Fréttatíminn - 13.01.2017, Síða 2
Trúmál Sóknargjöld þjóðkirkj-
unnar eru ekki félagsgjöld ólíkt
því sem hefur verið haldið fram
af ráðherra sem rökum fyrir
mörg hundruð milljóna króna
aukaframlagi til kirkjunnar.
Sindri Guðjónsson, fyrrverandi for-
maður Vantrúar, stefndi ríkinu til
að fá úr því skorið hvort það fyrir-
komulag að ríkið noti tekjuskatt til
að greiða sóknargjöld brjóti í bága
við ákvæði stjórnarskrár um trú-
frelsi. Honum barst nýverið vörn
ríkisins í málinu þar sem því er al-
farið mótmælt að sóknargjöld séu
félagsgjöld heldur framlög frá rík-
inu. Það þýðir að rök meðal annars
Ólafar Nordal, fyrrverandi innan-
ríkisráðherra, fyrir leiðréttingu
á skerðingu fjárframlaga til kirkj-
unnar, falla um sjálf sig. Ólöf sagði
við RÚV árið 2015 að ríkið væri að
innheimta sóknargjöldin fyrir hönd
kirkjunnar.
Framlög til Þjóðkirkjunnar hafa
hækkað um mörg hundruð millj-
ónir króna á síðustu árum á grund-
velli þess að sóknargjöld væru fé-
lagsgjöld. Í fjárlögum ársins 2016
hækkuðu framlög til kirkjunnar um
400 milljónir króna til að „vega á
móti hluta aðhaldskrafna á tímabil-
inu 2009–2012“, líkt og það er orðað
í frumvarpi. | hjf
Sindri Guðjónsson stefndi ríkinu
vegna sóknargjalda.
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017
Lægra verð
í Lyfju
lyfja.is
Verð: 720 kr
Hjarta-Aspirín á 20% afslætti út janúar.
Verð áður: 899 kr
afslátt
ur
20%
Dómsmál Sveinn Andri Sveins-
son fær ekki að taka skýrslur
af tveimur matsmönnum,
taugalæknum, sem leggja fram
faglegt mat tengt andláti níu
mánaða gamals ungbarns sem
Sig urður Guðmunds son var
dæmd ur fyr ir að hafa valdið
dauða í dag gæslu í Kópa vogi
árið 2001.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Málið var endurupptekið hér
á landi árið 2013
eftir að þekkt-
ur barnatauga-
læknir í Bret-
landi, Waney
Squier, lagði
fram sér-
fræðimat þar
sem einkenni
svokallaðs
„shaken
baby
syndrome“ voru dregin í efa.
Eins og fyrr segir var Sigurður
Guðmundsson dæmdur fyrir að
hafa orðið barninu að bana og var
talið að hann hefði hrist barnið
harkalega með þeim afleiðingum
að það lést í hans umsjá. Sigurður
hefur ávallt haldið fram sakleysi
sínu og varð mál hans það fyrsta
sem var endurupptekið af Hæsta-
rétti Íslands árið 2013. Þar vó mat
Waney Squier þungt.
Í vikunni fór Sveinn Andri
Sveinsson, lögmaður Sigurðar,
fram á að fá að taka skýrslur af
matsmönnunum tveimur í sitt
hvoru lagi, en hann telur að þeir
hafi ekki fylgt lögum þar sem
þeir áttu að komast að sameigin-
legri niðurstöðu sem matsmenn.
Niðurstaðan er sú sama hjá þeim
báðum í flestum efnisatriðum, en
þeir virðast ekki hafa fundað líkt
og reglur kveða á um. Hæstiréttur
hafnaði því að Sveinn Andri fengi
að taka skýrslur af mönnunum.
Sveinn segir niðurstöður þeirra
mikilvægar fyrir málflutning rík-
issaksóknara. „Það er kveðið á
um það í lögum að yfirmatsmenn
eiga að funda um niðurstöð-
una, og til að halda öllu til haga
vildi ég láta á þetta reyna,“ segir
Sveinn Andri.
Sveinn Andri segir mat breska
taugalæknisins enn liggja fyrir
sem eitt helsta gagnið í endur-
upptökumálinu, þrátt fyrir að
henni hafi verið meinað að bera
sérfræðivitni fyrir breskum dóm-
stólum af breska læknaráðinu. Úr-
skurður um málið féll í nóvember
síðastliðnum og þar kom fram að
Squier hefði farið út fyrir þekk-
ingarsvið sitt í dómsmálum sem
varða barnahristing. Eins hafi
hún sérvalið rannsóknir til þess
að rökstyðja eigin skoðanir. Búist
er við að mál Sigurðar verði tekið
fyrir í Hæstarétti næsta haust.
Læknir í barnahristingsmáli má ekki bera vitni í Bretlandi
Waney Squier er
þekktur breskur
barnataugalæknir.
Kirkjan fékk hundruð milljóna
á röngum forsendum
Starfandi stjórnmálamenn í vestrænum lýðræðisríkjum í Panamaskjölunum og afdrif þeirra
Nafn Staða eftir Panamaskjölin Staða í dag
Bjarni Benediktsson Óbreytt Þingmaður og forsætisráðherra
David Cameron (Bretland) Óbreytt Hætti sem forsætisráðherra eftir Brexit
Jose Manuel Soria (Spánn) Sagði af sér ráðherraembætti Hættur í stjórnmálum
Júlíus Vífill Ingvarsson Sagði af sér sem borgarfulltrúi Hættur í stjórnmálum
Konrad Mizzi (Malta) Missti ráðherraembætti Ráðherra án málaflokks
Malcom Turnbull (Ástralía) Óbreytt Forsætisráðherra
Mauricio Macri (Argentína) Óbreytt Forseti
Ólöf Nordal Óbreytt Þingkona
Petro Poroschenko (Úkraína) Óbreytt Forseti
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sagði af sér ráðherraembætti Þingmaður
Fyrrverandi stjórnmálamenn í Panamaskjölunum eru ekki á listanum, einungis
stjórnmálamenn sem voru starfandi þegar skjölin voru opinberuð í vor.
Bjarni er eini stjórn mála
maðurinn í Panama
skjölunum sem hefur
orðið forsætisráðherra
Stjórnmál Bjarni Benediktsson
er eini stjórnmálamaðurinn
í Panamaskjölunum sem er í
valdameira embætti nú en þegar
Panamaskjölin voru opinberuð.
Tveir af þremur erlendum ráð-
herrum misstu ráðuneyti sín út
af Panamaskjölunum. Á Íslandi
sagði einn af þremur Panama-
ráðherrum af sér. Vegtylla
Bjarna Benediktssonar vekur
heimsathygli út af veru hans í
Panamaskjölunum.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, er eini starf-
andi stjórnmálamaðurinn í heim-
inum úr Panamaskjölunum sem
orðið hefur forsætisráðherra eftir
lýðræðislegar kosningar í kjölfar-
ið á birtingu skjalanna. Samkvæmt
athugun Fréttatímans á afdrifum
þeirra stjórnmálamanna í vestræn-
um lýðræðisríkjum sem koma fyrir
í skýrslunni er Bjarni sá eini sem nú
er í valdameira embætti en hann
var í þegar Panamaskjölin voru birt.
Þessi bætta pólitíska staða Bjarna
er afleiðing lýðræðislegra kosninga.
Bjarni átti hlut í félaginu Falson
og co. á Seychelles-eyjum en félag-
ið var notað í fasteignaviðskiptum
í Dubaí, líkt og komið hefur fram.
Eftir atburði vikunnar er Bjarni
orðinn forsætisráðherra í nýrri rík-
isstjórn Íslands og bentu erlendir
fjölmiðlar á það, meðal annars Was-
hington Post, Süddeutsche Zeitung,
Le Monde og fleiri á að Ísland hefði
ýtt einum forsætisráðherra sem
kemur fyrir í Panamaskjölunum
úr embætti en að svo væri annar
stjórnmálamaður í Panamaskjölun-
um tekinn við sama embætti. Þessi
staðreynd um nýjan forsætisráð-
herra Íslands vekur því athygli víða
um lönd, rétt eins og aðkoma Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar
að félaginu Wintris á Tortólu vakti
athygli erlendra fjölmiðla í fyrra.
Boðað var til nýrra kosninga í haust
út af skattaskjólstengslum Sigmund-
ar Davíðs og er ein af niðurstöðum
kosninganna að annar stjórnmála-
maður sem stundaði viðskipti í
skattaskjóli tekur við.
Tveir forsetar lýðræðisríkja eru í
Panamaskjölunum, Mauricio Macri
í Argentínu og Petro Poroschenko í
Úkraínu, og eru þeir báðir ennþá
forsetar viðkomandi landa þrátt fyr-
ir að hafa verið í skjölunum. Þá er
Malcolm Turnbull ennþá forsætis-
ráðherra Ástralíu þrátt fyrir að vera
í skjölunum en hann var stjórnandi
félags á Bresku Jómfrúareyjum fyr-
ir rúmum tuttugu árum. Þessir
þrír menn voru hins vegar kosnir
til embætta áður en Panamaskjölin
voru opinberuð, öfugt við Bjarna.
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panamaskjölunum.
David Cameron hætti
sem forsætisráðherra
eftir Brexit.
Jose Manuel Soria er
hættur í stjórnmálum.
Konrad Mizzi missti
ráðherraembætti.
Malcom Turnbull er
forsætisráðherra í
Ástralíu.
Mauricio Macri er
forseti Argentínu.
Petro Poroschenko.
Ríkið má
kaupa jörð
við Jökulsárlón
Stjórnmál Eitt af síðustu verkum
fyrri ríkisstjórnar var að nýta
forkaupsrétt að jörðinni Felli við
Jökulsárlón. Deilur hafa staðið
um viðskiptin.
Íslenska ríkið getur nýtt forkaups-
rétt sinn að jörðinni Felli við Jök-
ulsárlón og þar með eignast jörðina.
Þetta er mat sýslumannsins á
Suðurlandi en Fréttablaðið sagði
frá því í gær, fimmtudag, að kaup
ríkisins á jörðinni gætu verið í upp-
námi þar sem fráfarandi ríkisstjórn
hafi tilkynnt það of seint að hún ætl-
aði að nýta rétt sinn. Fell verður því
ríkisjörð þrátt fyrir allt, miðað við
þetta mat sýslumannsins.
Ákvörðunin um að ganga inn
í kaupin á jörðinni var eitt af síð-
ustu verkum fráfarandi ríkisstjórn-
ar sem veitti 1.5 milljarða króna til
kaupanna á fjáraukalögum fyrir
árið 2017. Þannig gekk ríkið inn í
tilboð eignarhaldsfélagsins Fögru-
sala ehf. en á bak við það félag voru
óþekktir aðilar. Fjárfestingarfélagið
Thule Investments fór hins vegar
fyrir kaupunum en ekki fékkst
uppgefið hverjir hefðu fjármagnað
félagið. Til stóð að byggja hótel á
jörðinni og vera með aðstöðu þar
fyrir ferðamenn.
Ekki liggur fyrir hvað ríkið ætlar
að gera við jörðina. | ifv