Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 30.12.2016, Page 42

Fréttatíminn - 30.12.2016, Page 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 Áramótafjörið hefst í Partýbúðinni Blöðrur, kórónur, konfetti og knöll. Unnið í samstarfi við Partýbúðina Partýbúðin leggur mikið upp úr því að þar sé hægt að fá flest allt í áramótapartý-ið. Til að mynda eru þar yfir 60 tegundir af áramótahöttum og um 20 gerðir af áramótakór- ónum. „Þetta kvöld vilja margar konur vera elegant með flottan hatt, hárspöng eða kórónu, háls- festi og jafnvel grímu. Þær sem vilja ganga alla leið geta fengið sér fjaðralengjur til þess að setja yfir herðarnar,“ segir Halla Ýr Alberts- dóttir, rekstrarstjóri Partýbúðar- innar. Hún bendir á að mennirnir láti sér oftast duga að fá sér hatt, gleraugu og jafnvel slaufu og börn- in litla hatta eða kórónur. Loftið fyllt með blöðrum En mál málanna eru blöðrurnar sem setja ótrúlega mikinn svip á alla fögnuði. Að sögn Höllu koma margir og kaupa bara örfáar blöðr- ur til þess að skreyta fyrir áramóta- veisluna meðan aðrir eru stórtæk- ari. „Blöðrur gera alltaf mikið fyrir veislur. Við erum meðal annars með stórar álblöðrur sem mynda 2017, Happy New Year álblöðrur og latex- blöðrur. Í dag og á morgun (gaml- ársdag) fyllum við loft búðarinnar af helíumblöðrum sem fólk getur kippt með sér. Með þessu móti á enginn að þurfa að bíða eftir því að blásið verði í blöðrurnar þeirra,“ segir Halla. Knöll, bombur og lúðrar En úrvalið er svo mikið fjölbreyttara en bara blöðrur og hattar, í Partý- búðinni má einnig finna stjörnuljós sem mynda 2017, goskerti, knöll, kastrúllur, ýlur, lúðra, innibombur og „að ógleymdum hurðahengjunum sem er til dæmis hægt að hengja upp á vegg og nota sem bakgrunn fyrir „myndavegg“ en einnig erum við með áramóta pinnagrímur sem hægt er að fíflast með við mynda- vegginn,“ segir Halla. Að endingu er vert að minnast á að þurrís verður til sölu á gamlársdag í Partýbúðinni en hann er hægt að nota til þess að búa til ótrúlega skemmtileg áhrif sem slá alltaf í gegn. Hægt er að sjá úrvalið á Facebooksíðu Partýbúðarinnar en þar eru myndir af áramótavörun- um ásamt verði. Opið til 21 í kvöld og til 17 á morgun, gamlársdag. …gamlárspartý 2 | amk… FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.