Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 23.12.2016, Síða 26

Fréttatíminn - 23.12.2016, Síða 26
NÝ SENDING MEÐ JÓLAKJÓLUM OG TOPPUM Mikið úrval í stærðum14-28 eða 42-56 Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is 26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 stöðum. Annað er exótískara. „Á Hótel Loftleiðum er boðið upp á skemmtun með egypska sjón- hverfinga- manninum Gally Gally sem býður upp á atriði með sex lif- andi kjúkling- um. Ekki er tilgreint í aug- lýsingu hvað hann gerir við þá og í kvik- myndahús- um má sjá My fair Lady og Sigurð Fáfnis- bana sem að hluta var tekin upp hér á landi.“ Stærsta nýjungin í jólahaldi margra landsmanna árið 1966 er tilkoma Sjónvarpsins sem þá hef- ur nýhafið göngu sína. Dagskráin á aðfangadagskvöld er hins vegar stutt. Sr. Sigurbjörn Einarsson bisk- up þjónar fyrir altari í guðsþjón- ustu klukkan 22 og síðan er boðið upp á Jólaóratoríu Bachs. „Á jóladag var síðan fyrsta jólastundin okkar í boði fyrir börnin. Hún var í umsjón Hinriks Bjarnasonar og þá var sjón- varpsdagskrá fyrir börnin upptalin.“ Árið 1966 eru jólin orðin tími nokkurs munaðar hjá þeim sem geta leyft sér slíkt. Smákökur eru bakað- ar og jafnvel hægt að kaupa þær inn- fluttar og tilbúnar hjá Silla og Valda. „Konfekt og vindlar eru líka auglýst- ir og seldir en vínmenningin er fá- tækleg. Það er ekki sérlega algengt að vín sé drukkið með jólamat, það var einkum keypt á veitingastöð- um,“ segir Jón Páll. Í blöðum er nákvæmlega útlistað, jafnvel með teikningu, hvar íslensk skip og flugvélar eru stödd í ver- öldinni þegar jólin ganga í garð og Velvakandi Morgunblaðsins veltir fyrir sér jafnvæginu milli andlegra og veraldlegra gæða þegar jólin koma: Við segjum stundum, að allt skrautið, allt góðgætið – öll hin ytri gleði skyggi á jólin. En er þetta að öllu leyti rétt? Af hverju leggja menn á sig meira en alltaf endra nær – einmitt um jólin? Nútímafólk sem vill gera sér og sínum verulega hátíðleg og gleðileg jól, not- ar tæki samtíðarinnar til þess að lýsa upp hýbýli sín og gera hátíðina eftir- minnilega að öðru leyti, t.d. í mat og drykk. Er nokkuð eðlilegra? Þarf það endilega að sýna, að við séum rofin úr tengslum við sögu og fortíð, höfum gleymt helgisögunni og þýðingu henn- ar? Mundum við leggja jafnmikið á okkur ef við hefðum í rauninni gleymt þessu öllu? Í Alþýðublaðinu segir í leiðara: Hlutskipti Íslendinga hefur hin síðustu ár verið mjög gott, ef borið er saman við allan þorra mannkynsins. Óvíða eru lífskjör eins góð og jöfn. Óvíða er frelsi einstaklingsins eins mikið. Óvíða býr fólk við meira öryggi frá vöggu til grafar. Leit er að svo miklum gróanda í menningarlífi, sem hér er að finna. Jólin 1916 Árið 1916 geisar heimsstyrjöld sem er byrjuð að setja mark sitt á að- flutning til Íslands sem auðvitað er fábreyttari en í dag, ekki síst þegar kemur að vörum sem sérstaklega eru ætlaðar fyrir jól. Aðfangadagur 1916 er á sunnudegi og það er áfeng- isbann í gildi á Íslandi, algjört bann við neyslu þess hefur verið í gildi frá upphafi árs 1915. „Margt í matarvali kemur okkur kannski spánskt fyrir sjónir þegar við færum okkur aftar í tímann,“ segir Sigurlaugur Ingólfsson, starfs- maður Borgarsögusafns. „Árið 1916 örlar til dæmis enn á þeim gamla sið að menn slátri jólaá, eins og það var kallað. Þetta lifir kannski lengst á Vestfjörðum en líka víð- ar. Kjötið var soðið í spað og haft í súpu á aðfangadag. Annað kjöt- meti er líka algengt á aðfangadag, kálfakjöt, saltkjöt, magálar og sperðlar. Sumir borða heitt hangi- kjöt á aðfangadag og kalt á jóladag. Þetta virðist manni mjög misjafnt, til dæmis ef litið er í þjóðháttasafn Þjóðminjasafnsins. Meðlætið á þess- um tíma er líka farið að vera kunn- uglegt, til dæmis voru hveitijafn- ingurinn og brúnuðu kartöflunnar komnar.“ Sigurlaugur segir að hinn rómaði epla innflutningur sé hafinn 1916. „Hann kemur til undir lok 19. aldar og er frekar fyrr á ferðinni í kaup- stöðum, eins og gefur að skilja. Fyr- ir norðan er laufabrauðið aðallega bakað en hafði verið algengara víð- ar um land áður. Það er því ekkert endilega norðlenskur siður þó það lifi þar lengur og jafnar en annars staðar á landinu.“ Árið 1916 voru komin upp jóla- tré í stofum landsins. „Þá erum við að tala um smíðuð tré sem við köllum stundum „þessi gömlu ís- lensku“. Þau koma fyrst í kaupstöð- um svona um 1890 og dreifast síðan víðar. Menn smíða trén sjálfir og því eru útgáfurnar með ýmsum hætti. Trén voru jafnvel vafin með lyngi og sett á þau marglit og snúin kerti. Það eru líka komnar stjörnur úr pappa og álpappír, hjörtu og einnig eru hengd á trén kramarhús með kandís og rúsínum.“ Jólin kalla auðvitað á böð og spariföt og um þetta leyti eru jóla- böll að færast í aukana, ekki síst í félagsheimilum sem komin eru til sögunnar víða um land. Þar er dansað í kringum jólatré en þegar jólin ganga í garð er guðsorð les- ið fyrir heimilisfólkið. „Húslestur- inn fór þá fram klukkan sex á að- fangadag, en hann átti síðan eftir að dofna þegar Ríkisútvarpið hóf göngu sína árið 1930. Ásamt rímum og kvöldvökum var jólahúslestur- inn fórnarlamb þeirrar nýju tækni.“ Jólagjafnirnar eru komnar til sögunnar árið 1916 og jólaköttur- inn lifði góðu lífi í hugum fólks. „Ís- lensku jólasveinarnir kveikja hins vegar ekki mikinn áhuga, virðist manni, á þessum tíma. Þeir ná ekki „Árið 1916 voru komin upp jólatré í stofum lands- ins. „Þá erum við að tala um smíðuð tré sem við köllum stundum „þessi gömlu íslensku“.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.