Fréttatíminn - 25.11.2016, Side 76
Flatahraun 5A, Hfj. | Jökla Laugavegi 90 Rvk.
info@blacksand.is | www.blacksand.is | 896 8771
Íslensk hönnun
OPIN VINNUSTOFA
Afsláttur
föstudag og laugardag
milli 12-17
Flatahraun 5A, Hfj
Nýjar og eldri vörur
með afslætti.
Fatnaður, púðaver ofl.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Snædís Rán Hjartardótt-ir er á öðru ári í stjórn-málafræði við Háskóla Íslands. Hún er með sam-þætta sjón- og heyrnar-
skerðingu, ásamt því að vera bund-
in við hjólastól. Hún þarf aðstoð
við allar daglegar athafnir og notar
þjónustu táknmálstúlks í kennslu-
stundum Hún notfærir sér svokall-
aða NPA þjónustu, eða notenda-
stýrða persónulega aðstoð, sem er
enn í þróun og á eru miklir vankant-
ar, sem meðal annars hindra hana í
að sinna náminu sem skyldi, þrátt
fyrir að hún sé bráðgreind og mjög
áhugasöm um námsefnið.
Blaðamaður hittir Snædísi og Mar-
gréti Baldursdóttur túlk í aðgengis-
setrinu, sérstöku herbergi niðri í Há-
skóla, þar sem hún hefur aðstöðu til
þess að vinna verkefni.
„Mér finnst námið mjög skemmti-
legt en ég á stundum erfitt með að
sitja á mér í tímum því ég er svo rót-
tæk,“ segir Snædís og hlær, en hún
er mjög pólitísk og með sterkar skoð-
anir, sérstaklega í jafnréttismálum.
Hún á sérstaklega erfitt með að sitja
á sér í tímum hjá Hannesi Hólm-
steini Gissurarsyni, enda eru skoð-
anir þeirra yfirleitt á öndverðum
meiði. „Ég held reyndar að hann sé
ekki þess virði að þræta við. Það er
líklega betra að læra sjálfur heima
heldur en að taka allt gilt sem hann
segir.“
Hindranir við heimanámið
Snædísi sækist námið vel og á auð-
velt með að vinna verkefni í skólan-
um, en þegar kemur að því að læra
heima rekst hún á hindranir. „Hún
er toppnemandi, en þar sem hún
getur ekki notað hendurnar þarf
starfsfólk NPA þjónustunnar að að-
stoða hana við heimanámið, og það
hefur reynst erfitt að ráða starfs-
fólk, sem er dapurlegt. En Háskóli
Íslands er með mjög einstaklings-
miðaða þjónustu,“ útskýrir Margrét.
Hún segir Háskóla Íslands standa
framarlega þegar kemur að því að
veita fötluðum þá þjónustu sem þeir
þurfa til að geta sinnt náminu. Til að
mynda er Snædís með vinnustundir
í aðgengissetri þar sem hún vinnur
verkefni með túlki.
„Ég fæ túlka í tímum og í ýmsum
aðstæðum tengdum náminu. Það er
engin hindrun á túlkaþjónustu við
háskólann og námsráðgjöfin þjón-
ar mér mjög vel. En hindranirnar
í daglegu lífi eru miklar. Ég þarf oft
að standa í veseni í tengslum við
NPA þjónustuna. Undanfarið hef-
ur verið mikill skortur á starfsfólki
og samkeppni um vinnuafl. Þannig
ég hef leitað út fyrir landsteinana
og ráðið erlent starfsfólk. Svo geta
komið upp flækjur varðandi laun,
því það eru oft til minni peningar
en kjarasamningar gera ráð fyrir að
séu borgaðir fyrir vinnuna. Sem þýð-
ir að ég þarf kannski að skera niður
næsta mánuð ef ég hef notað þjón-
ustuna mikið. Samkvæmt samn-
ingi á ég rétt á þjónustu allan sól-
arhringinn, en sá samningur tekur
ekki mið af kjarasamningi, heldur
einhverri óskhyggju um hvað það
ætti að borga á tímann.“
Háskólinn er draumaland
Margrét segir það hafa gengið upp
ofan hjá Snædísi að læra heima á
þessari önn vegna þess að hún hef-
ur ekki haft fulla mönnun í NPA
þjónustunni. En HÍ hefur komið á
móts við það með því að gera henni
kleift að sitja aukatíma, með túlki,
í aðgengissetrinu til að vinna verk-
efni. Sjálf tekur hún þessu af miklu
æðruleysi þó vissulega það geti ver-
ið þreytandi að þurfa að stóla á aðra
með þessum hætti.
„Það hefur gengið ágætlega en
mig vantar ýmislegt upp á. Ég hef oft
þurft að treysta á mömmu og pabba.
Þá hef ég þurft að fresta verkefnum
af því ég þarf að bíða eftir rétta að-
stoðarmanninum,“ segir Snædís.
Háskólinn er sem betur fer sveigj-
anlegur í þessum efnum og það hef-
ur því ekki komið niður á einkunn-
um Snædísar ef verkefni hafa tafist
af þessum orsökum.
„En það er mjög óþægilegt að
geta ekki skilað á réttum tíma. Það
þýðir bara lengra stresstímabil fyrir
mig,“ segir Snædís og Margrét grípur
orðið. „NPA þjónustusamningurinn
býður heldur ekki upp á að Snædís
geti óskað eftir starfsfólki sem býr
yfir ákveðinni kunnáttu, á tölvur til
dæmis. Það er svo sorglegt að það
hamli svona greindum einstaklingi.
Ef allt kerfið væri eins og námsráð-
gjöfin hérna í HÍ þá væri ekkert
vandamál. Ef Snædís byggi bara í
Örlög mín eru að fara
á þing einn daginn
Snædís Rán er nemandi á öðru ári við stjórnmálafræði í HÍ. Hún er rammpólitísk og liggur ekki á skoðunum sínum,
sérstaklega ekki í tímum hjá Hannesi Hólmsteini. Það sem hindrar Snædísi hins vegar í náminu er skortur á aðstoð við
heimaverkefni, sem NPA þjónustunni gengur illa að skaffa.
skólanum og fengi alla þjónustu hér,
þá væri það mjög fínt,“ segir Mar-
grét og túlkar á sama tíma fyrir Snæ-
dísi. Þær skella báðar upp úr. Snæ-
dís er sammála, skólinn er hennar
draumaland.
Getur bara verið til á virkum
dögum
Utan skólatíma fær Snædís oft ekki
svör fyrr en á síðustu stundu hvort
túlkur fæst fyrir hana þegar hún
þarf á því að halda. „Það er leiðin-
legt að standa í því. Ef ég vissi með
meiri fyrirvara að ég fengi ekki túlk
þá gæti ég leitað annað eða reynt að
færa til það sem ég þarf að gera,“ seg-
ir Snædís en það getur verið erfitt að
fá túlka utan skrifstofutíma. „Það er
auðvitað alls ekki alltaf hægt að færa
það sem ég þarf að gera yfir á virka
daga fyrir klukkan fjögur,“ bætir
Snædís við, hún skrifaði einmitt fær-
slu á facebook um daginn, hálfgerða
ádeilu, þar sem hún sagðist bara geta
verið til á virkum dögum á milli átta
og fjögur eða níu og fimm. Og helst
ekki á sumrin.
Í sumar, þegar Snædís fór á ráð-
stefnu í útlöndum, þá þurfti hún að
hafa með sér heimatilbúna túlka,
en til samanburðar þá var danskur
strákur á ráðstefnunni með fjóra fag-
lærða túlka með sér. Snædís þekkir
þó ekki nógu vel til kerfisins í Dan-
mörku til að vita hvernig þessum
málum er háttað þar. En miðað við
upplifun hennar af ráðstefnunni má
ætla að þjónustan sé þróaðri þar.
Ef Snædís þarf svo á meiri þjón-
ustu að halda en fjármagn er til
fyrir, eða ef starfsfólk fæst ekki,
þá þarf hún að borga úr eigin vasa
eða redda sér aðstoðarfólki sjálf. En
hún greiddi til dæmis sjálf laun fyrir
starfsfólkið á ráðstefnunni. „Ég þarf
að hugsa mig um hvort ég tími að
borga hitt og þetta og spái stund-
um í því hvort ég eigi að fara með
skuldina niður í ráðuneyti.“
Fór í mál við ríkið
Snædís höfðaði mál gegn Samskipta-
miðstöð heyrnarlausra og heyrnar-
skertra og íslenska ríkinu árið 2014
vegna þess að henni var synjað um
endurgjaldslausa túlkaþjónustu,
þegar peningar úr túlkasjóðnum
voru uppurnir. Hún vann málið,
lagði íslenska ríkið, sem var dæmt
til að greiða henni miskabætur. Hún
segir ríkið hins vegar ekki hafa tekið
við sér í kjölfar dómsins, því lítið hef-
ur breyst hvað þjónustuna varðar.
„Af því það er ekki nægt framboð á
fólki og fjármagni, þá þarf til dæmis
að forgangsraða túlkapöntunum eft-
ir mikilvægi, en ég veit ekki hvern-
ig það er gert því það er ekki þeirra
ákveða að eitt verkefni sé mikil-
vægara en annað. Fólk hlýtur að vita
það best sjálft hvað er mikilvægt,“
segir Snædís og það er augljóst að
henni svíður óréttlætið.
„Þetta kerfi er reyndar í þró-
un og ég vona að þetta fari að lag-
ast bráðum. NPA samningurinn er
bara tilraunaverkefni ennþá þannig
það þarf að endurnýja hann einu
sinni á ári og stundum oftar. Stund-
um koma upp flækjustig. Eins og
þegar það var ekki hægt að endur-
nýja hann að fullu því það vantaði
fjármagn. Hann var bara endurnýj-
aður til þriggja mánaða. Núna veit
ég til dæmis ekki hvort það tekst að
endurnýja hann fyrir áramót því það
koma ekki svör frá ráðuneytinu,“
segir Snædís sem lifir því í raun í
stöðugri óvissu, eins og málum er
háttað í dag.
Fyrst menntun svo pólitík
Þar sem við erum staddar aðgengis-
setrinu, umkringdar tölvum, ákveða
Snædís og Margrét að sýna blaða-
manni hvernig þær vinna verkefni
saman á tölvu þegar líður á viðtalið,
en Snædís getur lesið sjálf af tölvu-
skjá þegar letrið hefur verið stækk-
að mjög mikið. Hún leiðbeinir að-
stoðarmanni hvað gera skal og gefur
fyrirmæli um hvað eigi að skrifa því
hún getur ekki skrifað sjálf á lykla-
borðið.
Margrét segir Snædísi algjöran
snilling í að gefa munnleg fyrirmæli.
„Þetta er sérstakur hæfileiki en ég
veit ekki hvort hann er meðfædd-
ur eða hún hefur þróað hann með
sér. Ég get þetta ekki. Hún stýrir
mér fullkomlega með orðum og ég
er eins og vélmenni,“ segir Margrét
og brosir. „Ég er alveg „foolproof“,“
bætir Snædís kímin við. Hún sér fyr-
ir sér að læra eitthvað meira þegar
hún hefur lokið stjórnmálafræði-
náminu, en segir það verða erfitt að
velja eitthvað eitt til að sérhæfa sig í.
Þá heillar pólitíkin hana líka.
„Ég held að það séu örlög mín að
fara á þing einn daginn. Ég er reynd-
ar ekki búin að ákveða fyrir hvaða
flokk. Það er best að vera óflokks-
bundin fyrst um sinn. Ég veit það
allavega fyrir víst að ég geng hvorki
í Sjálfstæðis- né Framsóknarflokk-
inn,“ segir Snædís en hún hefur
verið mjög virk í hagsmunabaráttu
síðustu árin og er meðal annars for-
maður Fjólu, félags fólks með sam-
þætta sjón- og heyrnarskerðingu.
„Ég ætla samt að klára að mennta
mig áður en ég fer út í pólitík. Ég vil
geta verið málefnaleg. En ég á örugg-
lega oft eftir að springa á leiðinni,
allavega í þessu námi,“ segir hún og
hlær.
En Snædís á líka önnur áhugamál.
„Mér finnst mjög gaman að gróður-
setja og rækta tré. Það er eitt af mín-
um helstu áhugamálum yfir sumar-
ið. Mér finnst líka gaman að borða.
Annars er ég alltaf með þráhyggju
fyrir einhverju og sökkvi mér ofan
í hluti. Svo kemur það fyrir að ég
er í einhverjum aðstæðum þar sem
vitneskja mín kemur sér vel,“ segir
Snædís og Margrét hlær. Hún kann-
ast við þráhyggjuna í Snædísi og seg-
ir hana vita ótrúlegustu hluti.
Frábær þjónusta í HÍ Snædís fær alla þá þjónustu sem hún þarf til að geta stundað nám sitt
innan veggja Háskóla Íslands. Öðru máli gegnir um aðstoð sem hún þarf utan skólatíma.
Mynd | Hari
Ég á rétt á þjón-
ustu allan sólar-
hringinn, en sá samn-
ingur tekur ekki mið af
kjarasamningi, heldur
einhverri óskhyggju um
hvað það ætti að borga
á tímann.
…viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2016
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is.
Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.