.2016, Side 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016
Sá sem var tvítugur 1968 er 68 ára í dag. Það segir sig sjálft. Hugmyndir okkar um ungt fólk á þessu ári,
1968, er af uppreisnargjörnum
æskulýð sem neitaði að beygja sig
undir kröfu eldri kynslóða, hafn-
aði gömlum úr sér gegnum gild-
um og vildi reyna eitthvað nýtt,
eitthvað allt annað.
Sá sem var 68 ára árið 1968 var
að sjálfsögðu jafn gamall öldinni og
var því tvítugur 1920. Það var líka
umrótsár, umlukið ungu fólki sem
véfengdi flest af því sem eldra fólk
hafði treyst á. Sá sem var 68 ára
árið 1920 fæddist árið það magn-
aða ár 1852 þegar Evrópa var að
vakna og lifði því sín ungdómsár á
miklum mótunartíma.
Sá sem er tvítugur í dag fæddist
árið 1996 og mætir tvítugur aftur-
haldssemi þeirra sem eru 68 ára í
dag, sama fólkinu og var að kafna
undan einþykkni eldri kynslóða á
sínum yngri árum.
Svona er líklega lífið. Eða svona
hefur það í það minnsta verið. Það
er eilíf hringrás af fólki sem er opið
fyrir nýjungum til að byrja með en
heldur síðan dauðahaldi í óbreytt
ástand þegar yngra fólk vill aðlaga
samfélagið eigin hugmyndum.
Fljótt á litið er þetta tilgangslaust
streð í gamla fólkinu. Svo vitnað
sé í nóbelssöngvarann ætti það að
færa sig úr dyragættinni og hleypa
breytingum tímans fram hjá sér.
Ég er ekki enn orðinn 68 ára en það
eru nokkur ár síðan mér fannst ég
of gamall til að hafa skoðanir á
skipulagsmálum. Ég leyfi mér svo
sem að hafa skoðanir á því hvað
sé vellukkuð borg og hvað sé illa
skipulagður bær. Þegar ég gekk
inn og úr út frönskum bæjum og
þorpum fyrir ári síðan upplifði ég
hversu illa bíllinn hafði farið með
suma bæi. Þeir höfðu einhvern veg-
inn brotið sig upp úr mannlegri
stærð svo að maður á göngu gat
varla fundið leiðina inn eða út og
gat ekki notið margs á göngu sinni.
En ég nenni ekki að æsa mig
yfir því hvort spítali verður byggð-
ur hér eða þar eða hvort best sé
að hafa flugvöll niðri í bæ eða úti
í hrauni. Ég verð orðinn gamall
maður þegar af þessum ráðagerð-
um verður. Það er miklu nær að
unga fólkið ákveði þetta. Það þarf
að búa við niðurstöðuna lengur en
ég.
Það er varla svo að ég nenni
að kjósa lengur. Auðvitað getur
komandi ríkisstjórn gert mér lífið
leitt en mér finnst mikilvægara að
yngra fólk hlutist til um landsmál-
in. Mín kynslóð hefur kosið þrjátíu,
fjörutíu ár og mér sýnist samfélagið
vera í hálfgerðum molum eftir það;
eilífar deilur um það sem minnstu
skiptir á meðan fátt er rætt um
hvernig samfélag við vildum helst.
Ég gaf því dóttur minni, níu ára,
atkvæði mín í forsetakosningun-
um í sumar og alþingiskosningun-
um í haust. Ég gekk á kjörstað og
kaus það sem hún hafði valið. Mér
fannst ekki mikið um val hennar
en get ekki vefengt það á nokkurn
hátt. Ég hefði örugglega ekki varið
atkvæðinu betur.
Kynslóðabil er orðið eitt af helstu
vandamálum vestrænna stjórn-
mála. Til einföldunar má segja að
eldri karlar hafi kosið Trump í for-
setakosningum í Bandaríkjunum
og yngri konur Hillary. Sama má
segja um Brexit. Þar vildu eldri
karlar út úr Evrópu en yngri kon-
ur vera þar áfram.
En þótt skiptingin sé skýr milli
kynja er hún þó mest milli aldurs-
hópa. Og það skrítna er að yngra
fólk er sáttara við það hvernig ver-
öldin er að þróast. Það er gamla
fólkinu sem finnst eins og allt sé
að fara á verri veg. 1968 vildi unga
fólkið knýja á um breytingar en
eldra fólk halda veröldinni kjurri.
Hvar þetta endar allt saman
veit ég ekkert um. Ef ég reyndi
að segja ykkur eitthvað um það
myndi ég ráðleggja ykkur að taka
ekkert mark á því. Þegar ég var um
tvítugt komst Margraet Thatcher til
valda í Bretlandi og Ronald Reagan
í Bandaríkjunum. Þegar fólk mun
horfa úr framtíðinni á tímann sem
ég var ungur maður og bar ábyrgð
á því að hnika samfélaginu til
skárri vegar mun dómurinn verða
þungur. Þetta er það tímabil sem
unga fólkið brást.
Vonandi á það ekki við um ungt
fólk í dag.
Gunnar Smári
EINU SINNI VORU
ALLIR UNGIR,
LÍKA GAMLIR
KARLAR
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
auglysingar@frettatiminn.is
531 3300
Sérblað um
Þann 8. desember
netverslanir