Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 30.12.2016, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 30.12.2016, Qupperneq 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 samanstanda af þáttum eins og líkamstjáningu, handahreyfingu og talanda en að stærstum hluta svipbrigðum. Rafræn samskipti skortir bæði hljómfall og látbragð en einnig orðalaus samskipti og því hafa lyndistákn fyllt inn í eyð- ur sem hrá orð ritaðs máls skilja eftir sig. Kaldhæðni, ást, háð, reiði og allur skali tilfinninga og tján- inga er nú gerður skiljanlegur með lyndistáknunum. Þau gera, oft og tíðum, ómannleg og fjarlæg staf- ræn samskipti mannlegri. „Emoji-táknin hjálpa okkur að bæta upplýsingum við skilaboðin sem annars væri ekki hægt að tjá í stafrænum samskiptum. Þau bæta upp fyrir eitthvað af þessum 93% sem tapast í stafrænum samskipt- um,‘‘ segir Rakel. Tjáknin vöktu mikla athygli á síðasta ári enda eitt slíkt valið orð ársins 2015 hjá Oxford orðabók- inni en orðabókin velur almennt orð sem talin eru endurspegla stemningu og anda ársins. Tjákn má finna í öllum snjallsím- um og á samfélagsmiðlum. Þau eru þar af leiðandi hluti af daglegu lífi flestra en það gerir að verkum að fyrirbærið er hápólitískt. Líkt og með önnur fyrirbæri sem valda breytni í hegðun, hugsanamynstri og málefnum er varða persónulega og þjóðfélagslega hagsmuni, þá er iðulega að finna einhvers konar yf- irvald sem heldur utan um lög og reglur. Í tilfelli tjáknanna þá heitir sú stofnun Unicode Consortium og sér um að koma skipulagi á kóðun og tákn tölvuiðnaðarins. Innan Unicode Consortium er undir- nefnd sem nefnist Unicode Emoji Subcommitte, og ber ábyrgð á lyndistáknunum. Nefndin sér m.a. um að uppfæra og endurskoða nú- verandi tjákn en tekur einnig við beiðnum um ný tjákn. Kona með slæðu Fyrr á árinu barst nefndinni t.d. beiðni um tjákn af stúlku með hi- jab-slæðu. Beiðnina má rekja til þess að vinkvennahópur í Þýskalandi stofnaði Whatsapp-skilaboðaspjall- þráð sín á milli. Táningsstúlkurnar ákváðu að velja sér hver og ein eitt tjákn sem átti að tákna þær sjálfar. Ein valdi ljóshærðu prinsessuna, ein valdi sér dansarann í rauða kjólnum, ein valdi sér dökkhærðu stúlkuna með síða hárið. Þegar hins vegar kom að því að hin 15 ára Rayouf Alhumedhi veldi sér lyndistákn, fann hún ekkert sem henni fannst tákna sig. Alhumedhi er múslimi og klæðist híjab-slæðu daglega. Íslam er næstfjölmenn- asta trú heimsins, áætlaður fjöldi múslima í heiminum er eitthvað á bilinu einn til einn og hálfur millj- arður. Fjöldinn allur af konum um allan heim ber slæður á hverjum degi. Það eru til tjákn af fólki af mis- munandi kynþáttum og með ýmsa háraliti. Það er tákn af manni með konunglegan lífvarðahatt og það er tákn af karlmanni með túrban. „Hvers vegna er ekki tákn af konu sem klæðist slæðu?,“ velti Alhumedhi fyrir sér og ákvað hún því að senda formlega beiðni um tjáknið til Unicode Emoji Subcommittee. Rayouf Alhumedhi er uppruna- lega frá Sádi Arabíu en býr í Þýska- landi. Hún byrjaði að klæðast slæðu þegar hún var 13 ára gömul. Í beiðni sinni til nefndarinnar tók hún saman sögu híjab-slæðunnar og greindi frá rannsóknum sem sýna mikilvægi þess en að rúm- lega 550 milljónir múslimskra kvenna um allan heim séu stoltar af því að klæðast slæðunni, og á þeim stafrænu tímum sem við búum við í dag, séu lyndistáknin bráðnauðsynleg eining í daglegum samskiptum. Sökum eðlis og notkunar eru tjáknin alþjóðlegur samskipta- máti, þau tala, má segja, alþjóðlegt tungumál. „Það skiptir miklu máli að í tjáknunum gæti fjölbreytileika þar sem þau eru orðin svo stór hluti af daglegum samskiptum og daglegu lífi. Það skiptir því miklu máli að flestir fái tákn sem tengist þeim og lýsir þeirra lífi. Það er áhugavert að skoða mismunandi jafnréttisbar- áttu í emoji-táknum. Þegar kemur t.d. að baráttu hinsegin fólks þá eru tjáknin að standa sig vel þar sem hægt er að velja hinsegin pör og fjölskyldur. En svo ef við skoð- um baráttu fatlaðs fólks, t.d. er einstaklingur að hlaupa, einstak- lingur að labba en það er ekki einstaklingur í hjólastól,‘‘ segir Rakel Tómasdóttir. Í haust bættust við 72 tjákn í snjallsímum okkar, meðal þeirra voru ólétt kona, svart hjarta, górilla, prins, innkaupakerra, dansandi maður, skeið, beikon og mjólkurglas. Unicode hefur ný- lega greint frá því að stúlkan með slæðuna verði í næstu uppfærslu tjákna, ásamt 55 öðrum nýjum tjáknum. Tjáknin eru orðin umfjöllun- arefni fræðimanna, fjölmiðla, listamanna og kvikmyndahúsa en Sony Pictures Animation vinna nú að teiknimynd sem nefnist The Emoji Movie og fer í sýn- ingar á næsta ári. Tjáknin hafa einnig orðið viðfangsefni þýðenda en hönnuður að nafni Joe Hale þýddi klassíska skáldsögu Lewis Carroll um Lísu í Undralandi yfir í tjákn. Hale er þeirrar skoðun- ar að tungumálið, eitt og sér, nái ekki utan um það sem átt er við. Hann telur lyndistáknin eina leið mannsins til þess að fara fram úr tungumálinu og öðlast einhvers konar hærra stig samskipta. Fyrsta ráðstefnan um tjákn Meira en 400 manns sóttu fyrstu ráðstefnuna um lyndistákn í San Fransisco í síðasta mánuði. Um var að ræða þriggja daga ráð- stefnu sem nefnist Emojicon og bar undirtitilinn „A Celebration of All Things Emoji‘‘ eða „hátíðahöld vegna alls er varðar tjákn‘‘. Ýmis- legt athyglisvert átti sér þar stað, þar á meðal rökræður fræðimanna um framtíð tungumálsins. Sagt er að sagan endurtaki sig. Samskipti manna gætu hafa byrjað á myndrænan máta með teikning- um á hellisveggi á forsögulegum tímum. Nú tugþúsundum árum síðar leitum við aftur í myndrænu samskiptin. Tjáknin virðast vera komin til að vera enda heppileg lausn á nýjum samskiptamáta stafræns heims sem skortir oft tengslin við hið mannlega eðli. Broskallinn sem hlær og grætur gleðitárum, hláturkarlinn tárvoti, varð fyrir valinu sem orð ársins 2015 hjá Oxford orðabókinni. Brot úr þýðingu Joe Hale á Lísu í Undralandi. Híjab-slæðutjáknin sem fylgdu tillögu Rayouf Alhumedhi. Tilvalið í veisluna eða á hlaðborðið. Fást í öllum helstu matvöruverslunum og í fiskborði stórmarkaðanna. Árstíðabundnar vörur sem hafa slegið í gegn 280cm 98cm 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í ittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur dagl ga Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega 20% afsláttur af öllum vör m til 17. júní Túnika kr. 3000 Bl húsin F xafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 2-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í ittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp ýj r vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp ýj r vörur dagleg most.c_tiska o t.tiskufataverslun GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.ISSÍMI: 588 8900 Vikuferðir sumarið 2 017 frá kr. 137.00 0.- per mann í 2ja manna herbergi

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.