Fréttatíminn - 13.01.2017, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 13.01.2017, Qupperneq 6
Flóttamenn Í Fréttatímanum síðastliðinn laugardag sagði Rohalla Rezaei frá ferðum sínum um heiminn í leit að samastað. Hann var handtekinn á sunnu- dagskvöldið og vísað úr landi á mánudagsmorgun. Ali Reza Matin, sambýlingur hans og besti vinur, segir aðfarir lögreglunnar hafa minnt á Hollywood-mynd. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Við reyndum að fá að vita hvaða dag hann yrði sóttur en lögreglan vildi ekki gefa það upp,“ segir Ali Reza Matin, sambýlingur og besti vinur Rohalla Rezaei. Eins og fram kom í síðasta Fréttatíma þá flúði Ro- halla Afganistan fyrir fjórtán árum og hefur líf hans síðan þá snúist um að finna sér samastað. Eftir að hafa komið til landsins fyrir tæpu ári og sótt hér þrisvar um hæli var honum vísað úr landi síðastliðinn mánu- dagsmorgun, aftur til Grikklands þar sem hann er með tímabundið hæli. Eins og Hollywood-mynd „Þeir komu alveg óvænt heim til okkar um níu leytið á sunnudags- kvöldið og tóku hann með sér á lögreglustöðina. Við vorum að borða kvöldmat en hann fékk ekki að klára matinn né pakka niður fötunum sem voru í þvottahúsinu. Hann fékk engan tíma til að kveðja okkur almennilega, hann var far- inn hálftíma eftir að lögreglan kom og ég hef ekki séð hann síðan. Mér fannst þetta allt skrítið, dálítið eins og í Hollywood-mynd því lögreglu- mennirnir voru svo margir og komu inn í íbúðina á tveimur stöðum, eins og Rohalla væri glæpamaður sem hefði í hyggju að flýja. Þessi harka var algjör óþarfi því Rohalla hefur aldrei sýnt nein merki um mótspyrnu.“ Rohalla eyddi nóttinni í haldi og gat ekki hringt í neinn þar sem sím- inn var tekinn af honum. Vinirnir gátu því ekki talað saman fyrr en Rohalla fékk símann aftur, í lög- reglubílnum á leiðinni út á flugvöll. „Hann hefur búið í Grikklandi áður en þekkir engan í Aþenu svo ég vildi tala við hann og segja honum hvert hann gæti farið. Það er aldrei hægt að vita hvað gríska lögreglan gerir við flóttamenn en planið hans var að finna sér hostel ef honum yrði ekki stungið í fangelsi,“ segir Ali. Flóttamenn á götunni í Grikklandi „Þeir sem vita eitthvað um flótta- mannamál vita að staðan í Grikk- landi er mjög slæm,“ segir Guðríð- ur Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hælisleitenda hjá Rauða krossinum. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki sent fólk sem fellur undir í Dyflinnar- -reglugerðina til Grikklands í nokk- ur ár vegna þeirra aðstæðna sem bíða hælisleitenda þar, þeir sem eru komnir með einhvers konar vernd í Grikklandi eru hins vegar send- ir þangað jafnvel þó að aðstæður þeirra séu oft verri en þeirra sem enn bíða svara. Það fólk hefur ekki rétt á því að stjórnvöld útvegi þeim húsnæði og þurfa að treysta á opin- bera kerfið í Grikklandi en það er ekki í stakk búið til að sinna öllu því fólki sem er í neyð í landinu. Flestir sem eru með vernd í Grikklandi eru illa staddir, fá enga vinnu og mjög margir búa á götunni.“ 6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Heilbrigðismál Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins, Svanhvít Jakobsdóttir, mátti ekki veita Gunnari Inga Gunnarssyni, fyrrverandi yfir- lækni Heilsugæslunnar í Árbæ, áminningu vegna tölvupósts sem hann sendi á samstarfsfólk sitt. Gunnar Ingi hvatti í tölvupóst- inum samstarfsfólk til að virða verkfallsrétt ritara árið 2015. Umboðsmaður Alþingis telur Svanhvíti hafa brotið lög. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Gunnar Ingi segir í samtali við Fréttatímann að Svanhvít hafi far- ið yfir strikið með framferði sínu og að honum hafi verið hótað uppsögn án uppsagnarfrests fyrir að styðja verkfall ritara. „Þetta er kannski ekki óvænt. Mér þótti þessi gjörn- ingur forstjórans eiginlega með ólíkindum, að hún skyldi fara offari með þessum hætti,“ segir Gunnari Ingi. Hann segir að málið snúist raun- ar um tjáningarfrelsi starfsmanna ríkisins. Í tölvupóstinum benti hann á að framkvæmd verkfalls- aðgerða ritara hafi raunar verið sýndarveruleiki þar sem starfsemi heilsugæslu var nánast óbreytt. Því hvatti hann aðra starfsmenn til að sýna riturum samstöðu með nokkurs konar samúðarverkfalli. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að virða mína samstarfsmenn og í þessu tilviki þá fannst mér mjög eðlilegt að þeirra verkfall fengi samskonar form og var á verkfalli lækna,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi segist hafa verið mjög gagnrýninn á störf Svanhvít- ar í gegnum tíðina og útilokar ekki að málið snúist um hefnd af hennar hálfu. Hann segist hafa hvatt hana til að segja af sér á fundum. „Að vissu leyti ber ég engan sérstakan kala til hennar því hún er einfald- lega ófær stjórnandi og hún getur ekkert að því gert. En hitt finnst mér sínu alvarlegra, að ráðuneyti heilbrigðismála skuli hafa sett hana í þetta starf á sínum tíma, án auglýs- ingar,“ segir Gunnar. Hann segist ætla að fara að fyr- irmælum umboðsmanns og krefj- ast þess að mál hans verði tek- ið upp aftur. Hann útilokar ekki dómsmál. Gunnar hætti störfum hjá heilsugæslunni í fyrra en segir málið snúast um prinsipp. „Ég er búinn að vera heimilislæknir í 40 ár og það hefur verið virkilega far- sæll tími. Og fá svo svona sendingu í lokin,“ segir Gunnar Ingi. Útilokar ekki að hefnd hafi ráðið för Gunnar Ingi Gunnars- son, fyrrverandi yfir- læknir, segir forstjóra hafa farið offari. Handtekinn yfir kvöldmatnum Flóttamenn í Grikklandi Dyflinnar-reglugerðin heimilar öllum þeim löndum sem fá til sín hælisleitendur að senda þá aftur til þess lands innan Evrópska efnahagssvæðisins sem upp- runalega tók við þeim. Stað- setning Grikklands veldur því að landið er áfangastaður fjölda flóttamanna, að miklu leyti frá Sýrlandi, Afganistan, Íran, Írak og Vestur-Afríku. Staða hælisleit- enda í Grikklandi er mjög slæm og ekki síður þeirra sem fengið hafa hæli því staða þeirra er enn veikari innan kerfisins, þar að auki sýna rannsóknir að andúð í garð flóttamanna jókst þar verulega í kjölfar hrunsins 2008. Endursendingum hælisleitenda til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæð- ur í gríska hæliskerfinu voru tald- ar ófullnægjandi. Í Fréttatímanum síðastliðinn laugardag sagði Rohalla Rezaei frá ferðum sínum um heiminn í leit að samastað. Hann var handtekinn á sunnudagskvöldið og vísað úr landi á mánudagsmorgun. Guðríður Lára Þrast- ardóttir, lögfræðingur hælisleitenda hjá Rauða krossinum, undrar sig á því að við skulum enn senda fólk til Grikklands. Ali Reza Matin var hissa á aðförum lögreglunnar við handtöku Rohalla. Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins, mátti ekki veita Gunnari Inga Gunnarssyni áminn- ingu vegna tölvupósts Mjúk og falleg „satin striped“ Policotton sængurföt. Sængurver 140x200 cm Koddaver 50x70 cm Fullt verð: 6.490 kr. DORMA HOME sængurföt Aðeins 4.868 kr. Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Ljósgrátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 69.900 kr. WESTFIELD hægindastóll með skemli ÚTSALA DORMA NÚ Á FJÓRUM STÖÐUM Nýttu tækifærið ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 12–16 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði 25% AFSLÁTTUR Aðeins 41.940 kr. 40% AFSLÁTTUR NATURE’S REST heilsurúm m/classic botni Verðdæmi 120 x 200 cm Fullt verð: 79.900 kr. 25% AFSLÁTTUR af 120x 200 cm á meðan birgðir endast. Svart PU leður á botni. Aðeins 59.920 kr. OPIÐ Á SUNNUDÖGUM Í DORMA SMÁRATORGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.