Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Ég man hvað mér fannst það skrítin tilhugsun áður en ég gerðist nunna að búa innilokuð á ein-um stað allt lífið.
En þegar maður fær köllun þá
verður þetta andlega líf eins og
stöðugt ævintýri. Ævintýrið er
raunverulegt þó það gerist innra
með manni, það byggir ekki á
neinni ímyndun, enda þarf maður
að vera mjög raunsær til að gerast
nunna því við þurfum að geta lif-
að eftir svo mörgum reglum,“ seg-
ir Agnes en hún er ein af þeim tólf
pólsku konum sem búa í Karmelk-
laustrinu í Hafnarfirði.
Karmelreglan er kaþólsk trúar-
regla sem sögð er hafa verið stofn-
uð snemma á tólftu öld, við fjallið
Carmel í Palestínu. Reglan er íhug-
unarregla sem þýðir að konurnar
sem tileinka henni líf sitt fara nán-
ast aldrei út fyrir veggi klaustursins
og eyða átta tímum af deginum í
bænir og lestur trúarrita, auk þess
að heita því að lifa við skírlífi og
fátækt. Í dag má finna Karmelk-
laustur víðsvegar um heiminn en
byggingu klaustursins í Hafnarf-
irði var lokið árið 1939. Árið 1983,
þegar klaustrið hafði verið tómt í
nokkurn tíma, var ákveðið að flytja
sextán ungar nunnur úr fjölmennu
klaustri í Elblag í Póllandi til Ís-
lands og var Agnes í þeirra hópi.
Síðan þá hafa sumar þeirra verið
sendar í nýtt klaustur í Tromsö í
Noregi og nýjar komið í staðinn en
Agnes hefur verið í Hafnarfirði síð-
an og mun aldrei fara þaðan.
Fann trúna óvart
Agnes var nítján ára menntaskóla-
stúlka í Kraká þegar hún fann trúna
og ári síðar fékk hún köllun sem
hún lýsir sem andlegri upplífgun.
„Ég er fædd inn í mjög venju-
lega pólska fjölskyldu. Við fórum
líkt að aðrir í messu á sunnudög-
um, meira vegna hefðarinnar en af
trúrækni. Þegar ég var nítján ára
flutti ég að heiman á stúdentagarða
í Kraká og hóf nám í vistfræði við
háskólann. Þar kynntist ég hópi af
fólki sem hittist reglulega til að lesa
biblíuna saman og ég varð forvitinn
um þennan félagsskap. Ég fór að
hitta þau einu sinni í viku og eft-
ir því sem við hittumst oftar fann
ég hvernig eitthvað breyttist innra
með mér og þegar eitt ár var liðið
fór ég að finna sterkt fyrir því að
guð er kærleikur. Ég fann mikla
Strauk að heiman
til að gerast nunna
Agnes var nítján ára menntaskólastúlka í Kraká
þegar hún fékk köllun um að verða nunna.
Þremur árum síðar, árið 1983, var hún send
ásamt sextán ungum nunnum frá Póllandi í
Karmelklaustrið í Hafnarfirði.
gleði og frið í hjartanu en á sama
tíma var ég hissa því ég bjóst alls
ekki við þessum tilfinningum. Ég
var glöð og ánægð áður, það am-
aði ekkert að í mínu lífi og það var
ekkert sem ég var að forðast. Ég
var í skemmtilegu námi, ég var í
vinnu og mjög ánægð. Upphaflega
var ég bara forvitin en ekki and-
lega leitandi, en allt í einu fann ég
hjarta mitt fyllast af innri gleði. Ég
fór að bera þessa gleði saman við
jarðneska gleði og sá að þetta var
öðruvísi gleði því hún var sterkari
og henni fylgdi svo mikill friður.“
Skilaboð frá Jesú
Sumarið eftir fyrsta háskólaárið fór
Agnes í heimsókn til systur sinn-
ar sem býr í sveitinni utan við
„Foreldrar mínir skildu
ekkert hvað var að gerast
og spurðu hvort ég væri
nokkuð orðin geðveik.“
Myndir | Halla
Í mörgum klaustrum deila nunnur
herbergjum en í Karmelklaustri fær
hver nunna sitt herbergi þar sem
reglan byggir á andlegri íhugun.
Systurnar nota tvo tíma á dag til að
hugleiða en lesa líka andlega texta í
næði í sínu herbergi auk þess að nýta
herbergin til að skreyta kerti.
Á hverjum degi eftir messu ganga systurnar um
dimma ganga klaustursins með kerti og biðja
sérstaka bæn fyrir einni systranna. Þannig fær hver
systir sinn sérstaka dag, á tólf daga fresti.
krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma@krumma.is
Jólagjafirnar fást í verslun
KRUMMA
við Gylfaflöt 7
Opið: 23. des 8.30-23.00
24. des 10.00-12.00