Fréttatíminn - 13.01.2017, Side 4

Fréttatíminn - 13.01.2017, Side 4
Hugverkasjóðurinn keypti réttindin að verkum: Bubba Morthens Gunnars Þórðarsonar Valgeirs Guðjónssonar Jakobs Frímanns Magnússonar Björns Jörundar Friðbjörnssonar Helga Björnssonar Guðmundar Jónssonar Stefáns Hilmarssonar Egils Ólafssonar Ragnhildar Gísladóttur Eyþórs Gunnarssonar Jóns Ólafssonar 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Viðskipti/Menning Félag í eigu Baugs keypti réttinn að verkum sjö tónlistarmanna fyrir 150 milljónir króna og eru eignirnar nú komnar í fang Seðlabanka Íslands. Bubbi Morthens er sá eini af tónlistarmönnunum sem hefur keypt réttinn að verkunum aftur. Valgeir Guðjónsson og Gunnar Þórðarson vilja gjarnan fá réttinn að verkum sínum aftur. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Íslenska ríkið á nú réttindin að lög- um ellefu landsþekktra tónlistar- manna eftir að Seðlabanki Íslands tók yfir fyrirtækið Hugverkasjóð Íslands ehf. á síðasta ári. Sjóðurinn var áður í eigu Baugsfélagsins Stoða Invest ehf. en fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás tók fyrirtækið yfir eftir hrunið 2008. Í fyrra gerð- ist það svo Seðlabanki Íslands tók félagið yfir þegar Straumur greiddi stöðugleikaframlag sitt í ríkissjóð að hluta til með þessu félagi. Lög- maðurinn Steinar Guðgeirsson situr í stjórn Hugverkasjóðsins. Hugverkasjóður Íslands var stofn- aður árið 2006 og virkaði þannig að Baugur leigði tímabundið rétt- inn að höfundarréttargreiðslum tólf tónlistarmanna. Hæstu greiðsluna fékk Bubbi Morthens, 36 milljón- ir, og Gunnar Þórðarson þá næst- hæstu, 26 milljónir. Höfundar- réttargreiðslurnar af verkum listamannanna áttu svo að renna til Baugsfélagsins þar til búið væri að niðurgreiða lánin sem tónlistar- mennirnir fengu út á höfundarverk sín. Þá áttu tónlistarmennirnir að fá höfundarréttinn að verkunum til baka og þær greiðslur sem honum fylgja. Eini tónlistarmaðurinn af þess- um níu sem upphaflega veðsettu verk sín hjá sjóðnum með þessum hætti sem eignast hefur réttinn að höfundarverki sínu aftur er Bubbi Morthens en hann keypti þau aftur fyrir 12 milljónir króna árið 2012. Gunnar Þórðarson segir í sam- tali við Fréttatímann að hann sé ekki búinn að greiða niður lánið sem hann fékk frá sjóðnum á sín- um tíma. „Ég hef lítið pælt í þessu en auðvitað finnst mér þetta afskap- lega leiðinlegt. En ég veit að það er ekki búið að borga þetta niður. Von- andi fæ ég lögin mín aftur bráðum.“ Tónlistarmaðurinn Valgeir Guð- jónsson segir að hann hafi fengið fimmtán milljón króna lán á sín- um tíma og að bráðum verði búið að greiða það lán niður með höf- undaréttargreiðslunum. „Ég vona að ég fái lögin aftur til mín á þessu ári. Þetta var á mjög lágum vöxt- um og var að ég held nokkuð sanngjarnt allt saman. Hugverka- sjóðurinn ætlaði hins vegar að vinna verkun- um brautargengi með því að koma tónlistinni í umferð með ýmsum hætti. En af því varð nú ekki. Mér þætti nú fal- lega gert hjá ríkinu að afhenda mér þetta bara,“ segir Val- geir. Guðmundur Jónsson, gítar- leikari Sál- arinnar hans Jóns míns, segir að hann sé ennþá inni í sjóðnum. „Ég er ennþá þarna inni og veit ekki hvað það er langt í mig, ég hef ekki tékkað á því.“ Hugverkasjóður Ís- lands stendur illa og var eiginfjárstaða félags- ins neikvæð um nærri 87 milljónir króna árið 2015. Félagið skilaði hins vegar hagnaði upp á tæp- lega 146 milljónir króna þar sem skuld félagsins við Baugsfélagið Stoð- ir Invest var afskrifuð. Hugverkaréttindin eru nú bókfærð á ríflega 50 milljónir króna en það er væntanlega sú upphæð sem enn er útistandandi sem skuld af þeim 150 milljónum sem settar voru í Hugverkasjóðinn. Steinar Guðgeirsson segist ekki getað rætt málefni Hugverkasjóðs- ins þar sem hann sé bundinn trúnaði gagn- vart umbjóðanda sínum. Bubbi Morthens var sá tónlistarmaður sem fékk hæstu greiðsluna frá Hugverka- sjóði Íslands árið 2006 en keypti höfundarréttinn til baka árið 2012. Sjóðurinn er nú kominn í eigu ríkisins. Íslenska ríkið fær höfundarréttargreiðslur ellefu tónlistarmanna Gunnar Þórðarson vonast til að fá lögin sín aftur bráðum. Blaðamennska Friðjón Guðjohn- sen kærði Þóru Kristínu Ásgeirs- dóttur, fréttastjóra Fréttatímans, til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir frétt sem birtist í blaðinu í ágúst. Fréttin fjallaði um að tveir hús- eigendur, sem ekki máttu rífa gam- alt friðað hús í miðbænum, kröfðust hundraða milljóna í skaðabætur frá Minjastofnun. Guðjón er annar hús- eigandinn og taldi fréttina óvand- aða, ónákvæma og villandi. Auk þess hafi fyrirsögn á forsíðu blaðsins verið röng. Siðanefnd Blaðamanna- félagsins tók málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Þóra Kristín og Fréttatíminn hefðu ekki gerst brot- leg við siðareglur félagsins. | þt Fréttatíminn braut ekki siðareglur Friðjón Guðjohnsen kærði fréttastjóra Fréttatímans til siðanefndar BÍ fyrir umfjöllun um að hann og systir hans hafi viljað 180 milljónir í bætur fyrir að fá ekki að rífa þetta hús við Holts- götu. Umhverfismál Þrjú stór sjávarút- vegsfyrirtæki þurfa að rafvæða fiskimjölsverksmiðjur sínar, segir í skýrslu. Fiskimjölsverksmiðjur eru með 0,3 prósent af heildar- losun Íslands af gróðurhúsaloft- tegundum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Þrjú af stærstu útgerðarfélög- um Íslands nota enn svartolíu að hluta til að knýja fiski- mjöls- verk- smiðjur sínar en sú gerð af olíu er mjög mengandi. Um þetta er fjall- að í skýrslu sem ráðgjafafyrirtæk- ið VSÓ hefur unnið fyrir rafmagns- fyrirtækið Landsnet. Fyrirtækin sem um ræðir eru Síldarvinnslan í Neskaupstað, HB Grandi og Ísfélag Vestmannaeyja. Ein af niðurstöð- um skýrslunnar er að ljúka þurfi rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja og láta af svartolíunotkun. Í skýrslu VSÓ er rætt um hversu mikil raforkuþörf fiskimjölsverk- smiðja útgerðarfyrirtækjanna væri ef þær myndu hætta að nota svartolíuna og nota rafmagn í stað- inn. Með því að hætta notkun á svartolíu myndi losun koltvísýrings í starfsemi fiskimjölsverksmiðjanna minnka en í dag er losun þessara verksmiðja 0,3 prósent af heildar- losun Íslands á koltvísýringi út í andrúmsloftið. Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, segir að af þremur fiskimjölsverksmiðjum fyrirtæk- isins sé ein rafvædd að fullu en að tvær séu rafvæddar að 60 til 70 prósent leyti. Hann segir hins vegar að Síldarvinnslunni gangi erfiðlega að fá rafmagn til að knýja verksmiðjurnar og því sé notast við svartolíu þegar það er ekki hægt. Aðspurður um hvort fyrirtækið geti ekki notað annars konar olíu sem er minna mengandi segir Jón Már að fyrirtækið eigi í alþjóðlegri samkeppni því þurfi að reka fiski- mjölsverksmiðjurnar með hag- kvæmum hætti og að svartolía sé ódýrari aflgjafi en til dæmis dísilolía sem mengar ekki eins mikið. „Við keyrum á rafmagni ef við getum og ef við fáum þó við þurfum alltaf að vera með olíu til vara. Við erum náttúrulega í samkeppni við aðrar verksmiðjur úti í heimi en við þurf- um að huga að kostnaði og að reka þetta sem hagkvæmast. Svartolían er ódýrari en dísilolían.“ Útgerðarfyrirtækin hætti að nota mengandi svartolíu VSÓ ráðgjöf bendir á að ljúka þurfi rafvæðingu fiskimjöls- verksmiðja á Íslandi en Síldarvinnslan í Neskaupstað, Ísfélag Vestmannaeyja og HB Grandi, sem Kristján Loftsson stýrir meðal annarra, eru þrjár af útgerðunum sem reka slíkar verksmiðjur. Vorgleði í Portoroz sp ör e hf . Vor 6 Náttúran í kringum Bled vatn er hrífandi fögur og lætur engan ósnortinn. Í ferðinni siglum við út í eyjuna Blejski otok, höldum til Izola og Piran, heimsækjum hafnarborgina Koper í Slóveníu, dropasteinshellana í Postojna og bæinn Porec í Króatíu. Að endingu skoðum við okkur um í München, einni aðal menningar- og listaborg Þýskalands. 27. apríl - 7. maí Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 209.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Lögregla Eldri manns er leitað vegna „óhefðbundinnar hegðun- ar“ á skólalóð á Akranesi. Lögreglan á Vesturlandi leitar að eldri manni sem mun hafa boðið börnum við Grundaskóla á Akranesi Nýja testamentið. Skessuhorn sem vakti athygli á málinu en þar var haft eftir að- stoðarskólastjóra, Flosa Einarssyni, að foreldrar hefðu verið látnir vita af ferðum mannsins. Honum er lýst með hvítt hár og sítt skegg, í grænni úlpu og á ljósleitri bifreið. Í fyrstu virðist ekkert benda til þess að maðurinn hafi verið að reyna að tæla börnin. Lögreglan á Vesturlandi kom á vettvang í gær og leitaði mannsins en fann hann ekki. Lögreglan segist ekki vita til þess að maðurinn hafi sýnt af sér ógn- andi hegðun en Flosi segir þó í sam- tali við Skessuhorn að öryggisgæsla hafi verið hert vegna mannsins. Lög- reglan leitar mannsins áfram, þó hann sé ekki grunaður um afbrot, „kannski hann sé helst sekur um óhefðbundna hegðun,“ segir varð- stjórinn á Vesturlandi. | vg Lögreglan leitar að biblíumanni

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.