Fréttatíminn - 20.01.2017, Page 1

Fréttatíminn - 20.01.2017, Page 1
Eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum yfirgaf Ísland skömmu eftir andlát hans 2014. Var komin með dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi og hefði nær örugglega fengið ríkisborgararétt. Hún dvel- ur nú á óþekktum stað í Svíþjóð og er óljóst með framtíð hennar og barnanna tveggja. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariams Beyene, yfirgaf Ísland og settist að í Svíþjóð nokkrum mánuðum eftir fráfall eig- inmanns hennar í byrjun árs 2014. Síðan þá hefur hún búið ásamt börn- um sínum á óþekktum stað sem flóttamaður og bíður eftir því að yfirvöld innflytjendamála í Svíþjóð ákveði hvort henni verði leyfi til að búa í landinu til frambúðar. Þetta herma heimildir Fréttatímans. Konan var hins vegar komin með dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi vegna veikinda eiginmanns hennar. Hún og börn hennar og Andemariams hefðu því líka átt auðvelt með að fá íslenskan ríkis- borgararétt og öll þau réttindi sem honum fylgja. Réttarstaða konunn- ar í Svíþjóð er því miklu verri en hún hefði verið ef hún hefði dvalið áfram á Íslandi. Mál Andemariams Beyene, Er- ítreumanns sem búsettur var á Ís- landi frá 2009 ásamt konu sinni og börnum, hefur vakið heimsathygli. Hann var með krabbamein í hálsi og græddi ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini í hann plast- barka í Svíþjóð árið 2011 eftir að læknar á Landspítalanum höfðu sent hann þangað til meðferðar. Engar vísindalegar sannanir lágu til grundvallar aðgerðinni þegar hún var prófuð á Andemariam og hafði aðgerðartæknin ekki verið reynd á dýrum. Andemariam var því eins konar tilraunadýr og leið hann miklar kvalir eftir aðgerðina þar sem plastbarkinn virkaði aldrei sem skyldi. Hann lést svo í ársbyrj- un árið 2014. Margs konar rannsóknir og athuganir standa nú yfir á plast- barkaaðgerðum Paulo Macchiarin- is, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Eiginkona Andemariams er ekki nefnd á nafn hér til að vernda hana og verja réttarstöðu hennar í Sví- þjóð. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 5. tölublað 8. árgangur Föstudagur 20.01.2017 36 12 Mynd | Hari Andemariam Beyene var búsettur ásamt eiginkonu sinni á Íslandi áður en hann fór í plast- barkaaðgerðina. Eiginkona plastbarkaþegans býr sem flóttamaður í Svíþjóð Klikkaður steikarplatti! sushisocial.is Prepp á Rauðar- árstíg: Æskuvinir sögðu upp vinnunni og opnuðu kaffihús amk fylgir Fréttatímanum Ofurskipulag, risaskrúðgöngur og verkföll ein- kenna embættis- töku Trump Fagnar fimmtugs- afmæli með blóma- sundi á Balí Auður Alfífa Ketilsdóttir Átti ekki fyrir mat, vann í happ- drætti og keypti sér allt sem hana langaði í Finnsk uppskrift að góðum skóla: Kennarar eru ekki grænmeti 28 24 KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur Betri þjónusta Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar skjóta og góða þjónustu. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur. Við gerum betur í þjónustu Sakborningarnir þegja Samræmd viðbrögð Umfjöllun um hvarf Birnu Brjánsdóttur 8

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.