Fréttatíminn - 13.01.2017, Side 14

Fréttatíminn - 13.01.2017, Side 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Það er gaman að fá gesti en þegar þeir eru þaulsætnir getur reynt á þolrif gestgjafans. Berglind Björk Halldórsdóttir bauð erlendum gestum linnulaust inn á heimili sitt um fimm ára skeið og þjáist nú af algjöru ferðamannaóþoli. Tæpu ári eftir hrun þegar húsnæðislánið hafði þre-faldast samhliða því að von var á þriðja barninu, var ljóst að við hjónin þyrftum að leita frumlegra leiða til þess að fá inn auknar tekjur og varna því að við misstum húsið okk- ar. Ég stefndi hraðbyri í fæðingar- orlof á leikskólakennaralaunum og maðurinn minn vann myrkranna á milli í sínu eigin smíðafyrirtæki. Ég veit ekki hvernig hugmyndinni um að breyta gamla einbýlishús- inu okkar í miðbænum í gistiheim- ili laust niður. Gistivefurinn Air- bnb var þá nýr og óþekktur hér á landi og gistiheimili og hótel ekki nærri því eins áberandi og raunin er nú. Við vissum ekkert um þenn- an bransa en kýldum á það, gerð- um nauðsynlegar breytingar á hús- næðinu til þess að allt færi löglega fram, bjuggum til vefsíðu og fórum að taka við bókunum. Yngsta dóttir okkar fæddist í baðkarinu í janúar- lok 2010 og í apríl voru ferðamenn farnir að baða sig þar. Við leigðum litla íbúð nálægt til þess að eiga griðastað en skildum allar myndir, húsgögn, raftæki, borðbúnað og skrautmuni eftir til þess húsnæðið væri sem heimilis- legast fyrir gestina og við þyrftum ekki að kaupa nýtt innbú. Maður- inn minn hélt áfram í sinni smíða- vinnu og sá um eldri börnin á með- an ég rak staðinn af ást og alúð með yngsta barnið á handleggn- um. Gestirnir streymdu að og ein- hvers konar kommúnustemning myndaðist þegar ég viðurkenndi fyrir þeim að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera. Allir hjálpuðust að við að halda þetta skringilega heim- ili, sögðu sögur af heimaslóðum og deildu upplifunum af landi og þjóð við morgunverðarborðið. Mikið var hlegið enda allir í góðu skapi þegar þeir eru í fríi og staðurinn rauk upp vinsældarskalann á ferðavefnum Tripadvisor vegna frábærra um- sagna. Ég átti erfitt með að neita fólki um að framlengja dvölina þegar allt var fullbókað og það kom fyrir að menn sváfu á dýnu í kjall- aranum. Einn vildi endilega hírast inni í skáp undir súð hjá mér frekar en að ferðast á puttanum um hr- ingveginn eins og stóð til. Gestirn- ir voru upp til hópa yndislegir og gengu vel um en óneitanlega var skrýtið að horfa upp á ókunnuga vaða um húsið sem við héldum að yrði framtíðar- heimili fjölskyldunnar og handleika hluti sem okkur voru kærir. Það tók á að vera í sífelldu þjónustustarfi við að hámarka þægindi annarra á meðan við vorum í óvissuástandi, hröktumst á milli leiguíbúða og vorum aldrei í fríi sjálf. Ég keyrði þetta áfram af adrenalínknúinni sjálfsbjargarviðleitni fyrstu árin en síðan fór þreytan að segja til sín. Brosið fraus og ég fann fyrir vax- andi andúð á þessu óþolandi káta fólki sem virtist ekki hafa annað að gera en að hanga heima hjá mér og spyrja heimskulegra spurninga. Misjafn sauður í mörgu fé Það var góður landkönnunarandi í ferðafólkinu framan af. Þeir sem komu höfðu kynnt sér landið ágæt- lega vel, létu fátt á sig fá og voru um flest sjálfbjarga. Eftir því sem ódýr- um flugferðum til landsins fjölgaði og orðspor landsins sem heitasti áfangastaðurinn breiddist út fór þó í auknum mæli að bera á svörtum sauðum í hópnum. Það kom Banda- ríkjamanni einum til dæmis mjög á óvart að heyra að hann væri stadd- ur í Evrópu og tvær ungar kon- ur réttu mér kort af Reykjavík og spurðu hvar fossinn væri. Ég gat mér þess til að þær ættu annað hvort við Gullfoss eða Seljalands- foss og gaf þeim upplýsingar um ferðir en þá misstu þær áhugann því þær vildu ekki skemma skóna sína. Ég reyndi að hjálpa eins mikið og ég gat með alls kyns vandamál. Ég kom fólki undir læknishendur þegar það hrundi upp og niður stig- ana í húsinu og stakk upp á að það fengi vottorð upp á mígreni þegar það missti af f lugi vegna svæs- inna timburmanna. Breska konan sem drakk heila vodkaflösku fyr- ir kvöldmat, datt úr sófanum beint Gestrisni í skugga gjaldþrots –Játningar gistihúseiganda „Ég fæ enn gæsahúð þegar ég heyri hljóðið í ferða- töskuhjólum á gangstétt.“ á andlitið, braut tönn og pissaði á sig en vildi samt ekki alls ekki fara til læknis. Hún neitaði að fara með sjúkraliðunum og eyddi fyrstu nóttinni sinni á Íslandi í fangaklefa. Ég veitti henni sáluhjálp daginn eftir og hjálpaði henni að leita að veskinu sínu sem fannst í Hall- grímskirkju. Flestir gestir drukku þó áfengi í hófi og hlýddu ágætlega reglunni um að hafa þögn í húsinu eftir miðnætti en fólk þurfti ekki að vera ölvað til þess að vera til vand- ræða. Það leið varla sá dagur að eitt- hvað færi ekki úrskeiðis. Indversk kona á áttræðisaldri læstist úti eft- ir að hafa farið í morgungöngu, klifraði upp á þak og sat þar föst þar til eiginmaður hennar vaknaði og fór að svipast um eftir henni. Sá maður hrasaði síðar um gangstétt- arhellu á leiðinni í matvörubúð- ina, braut gleraugun sín og marð- ist allur. Ég var stöðugt á nálum ef ég þurfti að bregða mér frá og leið eins og ég væri að skilja ósjálf- bjarga börn eftir ein heima. Reyk- skynjarar fóru á fullt þegar franskt par reyndi að grilla ostasamloku í brauðristinni, kínversk kona kunni ekki að skrúfa fyrir baðið og olli heljarinnar vatnstjóni og sturtu- hurð úr hertu gleri splundraðist í þúsund mola þegar Þjóðverji skellti henni of fast. Hlutirnir voru að fara úr böndunum og andlegt ástand mitt var orðið slíkt að þegar ég keyrði til vinnu á morgnana var mig farið að langa að gefa rækilega í á leið niður Skólavörðustíginn. Hætta ber leik þá hæst hann stendur Gistiheimilið hét áfram að fá viður- kenningar fyrir framúrskarandi umsagnir þrátt fyrir að ég sinnti því aðeins með hálfum hug. Þótt ég tæki stundum vínflöskur og prjóna- vörur upp í greiðslu þá skotgekk að greiða afborganirnar af láninu og á þessum fimm árum hafði húsnæð- isverðið hækkað nóg til þess að við gátum að lokum selt húsið og flutt fjölskylduna í varanlegt heimasmíð- að húsnæði á borgarmörkunum. Ég veit ekki hvort ég á að skamm- ast mín fyrir að hafa tekið þátt í að eyðileggja miðbæinn eins og hann var eða vera stolt yfir því að hafa tekið þátt í uppbyggingu hans eins og hann er nú. Eigi ég erindi í bæ- inn reyni ég að horfa niður og ganga hratt því annars er ég spurð til vegar eða beðin um að kenna fólki á stöðumælana. Ég fæ enn gæsahúð þegar ég heyri hljóðið í ferðatösku- hjólum á gangstétt og er eflaust með minni háttar áfallastreituröskun eftir allt saman. Ég er engu að síð- ur þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast fólki frá öllum heimshorn- um og hjálpað því að eiga ógleym- anlegar stundir. Samkennd mín hefur aukist enda morgunljóst að við erum öll eins inn við beinið. Við erum kannski mis-veraldar- vön og mismiklir hrakfallabálkar en við erum hér til þess að reyna að læra á lífið og hafa gaman af því og hvort öðru. Ég er í sambandi við eitthvað af gömlu gestunum mín- um í gegnum samfélagsmiðla og það er brjálað að gera hjá mér við að hitta þá á kaffihúsum enda koma þeir margir hingað árlega. Ég reyni að njóta félagsskapar þeirra án þess að peningar séu í spilinu og er fegin að þeir gista annars staðar. Ég óska Airbnb vertum góðrar skemmtunar og gengis en vona að þeir láti starfið ekki ganga of nærri sér. Stundum er ástæða til þess að láta fagmenn um verkið og senda liðið á hótel. 35. erindi úr gestaþætti Hávamála: Ganga skal, skal-a gestur vera ey í einum stað. Ljúfur verður leiður, ef lengi situr annars fletjum á. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.