Fréttatíminn - 20.01.2017, Page 8

Fréttatíminn - 20.01.2017, Page 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Ibuprofen Bril 400 mg töflur – 30 stk. og 50 stk. Brilliant lausn á höfuðverk, tíðaverk, hita, tannverk og verk vegna kvefs. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Áreiðanleiki, sveigjanleiki & hagstæ verð Íslenska lyfjafyrirtækið með erlenda nafnið wh.is Skipverjarnir samræmdu við- brögð sín áður en sérsveitar- menn handtóku þá um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þrír menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, neita sök. Fjórði maðurinn er í haldi vegna fíkniefna sem fundust um borð. Enginn þeirra talar að ráði í yfirheyrslum. Rannsakað er hvort mennirnir eigi sér vitorðsmenn á Íslandi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þegar sex sérsveitarmenn komu um borð í grænlenska togarann Polar Nanoq, voru þeir sem grun- aðir eru um aðild að hvarfi Birnu, einangraðir frá öðrum skipverjum. En þar sem sérsveitarmennirnir voru 6 en áhöfnin 28 manns, var ekki unnt að aðskilja alla áhafnar- meðlimi. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans má ráða að skipverjar hafi samræmt hvernig bregðast skyldi við málinu og spurningum lög- reglu, áður en hún kom um borð. „Það blasir við að þeir hafa haft möguleika á að samræma fram- burð sinn,“ segir Grímur Gríms- son sem fer fyrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Sakborningar í málinu höfðu lítið tjáð sig við lög- reglu þegar blaðið fór í prentun á fimmtudag og var þess beðið að þeir leysi frá skjóðunni og upplýsi hvar Birnu sé að finna. Lögreglan hefur sterkar vísbendingar um Báru saman bækur sínar fyrir handtöku að þeir hafi unnið henni mein og vinnur eftir þeirri tilgátu. Birna hefur ekki sést í tæpa viku, eða síðan á sjötta tímanum að- fararnótt laugardags. Skipverjarnir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarð- hald í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag, sáust á eftirlitsmynda- vélum aka rauðri Kia Rio bifreið að Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 að morgni laugar- dags. Einn fór um borð í skipið en hinn ók, að því er virtist, einn í burtu. Alls hafa fjórir úr áhöfn Polar Nanoq verið handteknir á undan- förnum dögum. Þrír eru grun- aðir um aðild að hvarfi hennar. Fjórði maðurinn var handtekinn á fimmtudagseftirmiðdag eftir að mikið magn af hassi fannst í togar- anum. Talið er að hassið hafi verið ætl- að til endursölu. „Það vekur athygli að langt er síðan lagt hefur verið hald á hass á Íslandi, og það hef- ur dregið mikið úr hassnotkun á undanförnum árum því mikið hefur verið um grasræktun hér á landi. Það er munur á efninu sem er í grasi og þegar því hefur verið þjappað saman í hassplötu. Þetta eru hassplötur sem ég held að séu ekki framleiddar á Íslandi,“ segir Grímur. Fíkniefnamálið verður aðskilið frá sakamálinu um hvarf Birnu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu eru málin aðskilin til að passa að öll orkan og athyglin beinist að leitinni að Birnu. „Við leggjum alla áherslu á að klára það mál og upplýsa eftir bestu Áhöfnin fær áfallahjálp Unnið er að því að veita skipverj- um á Polar Nanoq áfallahjálp hjá Rauða krossinum að því er fram kemur í tilkynningu frá útgerðinni. Þá segir að togarinn haldi kyrru fyrir í Hafnarfjarðarhöfn á meðan lögreglan lýkur rannsókn sinni um borð. Polar Seafood mun áfram að- stoða yfirvöld á Íslandi vegna mál- anna og vonar að þau upplýsist sem fyrst. Þá leggur fyrirtækið sig fram um að koma upplýsingum til ættingja skipverja. Sakborningar voru leiddir fyrir dóm- ara við Héraðsdóm Reykjaness í gær, fimmtudag, og úr- skurðaðir í gæsluvarð- hald. Þeir hafa ekkert tjáð sig við lögreglu og líklegt er að þeir hafi samræmt framburð sinn. Myndir | Hari Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, útilokar ekki að sakborningar gætu átt vitorðsmenn á Íslandi. Nú hafa lögreglu borist greinargóðar upplýsingar um sögu og stöðu þessara manna, en gefur ekkert upp. „Saman gætu rannsókn- irnar truflað hvor aðra. Við fáum sérstakt teymi í fíkniefnarannsóknina.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.