Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 30.12.2016, Side 20

Fréttatíminn - 30.12.2016, Side 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 Svona var árið 2016 með þeirra augum Hvernig ár var 2016 og hvað stendur upp úr þegar litið er til baka yfir síðustu tólf mánuði? Í mörgum erlendum fjölmiðlum hafa verið birtar greinar með vangaveltum um að árið 2016 hafi verið versta ár sögunnar en einnig skrif sem hrekja þá kenningu. Margir tala því án alls gríns um þetta ár sem senn er á enda sem skelfilegt sögulega séð. Ýmislegt kemur þar til eins og til dæmis stríðið í Sýrlandi, Brexit í Bretlandi og kjör Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna og á Íslandi er 2016 ár Panamaskjalanna, afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nýrra kosninga og stjórnarkreppu. Fréttatíminn fékk tíu einstaklinga til að tala um þetta tíðindamikla ár og velta upp einkennum ársins, hápunktum þess og lágpunktum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Hörmungarþróun á sviði stjórnmála Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur Það verður ekki komist hjá því að nefna hörmungarþróun á sviði stjórnmála; uppgang þjóðernishyggju, afturhalds og lýðskrums sem náði einhvers konar gróteskum hápunkti í bandarísku forsetakosningun- um. Framhald þeirrar sögu er reyndar svo óþægilegt að mað- ur treystir sér eiginlega ekki til að fylgjast með henni. En þá verður að minna á þá gleðilegu staðreynd að slík öfl fengu ekki hljómgrunn í kosn- ingum til alþingis Íslendinga sem boðað var til í kjölfar þess að Panamaskjölin voru opinberuð. Sá atburður fer líka á hin margum- töluðu söguspjöld verði svoleiðis spjöld enn í notkun þegar 2016 verður saga. Líkt og síðustu ár verður 2016 minnst fyrir það hörmungarástand sem heldur áfram að skapast vegna átaka víða um heim, ekki bara í Sýrlandi heldur líka í ríkjum Afríku og víðar. Vitneskjan í formi frétta, frásagna og ljósmynda setur sögu átaka og voðaverka á 20. öld í nýtt samhengi og raskar hugmyndum okkar um hnignun og framþróun í heiminum. Fréttir af örlögum barna í slíkum aðstæðum, og sterkur grunur um of- beldi gagnvart þeim í öllum skúmaskotum heimsins sem lenda utan kast- ljóssins, eru svo lamandi að það er beinlínis fjarstæðukennt að heimur- inn haldi áfram að fara fram úr á morgnana. Á meðan gerðist ýmislegt fallegt í vísindum og listum. Upp úr því öllu stendur kveðjan frá David Bowie. Ógnir við frið og stöðugleika Úlfar Hauksson, sjómaður hjá Samherja Víða væri hægt að staldra við og tína til viðburði á árinu 2016 sem munu hafa áhrif til framtíðar. Brexit-atkvæðagreiðslan í Bret- landi kemur strax upp í hugann. Erkidæmi um þjóðaratkvæða- greiðslu sem snýst upp í lýðskrum og lygar. Úrslit atkvæðagreiðsl- unnar komu öllum í opna skjöldu og ekki síst þeim sem véluðu um hana. Áhrifin munu verða víðtæk og sér ekki fyrir endann á þessari ábyrgðarlausu vegferð. Brexit - ásamt kjöri Donald Trump - er því miður ógn við frið og stöðugleika í heiminum og er Ísland þar ekki undanskilið. Í lok árs 2015 var Parísar- samkomulagið um aðgerðir í loftslagsmálum samþykkt og staðfest 4. nóvember 2016. Hér er um stórt skref, en þó ekki stökk fyrir mannkyn, að ræða varðandi aðgerðir gegn hlýnun jarðar. Loft- lagsbreytingar og hlýnun jarðar er ein helsta ógn við frið og öryggi til framtíðar. Hér er því líklega á ferðinni mikilvægasta viðfangsefni komandi kynslóða. Trumpisminn í Bandaríkjunum gæti hins vegar ógnað samkomulaginu. Panamaskjölin og opinber- un þeirra munu að mínu mati hafa mikil áhrif til framtíðar og gefa fordæmi um rannsóknar- blaðamennsku og veita valdhöf- um aðhald. Gríðarlega mikil- vægt mál hvað varðar afhjúpun leyndarhyggju. Öflug og fagleg blaðamennska er afar mikilvæg í öllu því umróti og valdaklækjum sem veröldin býr við. Frumkvöðlarnir og trúin á framtíðina Halla Tómasdóttir athafnakona Í knattspyrnu, körfubolta, fimleikum, cross-fit, sundi, golfi og svo mætti áfram telja sýndu íslenskir íþróttamenn og kon- ur hverju má áorka með mikilli vinnu, metnaði og skýrri framtíðarsýn. Stuðn- ingsmenn eiga ekki síður hrós skilið. Áfram Ísland! Söguleg kosningabarátta og úrslit kosn- inganna í Bandaríkjunum hafa klofið Ameríku í herðar niður og búast má við verulegum áhrifum á heimsmyndina. Alvarlegast er að sjá merki þess að hatur og ljótleiki hafi fengið byr undir báða vængi, bæði þar og víðar. Oft var þörf en nú er nauðsynlegra en nokkru sinni að uppbyggilegir leiðtogar um allan heim standi fast í lappirnar og haldi á lofti gildum sem skipta máli; Heiðarleika, virðingu, jafnrétti og réttlæti. Á Íslandi, og um allan heim, eru frumkvöðlar að leysa fjölbreytt og flókin verkefni sem leiðtogar heimsins virðast standa ráðalausir frammi fyrir. Frumkvöðlar með áherslur umfram fjárhagsleg markmið vinna hörðum höndum að lausnum í loftslagsmálum, heilbrigðara fjármála- kerfi og betra samfélagi almennt. Þeir gefa okkur fullt tilefni til að trúa á framtíðina og meðal þeirra má finna leiðtoga og lausnir sem við þurfum á að halda. 62 eiga meira en 3500 milljónir Steinar Bragi Guðmundsson rithöfundur Í upphafi árs birtust tölur um misskiptingu auðs í heiminum: 62 manneskjur eiga nú jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns (3500 milljónir manna). Þetta lið kemst fyrir í einni rútu. Allar hreyfingar í pólitík Vesturlanda nú um stundir ætti að skoða í ljósi þessara talna. Vandamál okkar hafa ekkert að gera með innflytjendur eða íslam, og við eigum vel efni á því að ráðast í grundvallar- breytingar til að setja upp græn orkukerfi svo við bráðn- um ekki öll oní jörðina áður en öldin er úti. Lágpunktur ársins er augljóslega kosning Trump í stað Bernie Sanders, en hápunkturinn er að orðið sósíalismi varð nothæft í heimsveldinu. Ég veit annars ekki hvort við höfum sérstaka ástæðu til bjartsýni – Trump í vestri og Pútín í austri – en meðan við bíðum eftir endalokun- um má hafa í huga að frelsi er ekki annað orð yfir græðgi. Faðmaðu svo þau sem eru næst þér, leystu út allt sem þú átt og gefðu það. Framúrskarandi árangur karlalandsliðsins á EM Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fótboltakona Eitt af því sem stóð upp úr á þessu ári var að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna. Það hafa aldrei verið jafn miklar deilur um báða frambjóðendur einsog var á þessu ári en þó virtist Hillary Clinton betri kostur en Trump. Ég held að þetta muni breyta stjórnmálunum í heiminum til frambúðar og því pólitíska umhverfi sem ég hef alist upp við. Þar sem ég er mikil fótboltakona fannst mér árangur íslenska karlalandsliðsins á EM framúrskarandi, ásamt árangri Leceist- er í ensku úrvaldsdeildinni og svo árangri Wales líka á EM. Mér fannst þetta gaman því að þetta sýnir að „lítil“ lið með kannski minna fjármagn á milli handanna geta náð góðum árangri með réttu hugarfari og góðri vinnusemi. Dauði David Bowie og Prince. Ég er mik- ill tónlistarunnandi og höfðu þessir tveir mikil áhrif á tónlistarmenningu síns tíma. Mikilvægi þess að elska lífið Björg Guðrún Gísladóttir, starfsmaður Stígamóta Það sem kemur fyrst í huga minn er lát Eddu Heiðrúnar Bachman á árinu. Ég þekkti hana ekki persónulega en Edda Heiðrún sýndi okkur samferðafólk- inu sínu á svo hæverskan og einstakan hátt í gegnum veikindin sín hvað það er mikilvægt að elska lífið og njóta þess þrátt fyrir að það slái mann niður og færi manni erfið og jafnvel á stundum óyfirstíganleg verkefni. Ég hef áhyggjur af tungumálinu okk- ar. Um daginn varð ég vitni að því að hópur unglinga sem voru að tala sín á milli ensku voru spurð af því af hverju þau notuðu ekki íslensku. Var svarið að þeim fyndist það auðveldara, þau voru öll íslensk. Það að sumir unglingahópar velji að tala sín á milli á ensku frekar en að nota sitt móðurmál af því að þeim finnst það auðveldara er áhyggjuefni. Svo að lokum ber að nefna hugrakka Stígamótafólkið sem steig fram fyrir skjöldu og sagði frá reynslu sinni af að hafa verið beitt kynferðisof- beldi í söfnunarþættinum á Stöð 2 #Styttum svartnættið. Tim Bryan @timbryanofficial Daniel Wellington WD D A N I E LW E L L I N G T O N . C O M I N S TA G R A M . C O M / D A N I E LW E L L I N G T O N FA C E B O O K . C O M / D A N I E LW E L L I N G T O N O F F I C I A L T W I T T E R . C O M / I T I S D W P I N T E R E S T. C O M / I T I S D W

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.