Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 25.11.2016, Síða 50

Fréttatíminn - 25.11.2016, Síða 50
50 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 Við horfum á bakið á litlum dreng sem horfir út í myrkrið. Út í nóttina og snjóinn. Hann heldur á tusku- dýri sem virðist eini vinur hans í heiminum. Við þekkjum orðið flest söguna á bak við þessa eftirminni- legustu fréttaljósmynd síðasta árs; Kevi Pepoj var langveikur al- banskur piltur sem átti að vísa úr landi. En við vissum flest lítið um hvað- an hann og fjölskylda hans komu, oft ekki nema nafnið á landinu – Al- baníu, innilokaðasta landi Evrópu um aldir sem er helst þekkt hérlend- is fyrir að hafa verið kommúnískara en Kreml og svo seinna fyrir stétt- skipt heilbrigðiskerfi sem óvænt varð fyrirmynd þeirra sem vildu meiri einkavæðingu í íslensku heil- brigðiskerfi. Menning landsins hefur sjaldan ratað til Íslandsstranda – en það er þó aðeins að breytast. Fyrir tveimur „Við urðum öll einhvern veginn að lifa af“ Örlítið um albanskan skáldskap og albanskan raunveruleika, um hershöfðingja dauða hersins, höfund hans og afskekktasta land Evrópu. Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Enver Hoxha á sínum yngri árum. Skáldið Kadaré les úr verkum sínum. árum sýndi RIFF albönsku myndina Bota, sem gerðist á afskekktasta stað þessa lands sem svo lengi var hugmyndafræðilega séð það af- skekktasta í Evrópu. Hún gerist þar sem hinir óæskilegu voru sendir á tímum kommúnistaleiðtogans En- vers Hoxha – og þeir eru þar enn. Eða öllu heldur börnin þeirra. Þetta er krummaskuð gamalla uppreisn- armanna og barnanna sem hafa ekki enn fundið leið aftur til hinnar nýju, frjálsu Albaníu. Bota þýðir „heima“ á albönsku og þeirra heima er hið afskekkta heima. Jafnvel þótt heimað sé annars stað- ar. Ég ræddi við annan leikstjórann á sínum tíma, Thomas Logoraci, sem er Albani sem hafði alist upp í Bandaríkjunum, og hann sagði mér að nýbakaða nóbelskáldið Dylan hafi verið bannað á hans heimili – sem og önnur álíka músík. Þess í stað fékk hann að hlusta á gamlar kasettur frá foreldrunum – sem reyndust svo vera einu tiltæku útgáfurnar af þess- um albönsku dægurlögum sem hægt var að nota í myndinni, spilaðar af 70 ára gömlum kasettum. Einn af þeim sem var talinn ekki síður líklegur Nóbelsverðlaunahafi en Dylan var Ismaïl Kadaré, höfuð- skáld Albaníu, og núna á dögunum kom út Hershöfðingi dauða hersins, Þýðing úr fangelsi, þýðing á disklingi Við fyrstu sýn virðist bókin berast okkur í gegnum ansi mörg tungumál. Persónurnar tala flestar ítölsku, en sú ítalska er þó aðeins til í ítölskum þýðingum, enda bókin frumsamin á albönsku – og þaðan þýdd á frönsku og eftir henni er íslenska útgáfan gerð. En líkt og með Milan Kundera hefur Kadaré löngum haft búsetu í Frakklandi og starfar það náið með þýðanda frönsku útgáfunnar að bæði hann og Kundera líta á frönsku útgáf- una sem næsta bæ við frumtextann – og Kadaré hefur raunar stundum breytt albönsku útgáfunni því hon- um þótti franska útgáfan vera betri. Þýðandinn var raunar albanskur sjálfur. Jusuf Vrioni lærði frönsku í Frakklandi fyrir stríð en snéri aftur og ætlaði að hjálpa til við endur- uppbyggingu Albaníu eftir stríð. Það fór ekki betur en svo að honum var kastað í fangelsi – þar sem hann stytti sér stundir við að þýða al- banskar bókmenntir yfir á frönsku, eitthvað sem hann sagði að hefði hjálpað honum að halda geðheilsunni. Þar á meðal var Hershöfðingi dauða hersins, sem seinna átti eftir að rata til Frakklands og gera Kadaré heims- frægan. Hrafn E. Jónsson heitinn þýddi söguna á íslensku fyrir aldarfjórð- ungi síðar og var hún lesin í útvarpi í upphafi tíunda áratugarins – en kom aldrei út á bókarformi fyrr en nú. Handritið var raunar eingöngu til á gömlum úreltum tölvudisklingi, sem Ólafi Hrafnssyni tölvufræðingi, syni þýðandans, tókst að flytja á nothæft form. bókin sem gerði hann frægan. Bókin sem núna er orðin fyrsta albanska bókin á íslensku að mér vitandi. Handbendi kommúnista eða andspyrnuhöfundur? Staða Kadaré er einstök í albönsk- um bókmenntum – og það má þakka þessari bók. Hann var ekki nema 27 ára þegar hún kom út en sjö árum seinna kom hún út á frönsku og við það öðlaðist Kadaré heimsfrægð – og var mögulega frægastur allra Albana ef forsetahjónin alræmdu, Enver og Nexhmije Hoxha, voru undanskil- in. Mögulega var frægðin ástæðan fyrir því að hann gat haldið áfram að skrifa bækur sæmilega óáreittur – aðrir segja þá staðreynd að hann sé gamall nágranni Envers Hoxha frá borginni Gjirokaster hjálpi líka til. Svo eru einnig sumir sem telja að hann hafi verið handbendi komm- únistastjórnarinnar og hafi njósnað um aðra höfunda – sem þykir þó al- mennt hæpin kenning. Sjálfur neitar Kadaré öllum slík- um ásökunum en segist þó ekki hafa verið andófsmaður, enda hafi and- ófsmenn eins og þeir sem þekkt- ir voru í öðrum kommúnistaríkj- um aldrei verið til í Albaníu, enda hefðu slíkir menn verið leiddir fyrir aftökusveit áður en þeir gætu stund- að mikið andóf, eins og segir í for- Bota Albönsk mynd um staðinn sem hinir óæskilegu voru sendir. instagram.com/aurumlifestyle facebook.com/aurumlifestyle Bankastræti 4 I 101 Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.