Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 25.11.2016, Síða 70

Fréttatíminn - 25.11.2016, Síða 70
Sýna það sem sést ekki svo oft 70 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 „Við erum að hylla teikn- inguna,“ segir Harpa Þórsdótt- ir, forstöðumaður Hönnunar- safns Íslands, en opnuð hefur verið sýningin Á pappír. Úrval teikninga og skissa úr eign safnsins og einkasöfnum. Verk- in á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa, svo fátt eitt sé nefnt, allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is „Í raun erum við að sýna það sem sést ekki svo oft í hönnun. Hinn raunverulega frumgrip en ástæðan fyrir því er sú að teikningar eru vax- andi þáttur í safneigninni. Þetta eru mjög mismunandi teikningar, suma ætlaðar fyrir verkkaupa en aðrar eru hugmyndaskissur. Margar skissur eru hráskissur og aðrar fínlegri. Sýnum líka þróunarferlið frá því að til dæmis auglýsing er teiknuð og þangað til hún fer í prent.“ „Í sjálfu sér erum við að hylla teikninguna, þetta millistig, þar sem augljós hæfni og fram- úrskarandi hæfileikar hönnuð- anna koma bersýnilega í ljós.“ „Elstu teikningarnar eru eftir Jónas Sólmundsson sem var einn af frumkvöðlum í húsgagnasmíði og fór í nám til Þýskalands en eftir að hann var þar hafði hann á orð á hve mikil áhersla var lögð á teikn- ingu.“ „Svo erum við með Rafskinnu sem var rafknúin auglýsingabók og mjög þekkt auglýsingaleið hér á árum áður. Rafdrifin bók sem flettist, var tengd við rafmagn og sett upp í glugga niður í miðbæ. Þar erum við með verk eftir Jónda í Lambey, bónda og listamann, sem starfaði sem auglýs- ingateiknari eins og fleiri sem eru á þessari sýningu.“ „Aðrir listamenn á sýningunni eru Lothar Grund, Kristín Þor- kels, Stefán Jónsson og Sverrir Haraldsson.“ „Það er mikil unun að sjá handbragðið sem liggur í þess- um verkum. Þessi sýning er gríðar- lega skemmtileg og gefur manni mikið til baka,“ segir Harpa. Harpa skipulagði sýninguna ásamt Þóru Sigurbjörnsdóttur og Ástríði Magnúsdóttur. Harpa Þórsdóttir segir sýn­ inguna Á pappír vera gríðar­ lega skemmtilega. Mynd | Hari Kristín Þorkelsdóttir, bíóaug­ lýsing frá um 1956-60 (Veitinga­ húsið Laugavegi 28). Stefán Jónsson , auglýs­ ing fyrir Skelju ng. Jóndi, Rafskinnuauglýs­ ing fyrir dagblaðið Vísi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Við erum að halda As-hura hátíðina í þriðja sinn á Íslandi og hug-myndin með henni er að fólk hittist, borði góðan mat og tali saman,“ segir Derya Özdilek en hún er ein þeirra sem skipuleggur tyrkneska menningarhátíð í Neskirkju um helgina. Það er Menningarfélag ungra múslima á Íslandi, Horizon, sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við Neskirkju. „Markmið okkar í Horizon er að tengja saman ólíka menningarhópa á Íslandi og sýna fram á að fólk með ólíkan bakgrunn og trúarbrögð geti hist og gert hluti saman,“ segir Derya. Súrt, sætt og sterkt Ashura er tyrknesk hátíð sem er haldin í lok nóvember og þá er hefðin að borða Ashura grautinn sem hátíðin dreg- ur nafn sitt af. Uppskriftin að grautnum á að hafa komið frá sjálfum Nóa en sagan segir að þegar hann fann land eftir flóð- ið hafi hann fagnaði með því að búa til búðing með öllu því hrá- efni hann gat safnað saman. „Í búðingnum er ótrúlega mikið af ólíkum hráefnum sem saman mynda jafnvægi og gefa gott bragð. Þarna koma saman súr, sæt og sterk krydd en öll saman gefa þau rétta tóninn. Í Tyrklandi hefur þessi búðing- ur öldum saman verið tákn um ólíka menningarheima sem búa saman í sátt og samlyndi,“ segir Derya. Vill opna veisluþjónustu „Það er mikil vinna að búa búðinginn til svo ég byrja á föstudaginn. En svo ætla ég að gera fleiri tyrkneska rétti en líka dönsk sætindi,“ segir Derya sem er fædd og uppalin í Danmörku af tyrkneskum inn- flytjendum. Hún segist því vera jafn dönsk og hún er tyrknesk og sé til að mynda jafn fær í að reiða fram „smörrebröd“ og hefðbundna tyrkneska rétti. Deyra stundar íslenskunám í Háskóla Íslands en draum- ur hennar er að stofna einn daginn sína eigin veisluþjón- ustu. „Mér finnst svo gaman að elda og ég hef komist að því að Íslendingar elska að prófa nýja hluti. Ég þarf bara að finna eld- hús og þá get ég farið að elda og baka allskonar góða hluti.“ Ashura hátíð verður haldin í Neskirkju laugardaginn 26. nóvember 2016 kl. 14 —16. Hátíð- in er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Tyrkneskur og danskur matur í Neskirkju Derya Özdilek er á fullu við að undirbúa tyrkneska menningarhátíð sem haldin verður í Neskirkju um helgina. Auk þess að elda Ashura ætlar Derya að útbúa danskt og tyrkneskt sætabrauð auk fleiri tyrkneskra smárétta, eins og þessi fylltu vínviðarblöð sem kallast Dolma. Mynd | Rut Hátíðin er haldin í samstarfi við félagið Horizon, sem var stofnað af ungum múslimum sem vilja vera virkir í samtali við aðra hópa samfélags­ ins í að brjóta niður múra og byggja traust. Ashura hátíðin minnist þess þegar Nói steig á land eftir flóðið og gerði sér graut úr öllum þeim jurtum sem hann fann. Henni er því fagnað með sérstökum graut úr fjölda jurta og með góðum mat. Elísabet fann mann í flæðar­ málinu Hafið færði Elísabetu Jökulsdóttur mann. Hún hafði kastað honum í öldurnar og beðið honum bölbæna með skáldskap sínum, en hafið skilaði honum aftur í fang hennar. Nú verður sýning úr öllu saman. „Þetta er skyndisýning, því að stundum verður eitthvað til eins og af sjálfu sér,“ segir Elísabet Jökuls- dóttir skáld. „Ég var í rithöfunda- húsi á Eyrarbakka og ég er vön að ganga fjörur og athuga með reka, enda hef ég vanist því bæði í æsku á Seltjarnarnesi og vestur á Strönd- um. Hafið skilar ýmsu og ég er mikil fjörukona. Þarna á Eyrarbakka var mér sendur maður sem ég fann í fjörunni. Ég fann semsagt hjálm, mótórhljólahjálm eða logsuðuhjálm, og út úr honum kom alveg svaka- lega mikið af þangi, sem eins flaut út úr kjaftinum á honum. Mér fannst þetta svo sterk mynd og þetta er líka hægt að tengja við ýmislegt. Þetta minnti mig til dæm- is á Keith Richards eins og hann var í myndinni um sjóræningjana í Karabíahafinu, svo getur þetta líka verið sjávarguðinn Póseidon eða þess vegna Djákninn á Myrká sem fer út að keyra með mann svo að illa fer. Þess vegna tók ég manninn með mér og síðan langaði mig að gera eitthvað með hann.“ Útkoman er ljósmyndasýn- ing sem Elísabet opnar Gallerí Gegenüber við Freyjugötu 32 á morgun, laugardag, klukkan 14. „Á sýningunni er ég hálfnakin á mynd- unum með manninum mínum. Ég klæddi mig upp í korselett og nælonsokka sýndi honum ákveðna virðingu. Ég kalla sýninguna Sjórek- in ást á sólpallinum. Þetta er þriðji gjörningurinn sem ég geri nakin. Fyrir mörgum árum vandist ég því að vera módel í módelteikningu og mér finnst þetta frelsandi. Maður er berskjaldaður og sterkur og líkam- inn er bara utan um þessa mann- eskju. Hann er tjáningartæki.“ | gt Hafið færði Elísabetu Jökulsdóttur mann. Nú verður sýning úr því sem hafið skilar af sér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.