Fréttatíminn - 30.12.2016, Qupperneq 10
Hælisleitendur „Ég veit ekki hver
er ábyrgur, en ég mun komast að
því, og ég mun byrja á Útlendinga-
stofnun,“ segir Bujar Rama, eldri
bróðir Bejtullah Rama, sem
kveikti í sér í byrjun desember í
Víðinesi, þar sem hann dvaldi sem
hælisleitandi.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Bejtullah kom hingað til lands
sem hælisleitandi frá Makedóníu í
vetur. Hann bjó áður í höfuðborg
Makedóníu, Skopje, og er af al-
bönskum uppruna. Hann var 25 ára
gamall þegar hann lést.
„Bróðir minn var mjög duglegur.
Hann vann í Skopje á skyndibita-
stað og var að koma undir sig fótun-
um þegar fortíðin bankaði upp á,“
útskýrir Bujar sem er þremur árum
eldri en bróðir hans, en Fréttatím-
inn ræddi við hann þar sem hann
var staddur í Makedóníu.
Bejtullah var yngsti bróðirinn í
fjölskyldunni og átti í vandræðum á
unglingsárum að sögn Bujar.
„Hann var villtur. Hann átti það
til að slást og lenda í vandræðum,“
segir Bujar, en bróðir hans virðist
hafa náð tökum á lífi sínu og virtist
vera að ná sér á strik.
„Svo kom að því að hann var
handtekinn vegna slagsmála sem
hann lenti í þegar hann var sautján
ára gamall. Þá lá fyrir að hann yrði
að fara í fangelsi,“ segir Bujar. Bróð-
ir hans óttaðist fangelsið og skyndi-
lega var framtíð hans ótrygg.
„Albanir fá ekki góða meðferð í
makedónískum fangelsum,“ útskýr-
ir Bujar. „Ég settist því niður með
honum og sagði honum að nú væri
síðasta tækifærið runnið upp. Hann
yrði að fara úr landi ef hann ætl-
aði að eiga sér einhverja framtíð.
Ég keyrði hann því upp á flugvöll-
inn í Pristina og þaðan flaug hann
til Íslands.“
Bujar segir bróðir sinn hafa leit-
að til Íslands í von um að fá ein-
hverja vinnu og skapa sér nýja
framtíð. Í fyrstu var hann von-
góður, hann vann sem verkamað-
ur um skamman tíma, en svo fékk
hann svarið. Það var það sama og
Útlendingastofnun gefur öllum hæl-
isleitendum sem flýja heimahagana
af efnahagslegum ástæðum. Svarið
var nei.
Bróðir hans hafði dvalið í
skamman tíma á Víðinesi. Í stað
þess að snúa aftur heim og takast
á við afleiðingar gjörða sinna, tók
hann til örþrifaráða. Hann hellti
yfir sig eldfimum vökva á herbergi
sínu, og kveikti í sér.
Fréttatíminn ræddi við palest-
ínska flóttamanninn Saif Anfana,
daginn eftir að Bejtullah kveikti í
sér. Hann lýsti því hvernig aðrir íbú-
ar hefðu elt hann logandi um ganga
hússins og niður í fjöru. Þar datt
Bejtullah í fjörugrjótinu og félagar
hans náðu að slökkva eldinn. Þá
átti hann eftir að heyja dauðastríð
á Landspítalanum í nokkra daga.
„Þegar ég heyrði fréttirnar hérna
heima, þá grunaði mig strax að
þetta væri hann,“ segir Bujar. Rauði
krossinn hafði samband við hann
skömmu síðar og bauð honum til
Íslands, sem Bujar þáði.
Hann sat með bróður sínum, sem
var þungt haldin, í tvo daga, áður
en hann lést. Bujar segist hafa farið
heim á hótelherbergi sitt í skamma
stund. Þegar hann snéri aftur, var
bróðir hans látinn.
Bujar segist hafa farið á Víðines
og sótt eigur bróður síns. „Þar hitti
ég kunningja minn frá Makedóníu.
Hann var ekki sami maðurinn og
ég þekkti heima,“ segir Bujar og
bætir við að það sé eitthvað meira
en mikið að í hælisleitendamálum
hér á landi. Hann er einnig reiður
öllum eftirlitsaðilum. Bujar full-
yrðir að hælisleitendur sem voru
með Bejtullah á Víðinesi hafi gert
Útlendingastofnun, Rauða Krossin-
um og starfsfólki á Víðisnesi viðvart
um að bróðir hans hafi verið að tala
um sjálfsmorð.
„Samt gerði enginn neitt,“ segir
Bujar.
Hann segir fjölskyldu sína eiga
erfitt með að takast á við dauða
bróður hans. „Við erum enn að
gráta,“ segir Bujar.
Það er ljóst af samtalinu við Buj-
ar að fjölskyldan hans er enn mjög
reið.
„Það þarf sérstaka ástæðu til þess
að fremja sjálfsmorð með þessum
hætti, og einhver er sekur,“ segir
Bujar sem segist stefna á að snúa
aftur til Íslands og draga hvern
þann sem hann telur ábyrgan fyrir
andláti bróðir síns til ábyrgðar.
„Í mínum huga er blóðið á hönd-
um ríkisstjórnarinnar, þessari
sömu og stýrir Útlendingastofnun,“
segir hann. „Bróðir minn kom til
Íslands í leit að betra lífi, hann fór
þaðan látinn,“ segir Bujar.
Bujar segir háværa þögn hafa
umlukið andlát bróður síns. Þannig
hafi hann aldrei verið nefndur á
nafn í umfjöllun um málið á eft-
ir. Bujar segist gruna að þar sé um
þöggun að ræða. „Það er óþægilegt
fyrir yfirvöld ef það kemur andlit á
þann sem lést í þeirra umsjá,“ seg-
ir hann. Bujar segist leita réttlæist
fyrir bróður sinn, hann vilji draga
einhvern til ábyrgðar.
„Bróðir minn var frábær mann-
eskja, hann átti betra skilið,“ segir
Bujar.
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016
Bujar er litlu eldri en
bróðir hans. Hann
sendi bróður sinn til
Íslands í von um að
hann gæti búið sér til
nýtt líf.
Kennir yfirvöldum
um dauða bróður síns
Bejtullah var illa brunninn þegar félög-
um hans tókst loks að slökkva eldinn.
Hann átti þá enn eftir að heyja kvalar-
fullt dauðastríð á Landspítalanum.
Bejtullah fyrir miðju í Makedóníu þegar hann starfaði sem verkamaður.
Bujar segir að starfsfólki hjá
Útlendingastofnun hafi verið gert
viðvart um sálarástand Bejtullah, en
enginn hafi gripið í taumana.
Ferðaþjónusta Bragi Benedikts-
son, bóndi á Grímsstöðum á
Fjöllum, var lagstur upp í sófa
með nýja bók þegar útkall barst á
jólanótt.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Þetta var ekkert mál, útkallið sem
kom daginn eftir, á annan í jólum,
var meira mál,“ segir Bragi Bene-
diktsson bóndi á Grímsstöðum á
Fjöllum en hann kom hópi ferða-
manna til bjargar þegar klukkan
var að nálgast miðnætti á jólanótt.
Grímsstaðir á Fjöllum er eini
bærinn í byggð frá Möðrudal að Mý-
vatni og fær Bragi oft símtöl vegna
ferðamanna í vanda. Þetta var því
ekki í fyrsta sinn sem Bragi, sem er
að nálgast áttugasta aldursárið, hef-
ur þurft að hjálpa fólki í vanda en í
þetta skiptið var hann lagstur upp
í sófa með glænýja bók, saddur og
sæll eftir jólasteikina, þegar símtal-
ið barst. Nokkrir asískir ferðamenn
sátu fastir í snjóskafli við brúnna
á Jökulsá á fjöllum og úti var stór-
hríð. Ferðamennirnir voru óhultir
en komust hvorki lönd né strönd
og voru nokkuð skelkaðir að sögn
Braga. Eftir að hafa bjargað þeim úr
skaflinum bauð Bragi þeim heim á
Grímsstaði og gaf þeim afganga af
jólamat og rúm að gista í.
„Þetta var bara sjálfsagt. Það
er alltaf eitthvað að gerast og sí-
fellt meira eftir að ferðamanna-
straumurinn fór að aukast.
Aðalbjörgunarmaðurinn og sá
sem vinnur við þetta í fullu starfi er
nú samt hann Karl Viðar í Mývatns-
Bjargaði ferðamönnum á jólanótt
Bragi Benedikts-
son, bóndi á
Grímsstöðum á
Fjöllum, lætur
hvorki hátíðar né
veðurofsa stöðva
sig þegar kemur
að því að bjarga
ferðamönnum úr
ógöngum.
sveit. En stundum er ég styttra frá
og þá er hringt í mig. Þetta er bara
eitt af því sem maður verður að
gera,“ segir Bragi.
ÚTSALA
Við opnum kl. 12:00
mánudaginn 2. janúar
afsláttur
20 –70%