Fréttatíminn - 25.11.2016, Page 84
kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol
la
k
aff
itá
R
f
rá
bý
li
í b
ol
la
ka
ff
itá
r
f
rá
býli
í boll
a
hátíðí bæ
alla föstudaga...
Farðu til Dalvíkur
Skíðasvæðið á Böggvisstaðafjalli við Dalvík verður opið um helgina, fyrst
skíðasvæða á Íslandi þennan veturinn. Skundið norður!
Ætlar ekki að standa þögul hjá
Leah Remini neitar að láta Vísindakirkjuna þagga niður í sér.
Robbi Kronik
snýr aftur
Athafnamaðurinn Róbert
Aron Magnússon er fluttur aftur
til Íslands eftir áralanga dvöl í
London þar sem hann vann meðal
annars að uppgangi Hamborgara-
búllu Tómasar. Heimkoma Robba
boðar gott fyrir aðdáendur hip
hops því nú hefur verið tilkynnt
að útvarpsþátturinn Kronik hefji
göngu sínu á ný á X-inu eftir um
tíu ára hlé.
Kronik fór fyrst í loftið árið 1993
og ruddi veginn fyrir íslensku hip
hop- og rappsenuna sem nú er í
miklum blóma.
Ásamt Robba mun Bene-
dikt Freyr Jónsson stýra Kron-
ik og verður þátturinn á hverj-
um laugardegi frá klukkan 17-19.
Fyrsti þátturinn fer í loftið á
morgun og munu þeir félagar
spila nýja hip hop tónlist í bland
við gamla ásamt Dancehall og
Grime og öðru skemmtilegu. Góð-
ir gestir verða í hverjum þætti og
gestaplötusnúðar.
Leah Remini frumsýndi á
dögunum fyrsta þáttinn í
heimildaþáttaserínunni
Leah Rimini: Vísindakirkj-
an og eftirköstin þar sem
hún bæði talar um eigin
reynslu af kirkjunni og tek-
ur viðtöl við fólk sem hefur
orðið illa útleikið eftir veru
sína þar. Remini yfirgaf
kirkjuna árið 2013
og skrifaði bók þar
sem hún rakti reynslu sína af söfn-
uðinum sem var langt frá því að
vera ánægjuleg. Að sögn Remini
og fleiri fyrrverandi meðlima
viðgengst ofbeldi, kúgun, heila-
þvottur og kynferðisleg áreitni
innan kirkjunnar.
Í viðtali við Ellen DeGeneres
í vikunni sagðist Remini finna til
ábyrgðar gagnvart þeim sem hafa
ákveðið að hætta í söfnuðinum. Hún
sé í aðstöðu til að segja fólki hvernig
málum sé háttað. Hún hefur opin-
berlega látið stjórnendur Vísinda-
kirkjunnar vita að hún ætli ekki að
standa þögul hjá meðan þeir ráðast
á fólk sem hættir í kirkjunni með
svívirðingum og lygum.
Söfnuðurinn brást að vonum
ókvæða við nýju heimildamynda-
þáttunum og sendi frá sér ítarlega
yfirlýsingu þar sem Remini er sögð
athyglissjúk leikkona með ferilinn í
ruslinu og því sé þetta hennar leið til
þess að fá uppreisn æru – og kannski
einhver hlutverk í leiðinni. Remini
vísar þessu vitanlega á bug og segir
tilganginn með því að tala um þetta
þann einan að mögulega sjái fleira
fólk ljósið og finni kjarkinn til þess
að snúa baki við Vísindakirkjunni.
Remini segist afar heppin að fjöl-
skylda sín hafi kosið að fylgja sér úr
kirkjunni. Gjarnan missir fólk öll
tengsl við fjölskylduna sína þar sem
meðlimum er stranglega bannað að
hafa samband við ættingja sem yfir-
gefið hafa söfnuðinn.
Leah Remini Neitar að láta Vísinda
kirkjuna þagga niður í sér.
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT
Faðir vor,
þú sem ert
á himnum.
Helgist þitt
nafn, til
komi þitt
ríki, verði
þinn vilji...
www.versdagsins.is