Fréttatíminn - 13.01.2017, Side 22

Fréttatíminn - 13.01.2017, Side 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Að baki lá meðal annars gremja í garð lögreglu og helstu frétta- miðla í Þýskalandi fyrir varkárni við fréttaflutning af atburðum í Köln á nýársnótt fyrir ári síðan. Orðrómur um kynferðisbrot fjölda innflytjenda gegn konum við aðal- lestarstöðina í Köln barst um samfé- lagsmiðla strax á nýársdag. Í fyrstu fréttatilkynningu lögreglunnar sagði hún aftur á móti nýársnótt hafa verið að mestu friðsamlega. Þann 2. janúar gaf hún út aðra fréttatilkynningu um kynferðisbrot gegn konum í borginni um nóttina. Þá höfðu verið tilkynnt 90 brot. Margir fréttamiðlar greindu frá því sem þá var vitað um atburðina, en aðrir ekki. Þannig nefndi ZDF, önn- ur stærsta sjónvarpsstöð landsins, atburðina ekki fyrr en 5. janúar. Þann sama dag sagði lögreglan í fréttatilkynningu að ekkert benti til að gerendur hefðu verið flótta- menn eða haft stöðu hælisleitenda, eins og orðrómur kvað. Köln Áður en yfir lauk bárust lögreglu tæpar 500 tilkynningar um kynferðisbrot í borginni þessa nótt, frá yfir 600 þolendum. Rúmur helmingur hafði orðið fyr- ir þjófnaði í sömu mund. Í fimm tilfellum var um nauðgunarkæru að ræða. Meirihluti þeirra yfir 180 manns sem voru að lokum ákærðir voru innflytjendur frá Norður-Afr- íku og Mið-Austurlöndum, þar af flestir frá Marokkó og Alsír. Tæpur helmingur þeirra hafði á þeim tíma stöðu hælisleitenda. Lögregla sætti ámæli fyrir að hafa ekki gripið inn í atburðarásina um nóttina og fyrir tregðu við að greina almenningi frá því sem vit- að var. Yfir manni lögreglunnar í Norðurrín- Vestfalíu, sambands- landinu sem Köln tilheyrir, var vik- ið frá störfum. Fjölmiðlar voru gagnrýndir harkalega fyrir að halda upplýs- ingum leyndum – ekki aðeins af almenningi, hvað þá bara öfga- hægriöflum, heldur einnig af þingi Evrópuráðsins sem ályktaði af til- efninu að fjölmiðlar ættu ekki „að halda sannleika mála frá almenn- ingi til að tryggja pólitískan rétt- trúnað“, enda kyndi slíkt undir „samsæriskenningum, hatri í garð tiltekinna samfélagshópa og van- trausti á fjölmiðlum.“ „Racial profiling“ Það lítur sannarlega út fyrir að tregða yfirvalda og fjölmiðla við að greina frá því sem vitað var um nýársnóttina í Neukölln hafi gefið ysta hægrinu nokkurn byr. Og kynt undir ótta meðal almennings: Der Spiegel greindi frá því um mitt árið 2016 að útgefnum skammbyssuleyf- um í Þýskalandi hefði fjölgað úr 300 þúsund í 400 þúsund frá ára- mótunum. Sala byssueftirlíkinga og piparúða jókst líka stórlega. Nú, ári síðar, endurtóku sig ekki atburðirnir á nýársnótt í Köln. Víða í þýskum borgum var lögregla með mikinn viðbúnað. Í Köln var lög- reglumönnum á vakt fjölgað á bil- inu fimm- til tífalt eftir deildum. Sveitirnar leystu upp hópa ungra manna af norð- ur-afrískum upp- runa og hleyptu þeim að- eins á há- tíðarsvæðið einum og einum, eftir athugun skilríkja, til að koma í veg fyrir hóp-dýnamíkina sem talin er hafa ráðið nokkru um hvernig fór árið áður. Um nóttina birti lögreglan í Köln mynd af slíkri aðgerð á twitter, með skilaboðunum: „Erum að tékka hundruð Nafra við aðallestarstöð- ina. Meira síðar.“ Nafri reyndist vera slangur innan lögreglunn- ar yfir menn af norður-afrískum uppruna. Á meðan margir fjölmiðlar fagna árangri lögreglunnar benda aðrir á að aðferðin sem hún beitti feli í sér bæði brot á réttindum þeirra sem fyrir urðu og stjórnarskrár- brot: Aðgerðir á nýársnótt hafi ekki grundvallast á sekt og sakleysi einstak- linga heldur „raci- al profiling“, eins og þýskir miðlar sletta úr ensku: Að skilgreina grunaða í hóp- um, eftir  út- liti. Afleiðingar Atburðir síðasta árs endurtóku sig ekki en þegar flugeld- ur lenti, eins og að framan greinir, í stillönsum við kirkju í Dortmund sáu sumir Þjóð- verjar ástæðu til að trúa frekar frá- sögn bandaríska áróðursmiðilsins Breitbart News af atvikinu en hefð- bundnum staðarmiðlum, og líta á það sem þúsund manna árás frekar en óhapp eins. Í nóvember varaði Angela Merkel við útbreiðslu falskra frétta á samfé- lagsmiðlum og hugsanlegum áhrif- um þeirra á komandi kosningar. Hugmyndir hafa komið fram um að bregðast við slíkum miðlum með löggjöf. Það er þó erfitt að sjá hvaða áhrif það hefði á miðil eins og Breit- bart. Falskar fréttir koma þar fyrir, en aðferð miðilsins til að hafa áhrif á skoðanamyndun og kosninga úrslit felst þó heldur í efnis tökum og framsetningu. Hvort Breitbart get- ur haslað sér völl sem þýskur fjölmiðill, hvort þýska öfga-hægrið hef- ur þörf fyrir innflutt- an fasisma frá Bandaríkjunum eða getur sval- að eigin eftir- spurn sjálft, er enn óvit- að. Miðborg Kölnar var vett- vangur árása um þarsíðustu áramót. Eins og fleiri þjóðar- leiðtogar hefur Angela Merkel áhyggjur af fölskum fréttum sem birtar eru í áróðursskyni. SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.