Fréttatíminn - 13.01.2017, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 13.01.2017, Qupperneq 36
Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Heiðar Kári, er framúr­stefnan og tilrauna­mennskan búin að ganga svo fram af fólki í myndlistinni að það eina sem heillar er hversdags­ leikinn? „Ja, kannski að einhverju leyti, en það að „fást við hversdagsleikann“ er auðvitað ekkert nýtt í mynd- listinni, þó manni virðist þetta áberandi um þessar mundir. Þetta var til dæmis greinilegt í verkum íslenskra listamanna á tíunda ára- tugnum og nokkrum þeirra verka er ég að stilla fram með glænýrri myndlist. Mér finnst þarna vera samhljómur milli ólíkra tíma.“ Hvernig fæðist svona hugmynd? „Eiginlega bara af því að skoða myndlist. Myndlist kveikir alls konar hugmyndir. Maður skoðar listaverk og skynjar í því ákveðna afstöðu listamannsins og svo rekst maður á hana víðar. Mér fannst ég sjá þetta fyrirbæri, hversdaginn, skjóta upp kollinum hjá þessum ólíku listamönnum sem eiga verk á sýningunni. Sumum verkanna kynntist ég fyrir mörgum árum og þau hafa verið í huga mér. Svo punktar maður hjá sér lista með verkum sem lengist.“ En nú finnst mörgum hversdagsleik­ inn frekar tilbreytingasnauður og jafnvel grár. Eru myndlistarmenn næmari en fólk er flest og geta fund­ ið eitthvað meira í honum? „Maður verður oft var við að myndlistarmenn finni ljóðrænu eða fegurð í hversdeginum, sem breytir þá því venjulega í eitthvað einstakt og jafnvel fallegt. Svo er stundum óljóst hvort listin er að fjalla um hversdaginn í alvöru eða gamni, þannig að þá kemur fram einhver meðvituð sviðsetning á hversdagslegu lífi, einhver tvö- feldni. Þannig er hversdagurinn stundum flókinn í myndlist.“ Má segja að hversdagurinn sé í tísku? „Já, mögulega. Stundum er talað um það sem ég reyni að þýða sem normlegt (e. normcore) sem lýsir einhvers konar afstöðu með hinu hversdagslega og því er hamp- að. Það að vera ekkert sérstakur, eða vera ekkert sérstakt, er þá eftirsóknarvert. En það er stund- um dálítið erfitt að átta sig á því hvort þetta er hugsað í alvöru eða sviðsett.“ Geta góðir myndlistarmenn fundið sér yrkisefni í öllu úr hversdeginum? „Já, hiklaust. Það er styrkur mynd- listarinnar að hún getur umbreytt hugmynd okkar um raunveruleik- ann og gefið okkur nýja sýn á það sem okkur þykir algjörlega venjulegt og það sem við tökum ekki eftir. Þetta er eitt af því sem gerir mynd- listina svo áhuga- verða og spennandi.“ Listamennirnir sem eiga verk á Normið er ný framúrstefna eru: Anna Hrund Másdóttir, Arna Ótt- arsdóttir, Arnfinn- ur Amazeen, Emma Heiðarsdóttir, Finnur Arnar Arnarson, G.Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdótt- ir, Loji Höskuldsson, Sólveig Aðalsteins- dóttir, Sveinn Fannar Jóhannsson, Þorvald- ur Þorsteinsson. Hversdagsleikinn tekur yfir Það er skammt stórra högga á milli í Gerðarsafni í Kópavogi. Ný ríkisstjórn var mynduð þar í vikunni og ný myndlistarsýning verður opnuð í dag. Sýningin heitir Normið er ný framúrstefna og sýningarstjórinn, Heiðar Kári Rannversson, hefur sett þar saman hug- leiðingu um birtingarmyndir hversdagsleikans í íslenskri samtímalist. Starfandi listamenn af nokkrum kynslóðum eiga verk á sýningunni. Mikið að pæla í svömpum Einn listamannanna sem á verk á Normið er ný framúrstefna er Anna Hrund Másdóttir sem stendur í stórræðum og opnaði í gær nýja einkasýningu í D-sal Hafnarhússins sem hún kallar Fantagóðir minjagripir. Anna Hrund, finnur þú þér efnivið og innblástur alls staðar í dag­ lega lífinu? „Já, eiginlega má segja það. Aðallega safna ég hlutum úr mínu nærumhverfi til að nýta í listsköpunina. Ég vel yfirleitt hlutina út frá lit, það eru sem- sagt litirnir sem draga mið að hlutunum. Ég get fundið þetta hvar sem, það getur verið í búð- um, byggingarvöruverslunum eða út í náttúrunni. Litir vekja stundum viðbrögð hjá mér og þá verð ég að nota það sem ég finn.“ Getur þú nefnt dæmi? „Núna er ég voða mikið að pæla í svömpum og hvern- ig þeim er raðað saman eins og maður sér þá út í búð. Það er rosa fallegt hvernig litirnir eru. Eins er ég líka að safna límbandsteipum, sem auðvit- að eru til í ýmsum litum og bý til súlur eða turna úr þeim og í mínum huga eru svona hlutir yfirleitt bara tilbúin verk.“ Heiti sýningarinnar þinnar í Hafnarhúsinu vekur athygli, Fantagóðir minjagripir? „Mér finnst rökrétt að kalla þessa hluti sem ég bý til minja- gripi. Þeir ferðast með mér og þetta eru persónulegar tengingar við ferðalög, raun- veruleg eða ímynduð. Þetta eru því minjagripir um mínar minningar.“ Þú ert semsagt á því að maður geti látið hversdagsleikann bara teyma sig þegar kemur að mynd­ listinni? „Já, það er svo dásamlegt þetta daglega líf.“ ÞAÐ SAMA OG SÍÐAST OG ÞARÁÐUR, 2017. Arnfinnur Amazeen. „Textaverk Arnfinns er athugasemd við tilbreytingarleysi hversdagsins, sem varð til í feðraorlofi listamannsins. Verkið lýsir líka einstaklega vel endurtekningu íslenskrar pólitíkur, en ný ríkisstjórn var einmitt kynnt í Gerðarsafni fyrr í vikunni.“ Án titils/sex, 2008. Sveinn Fannar Jóhannsson. „Ljósmyndaverk Sveins Fannars Jóhanns- sonar sýna ýmis húsgögn sem listamaður- inn hefur sagað í sundur og raðað saman upp á nýtt. Eiginleikum hlutanna er um- breytt, form og notagildi eyðilagt með mjög nákvæmum fagurfræðilegum hætti.“ Heiðar Kári Rannversson, sýningarstjóri Normið er ný framúrstefna, segist finna samhljóm í mörgum myndlistarverkum dagsins í dag og verkum sem urðu til í kringum 1990, þegar kemur að hversdagslegu viðmóti þeirra. Hér er Heiðar Kári fyrir framan útsaumsverk Loja Höskuldssonar á sýningunni. Anna Hrund Másdóttir á bæði verk á sýningunni Normið er framúrstefna í Gerðarsafni og á einkasýningu sinni, Fantagóðir minjagripir, í Hafnarhúsinu. Límbandssúla, 2017. Anna Hrund Másdóttir,. „Anna notar hversdagslega hluti í skúlptúra sína. Hér staflar hún upp rúllum af mislitum límböndum en þá verða þessir fjöldaframleiddu hlutir ennþá gervilegri en ægifagrir.“ 36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.