Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 30.12.2016, Page 50

Fréttatíminn - 30.12.2016, Page 50
50 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 Athyglisverðustu dýr ársins 2016 Dýrin eru bestu vinir mannsins. Nokkur dýr stóðu upp úr á árinu og tók dýravinurinn Sunna Ben saman lista yfir athyglisverðustu dýr ársins 2016. Drauga­ hvalurinn (e. ghost shark). Ný tegund af hákarli sem var nýlega uppgötvuð og náðist á myndband í fyrsta sinn á dögunum. Kötturinn hans Julian Assange sem sást prúðbúinn með slaufu í glugganum á sendiráðinu þar sem þeir búa um þessar mundir. Villikötturinn og sam félags­ miðla drottningin Púkarófa. Facebook­síðan hennar, sem er með um 2000 fylgendur, hefur vakið athygli á málefn­ um villikatta og staðið fyrir því að finna mörgum köttum og kettlingum heimili á árinu. Páfagaukurinn Kobbi sem náði háum aldri í blóma­ búð en lést fyrir stuttu. Harambe, ó Harambe. Górilla sem var skotin á árinu af starfsmanni dýragarðs þegar barn hrundi í búrið hans. Málið fékk mikla umfjöllun, en margir voru ósann­ færðir um að barninu hafi stafað nokkur ógn af dýr­ inu. Harambe hefur síðan verið mörgum innblástur, meðal annars rapparanum góðkunna Young Thug sem nefndi lag nýlegri plötu sinni, Jeffrey, í höfuðið á honum. Hann sagðist hafa nefnt öll lögin á plötunni í höfuðið á hetjunum sínum. Elsti köttur heims, Nutmeg, sem varð 31 árs á árinu og fannst mjög lítið til þess koma af myndum að dæma. Spilið sem setti jólaboðin á hliðina Einskonar Skrafl fyrir óþolinmóða sló í gegn í jólaboðunum í ár. Orðaleikurinn reynir á kænsku og hugmyndaflug. Bananagrams er eins og hrað­skrafl. Orðaleikur fyrir þá sem eru fljótir að hugsa. Skraflarar og aðrir sem hafa gam- an af orðaleikjum ættu að spreyta sig Bananagramsi. Spilið var aðal umfjöllunarefni í nokkrum jólaboðum á höfuðborgarsvæð- inu í ár, þar sem bæði ungir og aldnir höfðu margt til málanna að leggja. Spilið líkist Skrafli að mörgu leyti en er hraðara og getur þar af leiðandi verið mjög fyndið. Auk þess geta fleiri tek- ið þátt án þess að það hægi á leiknum. Leikmenn draga stafi og skrifa orð sem mega tengjast með sama hætti og orðin á skrafl-borðinu. Í Bananagramsi býr hver og einn til sína eigin krossgátu úr stöfun- um sem hann dregur. Þegar sá fyrsti hefur myndað orð úr öllum stöfunum, kallar hann „draga“ og allir leikmenn þurfa að draga viðbótarstaf og koma honum fyrir í krossgátunni sinni. Þegar leikmenn hafa dregið alla stafi úr pokanum, snýst keppnin um að vera fyrstur til að koma þeim fyrir í krossgátunni. Sá fyrsti til að loka kallar „Bananagrams“. Þá þarf að fara gaumgæfilega yfir orðin sem leikmenn hafa lagt niður, og hvort þau samræmist ekki örugglega íslenskri rétt- ritun og reglum spilsins. Bananagrams er alls ekki síðra en Skraflið góða, eða Krafla sem kom út fyrir jólin. Hér reynir á hug- myndaflug, orðaforða, húmor, kænsku og ekki síst að vera fljótur að hugsa. | þt Pöndur, en þær voru á árinu teknar af lista yfir dýr í útrým­ ingarhættu. Dýravinurinn Sunna Ben fer yfir athyglisverðustu dýr 2016. Landnámshænurnar í Þykkva­ bæ, en umsóknum um hænu í fóstur rigndi inn til bóndans sem sér um þær eftir að upp komst um óhuggulegheitin hjá Brúneggjum. Nú eru allar hænurnar komnar með fóstur­ fjölskyldur. Vináttan Rífast aldrei við kassann Þær Alda Björk Fossberg og Þórey Mjöll Fossberg eru systur úr hópi ellefu systkina. Systurnar vinna saman í Kjörbúðinni á Eskifirði þar sem Þórey eru verslunarstjóri og hefur unnið þar í alls 18 ár en Alda í rúm tvö. „Við erum alls ellefu systkini. Sjö stelpur og fjórir strákar,“ segir Alda Björk og systir hennar kinkar kolli. „Við systurnar erum alveg ógeðslega líkar og mjög nánar,“ segir Þórey. Þar sem Þórey er verslunarstjóri grínast Alda oft með að hún sé aðstoðar-aðstoðarverslunarstjóri. „Önnur systir okkar vinnur hér líka og hún er aðstoðarverslunar- stjóri. Ég grínast með að ég komi þar á eftir.” „En Þórey hefur verið hér í 18 ár,“ segir Alda. „Nei ekki alveg svo lengi,“ segir Þórey þá. „Jú, þú byrjaðir daginn sem Harpa Mjöll fæddist, dóttir mín. Í alvöru. Þú komst ekki til mín á Norðfjörð því þú varst að byrja í vinnunni. Fyrsti dagurinn þinn.“ Þær segja að vel gangi að vinna saman. „Við erum svo nánar. Ríf- umst aldrei við kassann eða neitt svoleiðis. Fólk hefur einmitt orð á því hvað við erum glaðar hérna,“ segir Þórey. „Við vorum að breytast úr Sam- kaup Strax í Kjörbúð. Nú er verðið lægra. Erum eiginlega bar með lágvöru,“ bætir Þórey við. „Fólk kann rosalega vel að meta þetta hérna á Eskifirði enda náum við ekkert að setjast niður og fá okkur að drekka. Allir á hlaupum því nóg er að gera,“ segir Alda. | bg Alda og Þórey eru nánar systur og vinna saman í kjörbúðinni á Eskifirði. Mynd | BG L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki, Lyfjaveri, Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur. Nánari upplýsingar fást á www.wh.is.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.