Fréttatíminn - 25.11.2016, Side 52
52 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016
mála bókarinnar, þar sem einfald-
lega er haft eftir Hoxha: „Við urðum
öll einhvern veginn að lifa af.“
Skrifin segir hann hafa verið sitt
eina andóf – og það andóf þurfti að
dulbúa vandlega á tímum komm-
únismans. Það er forvitnilegt að
velta fyrir sér Hershöfðingja dauða
hersins út frá þeirri ritskoðun sem
hún varð að forðast; bókin fjallar um
ítalskan hershöfðingja sem kemur til
Albaníu áratugum eftir heimstyrj-
öldina síðari til þess að grafa upp
bein ítalskra hermanna.
En áður en við förum nánar út í
söguna sjálfa er rétt að rifja örsnöggt
upp sögu Albaníu fram að atburð-
um hennar. Landið hefur ávallt ver-
ið einangrað og á sinn hátt afskekkt,
þrátt fyrir nálægð við lönd á borð
við Grikkland, gömlu Júgóslavíu og
Ítalíu. Ástæðurnar eru margþættar.
Þetta er mikið fjallaland sem er erfitt
yfirferðar, tungumálið er lítið sem
ekkert skylt nágrannatungunum og
ólíkt flestum kristnum nágrönnun-
um sínum tóku margir þeirra upp
íslamstrú þegar Tyrkir réðu yfir
svæðinu.
Albanía varð svo loks sjálfstæð
árið 1912 og áratug síðar varð Ahmed
Zogu fyrsti konungur Albaníu og tók
sér nafnið Zog I. Hann var einræðis-
herra af ekkert svo ólíku sauðahúsi
og Hoxha síðar, þótt stjórnarfarið
væri allt annað. Það var hann sem
gerði Tírana að höfuðborg sökum
staðsetningar hennar inni í miðju
landi, eitthvað sem var alls ekkert
sjálfgefið enda áttu borgir á borð við
Dürres og Shköder ekkert síður til-
kall til höfuðborgartitilsins.
En Zog var ávallt í skugga landsins
handan hafsins, Ítalíu, og hélt þeim
góðum með því að beina öllum við-
skiptum landsins til Ítalíu. En það
dugði ekki Mússólíní til lengdar og á
föstudaginn langa vorið 1939 barst
seinni heimstyrjöldin til stranda Al-
baníu.
Í bók Kadaré er rifjað upp hvern-
ig einsamall fjallabúi hljóp að
ströndinni og barðist daglangt einn
við innrásarherinn, vel staðsettur í
byssuhreiðri sínu. Við fáum ótal slík
endurlit, upprifjun á löngu gleymd-
um hluta hildarleiksins sem við þykj-
umst flest kunna nær utanbókar.
Hershöfðingi safnar líkum
Aðalpersónur bókarinnar eru
Litríka Tírana Litaglaðar kommúnistablokkir í miðbæ Tírana.
Söngvaskáld Gítarleikarinn Mirel
stillti sér upp fyrir blaðamann í síð-
ustu Albaníuheimsókn.
ítalskur hershöfðingi og prestur sem
er samferða honum. Þeir eru komnir
þangað til þess að grafa upp lík ítal-
skra hermanna sem féllu í stríðinu
– og í gegnum þær sögur fáum við
alls kyns svipmyndir af þessu löngu
liðna stríði. Við lesum ljóðræna dag-
bók hermanns sem gerðist liðhlaupi
og vinnumaður hjá malara og varð
ástfanginn af malaradótturinni, okk-
ur er tjáð hve hávaxin líkin eru sem
verið er að grafa upp, við fáum að
heyra sorgarsögu aldraðrar ekkju og
við fáum að heyra um hóruna sem
var drepin, eiganda einu kvenkyns
beinanna sem þeir grafa upp.
Ef við horfum fram hjá sögu-
sviðinu sjálfu er galdur sögunn-
ar helst sá að spegla tilgangsleysi
stríðsins í iðju sem virkar jafnvel enn
tilgangslausari. Hershöfðingi með
mannabein í skottinu sem dreym-
ir um að endurlífga þennan löngu
dauða her og vinna allar þær or-
ustur sem í raun töpuðust. Um leið
eru þeir alltaf hálfpartinn týndir í
þessu ókunna landi sem þeir skilja
illa og fá oft takmarkaðar upplýs-
Albaníuvinurinn Byron lávarður
Þótt Albanía hafi lengi verið lokað land
hafa þó alltaf einhverjir ferðalangar skrifað
um dvöl sína þar. Illugi Jökulsson rifjaði upp
í útvarpsþætti í vor pistla sem Joseph Roth
skrifaði frá Albaníu á millistríðsárunum,
barnabókahöfundurinn Edward Lear og frú
Edith Duram skrifuðu ferðabækur frá Al-
baníu á 19. öld og sá frábæri ferðasöguhöf-
undur Leslie Gardiner þvældist um landið
á svipuðum tíma og Kadaré var að semja
Hershöfðingjann. Þekktasti Albaníuvinurinn
er þó líklega Byron lávarður, sem orti svo eftir heimsókn sína:
Fierce are Albania‘s children!
Their native fortresses not more secure
Than they in doubtful time of troubles need:
Their wrath; how deadly! But their friendship sure
Byron lávarður í heimsókn hjá
Ali Pasha.
ingar frá heimamönnum. „Gömlu
mennirnir rugluðust á atburðum og
bardögum ólíkra stríða. Það var ekki
vissa í neinu. Aðeins forin geymdi
sannleikann.“
En það er hins vegar ómögulegt
að líta fram hjá sögusviðinu. Það
má velta fyrir sér þeirri ákvörðun
Kadaré að horfa svona á land sitt
út frá gestsaugum – og maður spyr
sig ítrekað; telur hann þessi gests-
augu vera glögg? Hershöfðinginn
er frekar óviðkunnanleg persóna,
hann er gamaldags karlremba, þjóð-
remba og stríðsæsingamaður.
Það má vel vera að Kadaré hafi
einfaldlega viljað rifja upp sögur úr
stríðinu og skyggnast um leið aðeins
inn í sálarkima gamla óvinarins –
og bókin gengur alveg upp ef hún
er lesin þannig. En mann grunar
þó óneitanlega að hann noti hers-
höfðingjann í raun sem fjarvistar-
sönnun til þess að segja ýmislegt
um Albaníu sem Albani gæti aldrei
sagt. Þannig fer lesandi ósjálfrátt
að reyna að greina að hversu miklu
leyti tal hershöfðingjans og fylgdar-
manna hans um Albani er fordóm-
fullt raus hrokafullra útlendinga og
að hversu miklu leyti það er ádeila
Kadaré á heimaland sitt.
Hershöfðingjunum er tíðrætt
um ofbeldisáráttu Albana. Þeir
segja þeir þá hrjúfa og vanþróaða
og „vart fæddir þegar byssa er látin
í vögguna til þess að vopnið verði
óaðskiljanlegur hluti af lífi þeirra.“
Þeir spá því að þetta tortími þjóð-
inni að lokum, samanber þetta sam-
tal:
„Einmitt. Albanir hafa alltaf haft
dálæti á því að drepa og láta drepa
sig. Þegar þeir gátu ekki sameinast
gegn utanaðkomandi óvini þá drápu
þeir hverjir aðra. Hefurðu heyrt um
blóðhefndina hjá þeim?“
„Já.“
„Það er meðfædd eðlisávísun sem
rekur þá í stríð. Eðli þeirra heimtar
stríð, hrópar á stríð. Á friðartímum
þrífast þeir ekki og eru í dvala eins
og snákar að næturlagi. Lífskraftur
þeirra kemur bara í ljós í ófriði.“
Það er raunar merkilegt hve gagn-
rýnir þeir eru á ofbeldishneigð Al-
bana, þar sem hershöfðinginn
sjálfur er hertur í stríði og hugnast
friðurinn illa. Hann nær litlu sam-
bandi við heimamenn, þótt hann sé
í landinu í meira en ár, og fullyrðir
að þótt það sé „nógu auðvelt að leita
í jörð þeirra en að leita í sál þeirra,
nei, aldrei.“
Sökin á því liggur þó ekki síður
hjá hershöfðingjanum sjálfum, hann
er jafn hrokafullur og innrásarher-
inn hafði verið og virðist ennþá líta
á Albanina sem óvini sína þótt hann
njóti aðstoðar þeirra og fyrirgreiðslu
við uppgröftinn og fái oftast höfð-
inglegar móttökur. En ávallt leitar
hugurinn aftur að meintri grimmd
þjóðarinnar og presturinn greinir
þá grimmd á einum stað með bók-
menntafræðina að vopni:
„Morðin sem þeir fremja eru alltaf
framin samkvæmt aldagömlum lög-
um. Blóðhefndin er eins og leikrit,
samið samkvæmt lögmálum sorgar-
leiksins,“ leikrit sem hann segir Al-
bani njóta „í fagurfræðilegri full-
nægingu.“
Þessi fagurfræði sækir í kanún-
-lögin, ævafornar siðareglur sem
lengi skiptu meira máli en landslög
og trúarbrögð og skipta enn tölu-
verðu máli á afskekktustu svæðum
Albaníu. Mögulega eru þau ástæð-
an fyrir því hve landið er einangr-
að, ekki síður en tungan og trúin og
gamli kommúnisminn. Blóðhefnd
þeirra minnir um margt á Ís-
lendingasögurnar – og bókmenntir
þeirra virðast raunar gera það líka,
ef marka má orð rithöfundarins Jos-
eph Roth, sem skrifaði greinar um
Albaníu á millistríðsárunum og
sagði allar bókmenntir þeirra „ætt-
bálkasögur úr sveit.“
Valdasjúkur bókaormur
Aðrar sögur Kadaré eru margar
tímalausar staðleysur sem flakka um
völundarhús valdsins, völundarhús
sem kunna að tákna Albaníu og
kunna að tákna eitthvað allt annað.
Einu sinni gekk hann of langt og var
refsað fyrir, ástæðan var skáldsagan
Draumahöllin – sem fjallar um stofn-
un sem safnar draumum þegnanna
og túlkar þá til þess að finna andófið
áður en það birtist í vöku. Albanía er
aldrei nefnd en allegorían var of aug-
ljóst til að fara framhjá yfirvöldum.
Enda gat einræðisherrann Enver
Hoxha komið auga á slík bókmennt-
atrikk þegar hann sá þau, hann var
víðlesinn og átti risastórt bókasafn
– og er skemmtilega lýst í formála
Jóns Guðna Kristjánssonar sem
bókaormi, en um leið sem valda-
sjúkum, siðblindum og vænisjúkum
fjöldamorðinga.
Hans Albanía var ekki undir hæl-
num á Sovétríkjunum eftir að Stalín
var allur – hann og rúmenski ein-
ræðisherrann Nicolae Ceau?escu
áttu það sameiginlegt að þykja
Kremlarkommúnisminn ekki nógu
svæsinn og slitu því sambandi við
Moskvu og fóru sínar eigin óhugn-
anlegu leiðir (það gerði Tító raun-
ar líka í Júgóslavíu, en sá kommún-
ismi var ólíkt geðugri). Albanía var
flestum Evrópuríkjum lokaðra – það
var helst að Kínverjar væru algengir
gestir enda voru flest milliríkjasam-
skipti við Peking eftir að Moskvu
var hafnað. Þá hikaði Hoxha ekki
við hreinsanir að hætti síðasta Sov-
étleiðtogans sem honum hugnaðist,
Jóseps Stalíns.
Örlögin höguðu því svo þannig að
um það leyti sem bókin kemur loks
út á íslensku tilkynna stjórnvöld í
„Það er meðfædd eðlisávísun sem rekur þá í stríð.
Eðli þeirra heimtar stríð, hrópar á stríð. Á friðartím-
um þrífast þeir ekki og eru í dvala eins og snákar að
næturlagi. Lífskraftur þeirra kemur bara í ljós í ófriði.“
auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310
þann 3. desember
Sérblað um
jólagjafir