Fréttatíminn - 13.01.2017, Page 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017
Nestisboxamenning í
Bandaríkjunum
Árið 1935 hlaut Mikki Mús þann heið-
ur að vera fyrsta teiknimyndapersón-
an til að prýða nestisbox. Skreytingar
boxanna þróuð-
ust með tíð
og tíma og á
sjöunda ára-
tugnum voru
geimboxin
gríðarlega
vinsæl.
Samloka í nestispoka
Hér á landi kjósa flestir litlu plast-
nestispokana, þó það sé auðvit-
að miklu umhverfisvænna að nota
margnota box. Í dag eru flest nestis-
box úr plasti og margir nota líka mat-
arílát á borð við tupperware.
Aldrei meira en eitt
álegg
Skólabörn á Spáni þekkja lítið annað
en hvítt langlokubrauð, baquette,
með áleggi í nesti. Það sem aðskil-
ur spænsku samlokuna frá öðrum
samlokum er að á henni er aldrei
meira en ein áleggstegund og er þar
reykt skinka og spænsk eggjakaka,
tortilla, ofarlega á lista þó börnin fái
stundum súkkulaðismjör til hátíða-
brigða.
Orka í smjörpappír
Í Noregi pakka allir nestinu sínu í
smjörpappír og þar þekkjast hrein-
lega ekki nestisbox. Á samlokuna fer
oftar en ekki dökkur mysuostur eða
kavíar og skola skólabörnin þessu
svo niður með mjólk úr lítilli fernu.
Epli úr plasti
Sum börn fá heitan
mat í hádeginu og
þurfa ekki mikið
meira en einn ávöxt
í nestistímanum. Þá
er sniðugt er að eiga
margnota box sem er sérstaklega
hugsað fyrir ávexti.
Tiffin box
Indversku nest-
isboxin, sem kall-
ast tiffin, eru á
mörgum hæðum
og henta því sér-
staklega vel fyrir
allskyns afganga.
Hrísgrjón eða kar-
töflur á einni hæð,
hverskyns afgangar á annarri og sal-
at eða eftirréttur á þeirri þriðju.
Hugmyndir í nestisboxið
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Hér á landi hefur aldrei myndast
sérstök menning þegar kemur að
því að pakka inn nesti, líkt og til
dæmis á Spáni þar sem gjörsam-
lega allir pakka nesti í álpappír
eða í Noregi þar sem hvert manns-
barn pakkar inn í smjörpappír. Hér
kjósa margir litlu plast-nestispok-
ana og sumir margnota box en það
hefur heldur aldrei myndast nein
sérstök nestisboxamenning, eins
og í Bandaríkjunum þar sem nýtt
nestibox er hluti af innkaupunum
í upphafi hvers skólaárs. Flestir
foreldrar þekkja þann höfuðverk
sem því fylgir að finna rétta nestið
í skólann fyrir börnin eða með sér
í vinnuna, þó flestir stærri vinnu-
staðir bjóða nú upp á hádegismat og
sífellt fleiri borði úti í hádeginu. En
hér eru nokkrar hugmyndir í boxið
fyrir ráðþrota foreldra og þá sem
vilja spara.
Bentobox
Á fáum stöðum í heiminum eru nest-
isboxin jafn metnaðarfull og í Japan.
Boxin, sem kallast Bento, koma í
allskyns útgáfum en eru alltaf með
mörgum hólfum. Í Japan er algengast
að sjá sushi, tofu, hrísgrjón og græn-
meti í boxunum en auðvitað er hægt
að setja hvað sem hugurinn girnist í
litlu hólfin.
Nesti fyrir matvanda
Nestismáltíðir
eru oft skreytt-
ar sem vinsæl
dýr eða teikni-
myndapersónur í
Japan og kallast
Kayraben. Það
sem upphaflega
byrjaði sem leið til að fá börn til að
borða hollan mat er nú orðið að vin-
sælli keppnisíþrótt þar í landi.
Amerískt nesti
Samloka, ávextir, kex og djús er sú
næring sem helst ratar í amerísku
nestisboxin.
Hugmyndir í boxið:
Samloka getur verið með svo miklu
fleira áleggi en osti, kæfu eða skinku.
Prófið til dæmis epli og hnetusmjör.
Í stað þess að nota samlokubruð er
hægt að nota vefjur eða pítubrauð
og þeir metnaðarfullu geta gert ein-
falda sushirúllu. Hnetur, þurrkaðir
ávextir, harðfiskur og smjör, ávextir,
niðursneitt grænmeti með ídýfu, og
harðsoðin egg eru fínasta meðlæti.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum