Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 25.11.2016, Page 82

Fréttatíminn - 25.11.2016, Page 82
Ekki „snooze-a“ Margir kannast líklega við það að ýta á „snooze“ takkann á vekjara- klukkunni til að þagga niður í henni þegar hún byrjar að hringja frekjulega alltof snemma á morgn- ana. Það er svo freistandi að sofa fimm mínútur lengur. Og jafnvel aðrar fimm. Og áður en þú veist af er „snoozið“ orðið að hálftíma. En þó þú hafir sofið næstum hálf- tíma lengur en þú ætlaðir þér þá ertu líklega þreyttari en þú hefðir verið ef þú hefðir farið strax á fæt- ur. „Snooze-ið“ raskar nefnilega svefnmynstrinu þínu. Ef þú freist- ast til að ýta á „snooze“ takkann getur það verið vísbending um að þú fáir almennt ekki nægan svefn, eða að þú vakir of lengi um helgar sem verður til þess að þú þarft meiri svefn á virkum dögum. Langbest er að vakna við dag- ljósalampa, sem byrjar hægt og rólega að lýsa upp herbergið þitt hálftíma áður en þú ferð á fætur. En ef þú átt ekki þannig, reyndu þá að hunskast á fætur þegar klukkan hringir í fyrsta sinn. Ekki skoða símann Mörg gerumst við eflaust sek um það að kíkja á símann um leið og við vöknum. Tékka á tölvupósti, facebook-skilaboðum og öðru. En þetta getur valdið óþarfa stressi í upphafi dags. Það er mun betra að geyma símann í öðru herbergi á nóttunni og kíkja ekki á hann fyrr en við erum tilbúin að fara út í daginn. Prófaðu að gera þetta í nokkra daga og sjáðu hvort það dregur ekki úr morgunstressinu. Ekki sleppa æfingu Það getur verið ansi erfitt að koma sér á æfingu eldsnemma á morgn- ana, en það gæti einmitt verið lykillinn að góðum degi, betri næt- ursvefni og lægri blóðþrýstingi. Reyndu að skipuleggja æfingar áður en þú mætir í vinnuna tvisvar eða þrisvar í viku, og taktu mætinguna jafn alvarlega og þú værir að fara á mikilvægan fund. Að sleppa æfingu til að sofa lengur getur haft þveröfug áhrif og þú verður þreyttari yfir daginn en þú hefðir orðið ef þú hefðir rifið þig upp og skellt þér á æfingu. Ekki fara í of heita sturtu Eins og það er notalegt að fara í heita sturtu á köldum vetrar- morgnum þá er það ekki endilega það skynsamlegasta sem þú gerir. Heit sturta getur nefnilega verið ertandi fyrir húðina og þurrkaða hana upp. Þetta getur valdið kláða yfir daginn. Best er að fara í volga sturtu og nota góða og hlutlausa sápu sem þurrkar ekki húðina. Heit getur vissulega verið góð fyrir blóðflæðið en það er munur á heitri og of heitri sturtu. Ef húðin er rauð eftir sturtu, er vatnið of heitt. Ekki borða kolvetnabombu Að borða mjög kolvetnaríkan morgunmat get- ur verið ávís- un á þreytu og svengd löngu fyrir hádegismat. Þegar líkaminn hefur melt kol- vetnin þá getur blóðsykurinn fallið og þú verður orkulaus. Betra er að borða trefja- og próteinríkan morgunmat, sem tekur líkamann dágóða stund að melta. Gott er að hafa í huga að það er líka óskynamlegt að sleppa morgun- matnum. Þá hefurðu enga orku fyr- ir hádegi og ert líklegri til að úða í þig mjög hitaeiningaríkufæði eftir hádegi. Ekki sleppa teygjum Ekki gleyma því að teygja úr þér á morgnana. Teygjurnar gera nefnilega gæfumuninn fyrir liði og vöðva. Á nóttunni eiga vöðvarnir það til að stífna upp, því þeir sofa líkt og við. Ef þú stekkur fram úr rúminu án þess að teygja gætirðu fundið fyrir stífleika og verkjum, sem eiga sér engar aðrar skýringar en að vöðvarnir eru ekki tilbúnir að takast á við þessar hreyfingar. Teygðu vel úr höndum og fótum á meðan þú liggur í rúminu og snúðu úlnliðunum. Þannig kemur blóðinu af stað og teygjanleiki vöðvanna eykst. Vendu þig af slæmum morgunsiðum Morgunrútínan þín getur haft mikil áhrif á restina af deginum. Margir hafa eflaust vanið sig á fasta siði á morgnana, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Sumir þessara siða eru verri en aðrir og geta haft slæm áhrif á daginn þinn. Hér eru dæmi um nokkra slæma siði sem ekki er gott að viðhafa ef þú vilt eiga góðan dag. Curcumin  er allt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið túrmerik. Curcumin hefur jákvæða verkun gegn slæmum liðum, gigt, bólgum og magavandamálum, styrkir hjarta- og æðakerfið og ásamt því að bæta heilastarfsemi og andlega líðan.  Bætiefnið er unnið úr túrmerik rót frá Indlandi og er 100% náttúrulegt, inniheldur engin rotvarnarefni og er framleitt eftir ströngustu gæða- kröfum (GMP vottað). Ráðlögð notkun: Taktu tvö grænmetishylki með vatnsglasi yfir daginn. Hreint Curcumin er margfalt áhrifameira en Túrmerik ...heilsa kynningar 10 | amk… FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2016 Helga Óskarsdóttir er laus við stingandi sársauka og er hætt að taka inn verkjalyf eftir að hún byrjaði að taka inn Curcumin frá Natural Health Labs . Mynd | Rut Öflug og náttúruleg vörn gegn verkjum í liðum Helga Óskarsdóttir fann fyrir miklum sársauka vegna viðkvæmni í liðum sem hefur nánast horfið eftir að hún hóf að taka inn Curcumin frá Natural Health Labs. Unnið í samstarfi við Balsam Helga Óskarsdóttir, rit-stjóri vefritsins Artsýn, vefhönnuður og mynd-listarkennari þurfti að þola stingandi sársauka hvern dag vegna viðkvæmni í liðum. Hún kennir börnum myndlist og þarf bæði að standa mikið og ganga um sem veldur álagi á liði. Aðeins viku eftir að hún hóf inntöku á Curcumin var sársauk- inn næstum horfinn og lífsgæði hennar hafa aukist til muna. Með stingandi sársauka í liðum „Ég var alltaf með stingandi sársauka og var mjög slæm í hnjánum og mig verkjaði til dæm- is alltaf þegar ég var að toga af mér skó,“ segir Helga. Hún ákvað að prófa að taka Curcumin og átti satt best að segja ekki von á að það mundi bera eins mik- inn árangur og raun ber vitni. „Ég hef tekið inn Curcumin síðastliðna sex mánuði, með hléum. Í hvert sinn sem ég geri hlé á inntöku þá kemur sársaukinn undantekn- ingarlaust aftur. Ég hefði aldrei trúað því að þetta gæti haft svona stórvægileg áhrif,“ segir Helga. Hefur öðlast nýtt líf „Ég er ekki hrifin af því að vera að taka verkjalyf en ég hef ekki alltaf komist hjá því. Núna er ég hinsvegar alveg hætt að taka inn verkjalyf því mér líður svo mikið betur. Curcumin hefur haft almenn góð áhrif á mig og styrkt mig alla, sem meðal annars skilar sér í vellíðan, betri nætursvefni og auknu út- haldi,“ segir Helga.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.