Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 30.12.2016, Page 34

Fréttatíminn - 30.12.2016, Page 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 honum og geta greint það sem kemur á undan frá því sem kem- ur á eftir. Tíminn er sleipur eins og áll og furðulega afstæður og abstrakt þrátt fyrir að við getum mælt hann með nákvæmri tækni. Við upplif- um hann á eigin skinni og hann er alltaf tilbúningur hugans þrátt fyr- ir gang himintunglanna. Gráu hár- unum og hrukkunum fjölgar, börn vaxa úr grasi og ástvinir kveðja. Ár og áratugir virðast þjappast saman og svo gengur hvorki né rekur og tíminn ætlar nærri því að standa í stað. Það er þessi einkennilega teygja í tímanum, hann hleypur á undan manni eða hægir á sér á víxl, oft án sýnilegrar ástæðu. Tíminn og breytingar Við verðum tímans helst vör þegar við hugleiðum breytingar. Ísland er þannig fjölbreyttara land en það var fyrir nokkrum árum, hér eru fleiri ferðamenn, atvinnuvegirnir eru fjölbreyttari, áhugamál fólks líka og við sem hér búum erum fjöl- breyttari sem hópur. Breytingar virðast þannig flæða áfram og gefa okkur tilfinningu fyrir tímanum. Sömu breytingar geta verið upp- spretta ánægju eða angistar. Ný tækni getur haft áhrif á það hvernig við upplifum tíma. Það er ekkert svo langt síðan að farsímar voru ekki í vasa nánast allra eins og nú er. Nettenging þeirra gefur okkur djúpa tilfinningu fyrir hraða og rauntíma atburða og breytinga, jafnvel í fjarlægum löndum. Ef horft er aftar í sögu tækninýj- unga má nefna áhrif kvikmynda- tækninnar sem lagði mikið til þess hvernig hugsað er um tímann því að þar má líka nema framvindu hans og spila hann síðan aftur og aftur. Enski ljósmyndarinn Ead- weard Muybridge þótti til dæm- is hálfgerður galdramaður þegar hann sýndi fram á með ljósmynda- tækni að á fleygiferð virðist hestur á hlaupum svífa í lausu lofti. Fram- vindu augnabliksins var þannig hægt að deila niður með æ ná- kvæmari hætti. Skáldleg tök á tímanum Tíminn er þannig skapaður að við grípum oftar en ekki til skáldskap- arins til að átta okkur á honum, sama hvað vísindamenn rannsaka hann mikið og upplifun okkar af honum. „Tíminn líður áfram og teymir mig á eftir sér“ segir eitt skáldið, Megas, á meðan þjóðin tengir við texta Bjartmars um að „þannig týnist tíminn“ og metur sem sitt uppáhaldslag. Alveg sama hvað við reynum þá getum ekki hugsað um tímann nema út frá einum tímapunkti. Það er nútíðin, okkar eigin athygli Æðsti páfi tímans Gregor páfi þrettándi ríkti á páfastóli í þrettán ár á síðari hluta 16. aldar. Áhugasvið hans náðu yfir bæði tíma og rúm. Gregor vildi stækka heimsmynd samtímamanna sína og gerði sendiboða sína út af örkinni til Asíu til að átta sig betur á löndum eins og Filipseyjum og Japan. Gregors er hins vegar helst minnst fyrir tímatalið sitt sem við notum enn. Það var hins vegar ekki þannig að guðsmað- urinn væri sjálfur að finna upp á breytingunum um hvernig menn sáu framgang tímans fyrir sér, hann fékk sérfræðinga í verkið. Það var ítalski stjörnufræðingurinn Alosius Lilius sem fyrstur lagði drög að nýja tímatalinu en jesúítapresturinn Christopher Clavius tók við keflinu og kláraði verkið, en samt ekki alveg því að á síðari tímum hafa smávægi- legar lagfæringar átt sér stað. Ástæðan fyrir tímatalsbreytingu Gregors sem átti sér stað árið 1582 var að fyrra tímatal, það júlíanska, var ekki nógu nákvæmt og hafði safnað upp skekkju allt frá árinu 45 f.Kr. þegar það var tekið í notkun. Í gamla tíma- talinu var litið svo á að árið væri 365 dagar og sex klukkustundir en nýir útreikningar sýndu að það var í raun 365 dagar, fimm klukkustundir og 49 mínútur. Því var komin upp skekkja sem páfi lagfærði með einu pennastriki. Á eftir fjórða október 1582 kom því ekki fimmti október heldur 15. október. Breytingin náði vel til kaþólskra landa Evrópu en mótmælendaríki þurftu mörg hver meira en öld til að breyta tímatalinu. Ísland var auðvitað sam- ferða Danmörku í breytingunni árið 1700 þegar ellefu dagar voru felldir úr nóvember. Stóra-Bretland og nýlendur Ameríku uppfærðu ekki sitt daga tal fyrr en um miðja 18. öld og Rússar ekki fyrr en í byltingunni 1917 svo dæmi séu nefnd. Í ljósmyndum sínum sýndi hinn enski Eadweard Muybridge fram á tengsl hreyfingar og tíma. Myndir hans höfðu mikil áhrif á fjölmarga listamenn sem unnu með tímann, til dæmis ítölsku fúturistana í upphafi 20. aldar. Tíminn hefur lengi heillað listamenn í ýmsum greinum og skyldi engan undra. Óhugnanleg framrás tímans. Breytingar eru einn mælikvarði á tímann, bæði breytingar í persónulegu lífi hvers einstaklings og breytingar á umhverfi og náttúrunni. Hér sést Mendenhall jökullinn í Alaska. Fyrri myndin er tekin um 1940 en hin er nýleg. í núinu sem býr jafnframt yfir okkar eigin minni og okkar eigin væntingum um framtíðina. Þessi tenging okkar við núið gerir það jafnframt að verkum að við eig- um erfitt með að upplifa hreint andartak og þess vegna, líklega, eru núvitundaræfingar svo eftir- sóknarverðar, núinu verður aldrei fyllilega náð, það rennur okkur úr greipum. Rétt eins og við átt- um okkur illa á fjarlægðum þegar við horfum upp í heiðan himin án nokkurra viðmiða, reynist okkur ómögulegt að öðlast hreina upplif- un af tímanum og framrás hans. Sú framrás er alltaf bundin breyting- um í ytra umhverfi okkar. Við get- um ekki skilið sjálf okkur frá tím- anum, hjartað heldur áfram að slá og blóðið að renna og nútíðina smíðum við á hverju augnabliki. Að baki okkar byggist fortíðin upp, lag fyrir lag, og framtíðin er óskrif- að blað. Aftur og aftur reynist best að grípa til meðala skáldskapar- ins, myndlíkinga. Tíminn er bara þannig. Glíma við tímann Hraðinn í samfélaginu er mikið ræddur og hann hefur áhrif á mörg okkar. Sumir þrífast á honum en aðrir upplifa sig úr takti við sam- tíðina. Krafan um að gera marga hluti í einu er hávær en slíkt „fjöl- verkavinnsla“ er mýta, mannshug- urinn þarf að deila athyglinni frá einu verkefni til annars. Um áramót koma dagbækur á markað. Bæði dagbækur til að skipuleggja tímann sem bíður okkar á næsta ári, færa þar sam- viskusamlega inn fundi og ver- kefni, og bækur til að skrá það hvernig við verjum tíma okkar. Sú iðja að skrifa dagbók virðist alltaf verða sjaldgæfari og sjaldgæfari á tímum samfélagsmiðla. Við skrá- um atburði í lífi okkar inn í gagna- banka sem stórfyrirtæki úti í hin- um stóra heimi hafa umsjón með. Hvernig það þróast verður að koma í ljós með tíð og tíma. Við tölum um tímamót í lífi okk- ar sem einstaklinga eða í sam- vistum hópsins sem við tilheyr- um. Samt áttum við okkur aldrei fyllilega á mikilvægi tímamóta í lífi okkar fyrr en þau eru um garð gengin. Breytingarnar mynda þannig tímamótin en í tímann sjálf- an koma engin skil, hann heldur bara áfram. Sekúndurnar í kring- um áramót eru ekkert merkilegri en aðrar í árinu. Það er menning okkar og tímatalskerfi sem upp- hefja þær í hugum okkar. Við verðum tímans helst vör þegar við hugleið- um breytingar. Ísland er þannig fjölbreyttara land en það var fyrir nokkrum árum, hér eru fleiri ferðamenn, atvinnuveg- irnir eru fjölbreyttari, áhugamál fólks líka og við sem hér búum erum fjölbreyttari sem hópur. Breytingar virðast þannig flæða áfram og gefa okkur tilfinningu fyrir tímanum. Sömu breytingar geta verið uppspretta ánægju eða angistar. xxx.3 | helgin. LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2016 SLEPPTU ÞYNNKUNNI After Party töflurnar gegn þynnku. Náttúruleg efni sem gera daginn eftir drykkju bærilegri. Kíktu á síðuna okkar www.icecare.is eða á facebook IceCare þín heilsa Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.