Fréttatíminn - 13.01.2017, Side 56

Fréttatíminn - 13.01.2017, Side 56
Grænkeragóðgæti frá Hälsans Kök Fljótlegir og bragðgóðir réttir fyrir alla. Unnið í samstarfi við Ölgerðina Hälsans Kök hefur verið til frá árinu 1986 og ávallt framleitt fjölbreytta og bragðgóða grænmetis- rétti. Markmið Hälsans Kök hefur alltaf verið það sama, að búa til hollan og bragðgóðan mat fyrir neytendur sem hafa hollustu að leiðarljósi og vilja fljótlega rétti. MATARMIKIL SKÁL FYRIR GRÆNKERA Hýðishrísgrjónasalat með Hälsans Kök grænmetisbollum, pistasíum, sveppum og sætum kartöflum Fyrir tvo 1 Pakki Hälsans Kök grænmetisbollur 3 dl Hýðishrísgrjón 1 Sæt kartafla 10 Shiitake sveppir (eða Flúðasveppir ef hinir eru ekki til) 1-2 msk. Ólífuolía 1/2 dl Pistasíur Salt og pipar eftir smekk Sósa 1/2 dl Ólífuolía 1 msk Eplaedik 2 msk Smátt skorin steinselja 1 msk Sojasósa Salt og pipar eftir smekk • Eldið hýðishrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka. • Stillið bakaraofn á 200°C. • Skerið sætu kartöfluna í litla teninga og dreifið í ofnskúffu, sáldrið yfir ólífuolíu, salti og pipar. • Hitið í ofni í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar. • Skolið og skerið sveppina, hitið olíu á steikarpönnu og steikið sveppina þar til þeir eru léttsteiktir. • Bætið þá við Hälsans Kök grænmetisbollunum og steikið þær jafnlengi og pakkinn segir til um. • Útbúið sósuna með því að blanda saman öllum innihaldsefnum og smakka til með salti og pipar eftir smekk. Blandið svo saman í skálar: hrísgrjónunum, kartöflunum, grænmetisbollunum og sveppunum og dreifið svo sósunni yfir allt. Verði ykkur að góðu! Vörur Hälsans Kök fást víðast í Evrópu og njóta stöðugra vinsælda. Átta vörutegundir frá Hälsans Kök fást hér á landi. Öll vörulínan hentar grænkerum að tveimur vörum undanskildum. Hinar sex eru merktar Vegan efst í vinstra horninu á pakkningum en þær tvær sem henta ekki eru pylsurnar og papriku & ostabuffin. Vörurnar sem Hälsans Kök býður upp á eru: Soja grillborgar- ar, sojasnitzel, sesam sojanaggar, ítalskar grænmetisbollur, falafel bollur, sojahakk, sojapylsur og osta & paprikubuff. Hälsans Kök hentar vel fyrir grænkera, grænmetisætur og alla þá sem vilja neyta hollrar og fljót- legrar fæðu. Réttirnir eru bragð- góðir, einfaldir í matreiðslu og 6 VEGANÚAR vinsælir hjá börnum, þá sérstaklega sesam naggarnir. Hvar fæst Hälsans Kök: Hälsans Kök fæst í öllum helstu verslunum eins og Krónunni, Bónus, Hagkaup, Fjarðarkaup, Víði, Nóatúni og Þinni verslun. Nánari upplýsingar um Hälsans Kök réttina má finna á sænsku á heimasíðu þeirra: www.halsanskok.se

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.