Fréttatíminn - 20.01.2017, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 20.01.2017, Qupperneq 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Sími 554 6800 www.vidd.is Njarðarnes 9 Akureyri Bæjarlind 4 Kópavogi FILA Active1 mygluhreinsir. Hreinsar svartmyglu skjótt og örugglega. Hreinsar kísil af flísum og blöndunartækjum. Þau verða eins og ný! Einn virkasti fúguhreinsirinn. Tekur fitu og önnur erfið óhreinindi af fúgum og flísum. FILA Cleaner FILA Active1 FILA ViaBagno FILA Fuganet Rétta hreinsiefnið í regluleg þrif fyrir flísar, náttúrustein, dúka og parket. ® Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Víddar Ekkert óvenjulegt við Óseyrarbraut á laugardag Starfsfólki á Kænunni við Óseyrarbraut í Hafnarfirði virtist allt eðlilegt á laugardagsmorgun þegar Birna Brjánsdóttir hvarf. Kænan er veitingastaður nálægt staðnum þar sem togarinn Polar Nanoq lá við bryggju. Til þess að komast að Polar Nanoq, eða staðnum þar sem skór Birnu fundust, þarf að keyra framhjá Kænunni. Hinar dularfullu ferðir rauðu Kia Rio bifreiðarinn- ar á laugardag voru meðal annars framhjá Kænunni. Kænuna sækja margir sjómenn af skipum í Hafnarfjarðarhöfn. „Við opnuðum klukkan 9 á laugardagsmorgun og urðum ekki vör við neina óeðlilega umferð. Hingað kom gönguhópur kvenna, svo duttu inn fastakúnnar og 20-30 gestir í hádegismat. Við þekkjum ekkert til áhafnar Polar Nanoq og urðum einskis vör á laugardag, segir eigandi Kænunnar. getu. Saman gætu rannsóknirn- ar truflað hvor aðra. Við fáum sér- stakt teymi í fíkniefnarannsókn- ina,“ segir Grímur. Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort fleiri hafi átt þátt í hvarfi Birnu eða búi yfir upplýsingum um hvarfið. Lögreglan útilokar ekki að sakborningarnir geti átt sér vit- orðsmenn á Íslandi. „Það er viðbú- ið en ekki staðfest,“ segir Grímur. Lögregla telur að mennirnir fjór- ir séu grænlenskir ríkisborgarar, „En við höfum aðeins fengið það staðfest með vegabréfum tveggja þeirra. Danska sendiráðið í Reykja- vík hefur óskað eftir upplýsing- um frá okkur um stöðu þessara manna.“ Lögreglan vissi ekkert um bak- grunn eða mögulegan sakaferil mannanna sem nú sitja í gæslu- varðhaldi, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu, fyrr en seinnipart á fimmtudag. Þá fóru henni að ber- ast greinargóðar ábendingar um bakgrunn og stöðu sakborninga í málinu. Grímur vill ekkert tjá sig um það en segir að lögreglan fái aðstoð grænlenskra yfirvalda til að kanna sögu þeirra. Óvíst er hve lengi áhöfn Pol- ar Nanoq dvelur á Íslandi. Aðrir en sakborningar eru talin vitni í málunum og eru ekki í farbanni. Áhöfn togarans telur á þriðja tug manna, og komu þeir hingað til lands ýmist með skipinu eða með flugi. Samskipti mannanna og Birnu hvergi náðst á mynd utandyra –Hafið þið útilokað að mennirnir sem nú eru í haldi, séu þeir sem Birna sést, á upptökum öryggis- myndavéla, rekast á í Bankastræti? „Við höfum ekki gengið út frá því að samskipti Birnu og mannanna hafi sést utandyra á myndavélum. Það er mikil oftúlkun að mennirn- ir sem Birna virðist rekast örlítið utan í, séu þessir menn. Við höf- um enn áhuga á að ná tali af þeim sem sjást þarna á gangi til að öðl- ast upplýsingar um tímalínuna, það er ekki þar með sagt að þeir séu grunaðir um að vera valdir að hvarfi Birnu.“ –Hvað með mannaferðirnar sem sjást á myndavélum í Macland- -versluninni. Vekur það grunsemd- ir ykkar að einhverjir séu á hlaup- um við hornið um það bil á sama stað og tíma og Birna hverfur? „Allar mannaferðir á þessum stað og tíma eru athyglisverðar. Mér hefur ekki tekist að lesa úr þessu Maclands-myndbandi að þar séu þeir sem tengist hvarfi Birnu.” Grímur segir að verið sé að púsla saman brotunum og þeim gögnum sem liggja fyrir. Aðspurður um tímalínuna, hvort talið sé að bifreiðin sem Birna gæti hafa farið upp í, hafi ekið beint úr miðbænum og í Hafnarfjörð, eða komið við einhverstaðar á leiðinni, segir hann að gengið sé út frá því að keyrt hafi verið beint í Hafnar- fjörð. Rauði bíllinn, sem kemur fram á eftirlitsmyndavélum Hafnar- fjarðarhafnar á laugardagsmorgni, sést fara út af hafnarsvæðinu að minnsta kosti einu sinni og hann snýr ekki aftur á svæðið fyrr en að minnsta kosti klukkutíma seinna þennan sama dag, samkvæmt RÚV. Fjölmargir hafa boðið lögreglu aðstoð við að greina þau gögn sem fram eru komin. „Við höfum verið með það til mats hvort við þiggjum aðstoð við greiningu myndefnis, meðal annars til að sjá bílnúmer- ið Kia bifreiðarinnar á Laugavegi. Það er þakkarvert þegar fólk býður fram aðstoð.“ Finnst þér þú vera kominn með skýrari tilgátu um það sem gerðist? „Já, ég get tekið undir það á þess- um tímapunkti, þá finnst mér við Móðir Birnu sagði á blaðamannafundi fyrr í vikunni að hún teldi líklegast að Birna hefði farið upp í bíl með einhverjum útlendingum. Lögregluna grunar nú hluta af áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq um að bera ábyrgð á hvarfi hennar. „Það blasir við að þeir hafa haft möguleika á að samræma framburð sinn.“ hafa þokast nokkuð á veg, um hvað kunni að hafa komið fyrir.” Ertu vongóður um að Birna finn- ist á lífi? „Þessu vil ég ekki svara.“ Lögregluliðið á vökunni Fjölmargt lögreglulið kemur að yf- irheyrslum sakborninga og vitna, við að semja spurningar og bera þær upp. Reyndasta starfsfólkið, og þeir með sérhæfðustu þekk- inguna, hafa verið að störfum sól- arhringum saman síðan rannsókn á hvarfi Birnu hófst. Reynt er að hvíla og skiptast á enda er málið prófraun á samhæfingu og sam- starf deilda. Lögreglan hefur þá reynslu að þegar stór mál koma upp, þá bitni það á viðkvæmum málaf lokk- um eins og kynferðisbrotum og heimilisofbeldi. Kynferðisbrota- deild lögreglunnar er því aðskilin frá málinu og starfar áfram með hefðbundum hætti. Auk þess hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið liðsauka frá öðrum stöðvum umdæmisins til að mæta álaginu. Farið hefur verið yfir gríðarlegt magn myndefnis, fjarskiptagagna, tæknivinnan hefur verið gríðar- lega umfangsmikil þar sem með- al annars hefur verið leitað í skip- inu, sem er ógnarstórt, og rauðu Kia Rio bifreiðinni. Öryggisgæsla í kringum málið hefur einnig verið mjög umfangsmikil. Björgunarsveitir hafa leitað svo sól- arhringum skiptir að Birnu. Hafnar- svæðið í Hafnarfirði er gríðarlega erfitt leitarsvæði þar sem stórgrýtt er og ótal smugur og sprungur. Svæðið hefur verið fínkembt í tvígang. Leit heldur nú áfram á við vega slóða á Reykja nesi.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.