Fréttatíminn - 13.01.2017, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 13.01.2017, Qupperneq 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 tæki sem rekið er á markaðsleg- um forsendum, greiðir stjórnend- um sínum laun á þeim grunni og eigendum arð, taka við skattfé til þess að veita viðskiptavinum sjálf- sagða þjónustu. Það eru tugir þús- unda manna sem glíma við skerta heyrn í landinu. Hví skyldu menn gefast upp fyrir tiltölulega ódýru verkefni sem margfaldar gæði og gildi þeirrar þjónustu sem boðið er upp á. Þúsundir ef ekki tugir þús- unda Íslendinga glíma við skerta heyrn. Getur textun laðað að fleiri áhorfendur og þar með aukið aug- lýsingatekjur eða fjölgað áskrift- um? Það má hugsa um þetta. Og það má líka framkvæma. Spurning um réttindi Í umsögnum um frumvarpið koma fram tillögur um að ríkið leggi til fé til að létta undir með fjölmiðlum í þessum efnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Viðreisn- ar, viðrar þetta einnig hér í tengsl- um við þessa umfjöllun. Sú lausn er svosem ekki út í bláinn og hugs- unin að baki er ekki ný af nálinni. Markmiðið er raunar eitt og hið sama. Að tryggja aðgengi fólks að upplýsingum og afþreyingu. Hvort sem það gerist með skattfé eða snjöllum viðskiptahugmyndum, er ekki eftir neinu að bíða. En hitt finnst mér forvitnilegt að frum- kvæði íslenska hægrisins, hvaða nafni sem það nefnist í stjórnmál- um eða atvinnulífinu, skuli felast í því að hlaupa undir pilsfaldinn hjá almennum skattgreiðendum. Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: „Brýn réttarbót fyrir stóran hóp“ Réttinn til rittúlkunar er sjálf- sagt að skilgreina í lögum til að tryggja aðgengi heyrnarskertra að upplýsingum í samfélaginu, auka möguleika þeirra á fullri þátttöku sem er annars fyrir borð borin. Rétturinn til táknmálstúlkun- ar er ekki nægilega skýr í lög- um og skortir þar sértaklega á réttinn til túlkunar í daglegu lífi, þ.e. fyrir utan menntakerfi og heilbrigðiskerfi og aðra opinbera þjónustu. full þörf er á því að styrkja þennan rétt á grundvelli laga um stöðu íslenska táknmálsins. Samhliða þarf að skilgreina réttinn til rittúlkunar enda brýn réttarbót þar á ferð fyrir stóran hóp fólks.“ Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins: Tæknin skiptir máli „Við teljum mikilvægt að tryggja virka þátttöku allra í samfélaginu. Í minni tíð sem ráðherra hef ég lagt áherslu á aukna notkun tækni til þessa aðstoða fólk til þátttöku. Þannig verði unnið að því að auka aðgengi og virkni blindra, sjónskertra, aldraðra og annarra að samfélaginu með aðstoð tæknilausna (talgreinar og tal- gervlar). Hef ég jafnframt lagt áherslu við mennta- og menningarmálaráðherra að öll vinna sem fari fram á hans vegum um þróun máltækni og lagaumhverfi fjölmiðla hugi sérstaklega að fólki sem búi við skerðingar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Viðreisnar: Þarf að hnykkja á réttindum „Stefna Viðreisnar er að við búum til þannig umhverfi að all- ir fái notið sín í íslensku samfé- lagi. Fólk á að hafa sem mest val í lífinu og til þess að geta bjarg- að sér. Til þess þarf stundum stuðningstæki, hvort sem það er hljólastóll, táknmálstúlkun eða rittúlkun. Hvað varðar fjöl- miðla og rittúlkun, til dæmis í sjónvarpi þá get ég vel séð fyrir mér sjóð sem fjölmiðlafyrirtæki, einkarekin, geti sótt í til að halda uppi textun á sjón- varpsefni. En það þarf að hnykkja á þessum réttindum og undirstrika að fólk með heyrnarskerðingu geti notið rittúlkunar í sínu daglega lífi.“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar: Réttindi ekki úrræði „Samfylkingin lítur á þjón- ustu við allt fatlað fólk sem mannréttindi en ekki félags- leg úrræði. Hið sama gildir um heyrnarskerta og rittúlkun á þar við. Ég bendi á að ég og Katrín Júlíusdóttir höfum verið með- flutningsmenn að frumvarpi um að íslenskt sjónvarpsefni verði textað. Það er liður í þessu starfi en betur má ef duga skal.“ Elín Ýr Hafdísardóttir, formaður framkvæmdaráðs Pírata: Réttur til upplýsinga „Píratar leggja áherslu á að allir njóti sömu borgararéttinda. Einn mikilvægur liður í því að svo verði er stuðningur okkar við samning Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólks og við stjórnarskrá Stjórnlaga- ráðs en hvort tveggja myndi stuðla að réttindum fatlaðs fólks og aðgengi þeirra að sam- félaginu.“ Elín Ýr bendir auk þess á tilraunir til að fá fjölmiðla til að texta sjónvarpsefni og nefnir í því sambandi rétt til aðgangs að upplýsingum sem rækilega er fjallað um í fyrrnefndum samningi SÞ. „Í grunnstefnu Pírata er tekið fram í gr.1.4. að réttur einstaklinga til að leita upplýsinga skal aldrei vera skertur. Skortur á textun og rittúlkun er m.a. andstætt þeim lið grunnstefnunnar. Það má því segja í stuttu máli að ef aðgengi einstaklings til upplýsinga er skertur, þá styðji Píratar það ekki og vilja efla það aðgengi.“ Eva Einarsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar: Feta í fótspor Norðurlanda „Björt framtíð er mannréttinda- flokkur. Í ályktun stjórnar segir m.a.: Íslendingar verði málsvarar mannréttinda, jafnréttis og frið- ar á alþjóðavísu og verði öðrum til eftirbreytni með róttækni sinni í þessum málum. Á Íslandi ríki ævarandi og staðföst virðing fyrir fjöl- breytileika mannlífsins, þar sem sumir eru svona og aðrir hinsegin. Í anda ályktunarinnar er aðgengi heyrnarskertra að samfélaginu eðlilegt áherslumál. Við myndum því vera jákvæð fyrir því að skoða þær leiðir sem Norðurlöndin hafa farið í rittúlkun.“ Hvað vilja stjórnmálin? Enginn vafi er á því að stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi styðja í grundvallarat- riðum réttindi heyrnarskertra til rittúlkunar og textunar á sjónvarpsefni. Þetta kemur skýrt fram í ummælum þingmanna og annarra full- trúa flokka sem samtökin Heyrnarhjálp leituðu til um viðhorf í þessum efnum og greint er frá í fréttabréfi samtakanna sem kom út í haust. Svo mun það koma á daginn hvort hugur fylgir máli og réttur til rittúlkunar verði tryggður á komandi misserum. Í fréttabréfinu eru birt svör frá fulltrúum allra flokka nema Sjálfstæðis- flokknum, „þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir“ eins og þar segir. Hins vegar er bent á að Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður, hafi verið meðal flutnings- manna frumvarps um textun sjónvarpsefnis sem ekki hefur náð í gegnum Alþingi þrátt fyrir að hafa verið lagt fram í þrígang. Ný ríkisstjórn hefur nú tekið við völdum. Í sem stystu máli er ekki minnst á þessi mál þar. Raunar segir í stjórnarsáttmála: „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsyn- legur.“ Á eftir þessari málsgrein er fjallað um máltækniverkefni, en þau eru annars eðlis en hefðbundin textun sjónvarpsefnis. 280cm 98cm 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega 20% afsláttur af öllum vör m til 17. júní Túnika kr. 3000 Bl húsin F xafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 2-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp ýj r vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp ýj r vörur dagleg most.c_tiska o t.tiskufataverslun PONSJÓ ÁÐUR KR. 8900 NÚNA KR. 1990 hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur ÚTSALA! H E I L S U R Ú M A R G H !!! 1 10 11 7 #7 (* Mi ða ð v ið 12 má na ða va xta lau sa n r að gr eið slu sa mn ing m eð 3, 5% lá ntö ku gja ldi og 40 5 k r. g re iðs lug jal di) COMO HÆGINDA TÓ LL Æðislega nettur og þægilegur. Þrír litir: brúnn, gr ár og ljós-kremað ur. Á MÁNUÐI AÐEINS 2.956 kr.* FULLT VERÐ 43.50 0 kr. ÚTSÖLUVERÐ 29.5 80 kr. 32% AFSLÁTTUR!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.