Fréttatíminn - 20.01.2017, Síða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017
Mexíkó og Bandaríkin
– löng saga átaka og samvinnu
Nú er Donald Trump að koma sér fyrir í embætti Bandaríkjaforseta. Hann stefnir þá líklega á að hringja í
sérhæfða verktaka sem kunna að setja upp vegg, sem nemur hundruðum kílómetra að lengd, á landamærum
Bandaríkjanna og Mexíkó. Síðan ætlar hann sér að útbúa gíróseðil til að senda á stjórnvöld í Mexíkó fyrir
kostnaði við vegginn. En hver eru samskipti Bandaríkjanna í sögunni? Fréttatíminn stiklar á stóru.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Úrslit forseta-
kosninganna í
Bandaríkjunum
á síðasta ári
vöktu undrun
og óvissu víða
um heim, ekki
síst í Mexíkó.
Frelsisbarátta Mexíkó (1810-1821)
Faðir Miguel Hidalgo kallar
eftir sjálfstæði Mexíkó
frá Spáni árið 1810. Þá
hefur sjálfstæði hinna
nýstofnuðu Banda-
ríkja aðeins verið
viðurkennt í tæp 30
ár. Hidalgo upp-
reisnin mistekst en
hún leggur grunninn
að sjálfstæði landsins
sem var samið um með
friðarsamningum í Cordoba
árið 1821. Spænsk stjórnvöld fella
reyndar samninginn og draga það
í 15 ár að viðurkenna sjálfstæði
landsins.
Texas í limbói (1836-1846)
Núverandi Texas-ríki er upp-
haflega hluti Mexíkó og
mexíkósk stjórnvöld
reyna að stemma stigu
við innflutningi Banda-
ríkjamanna þangað.
Mexíkósk stjórnvöld
reyna að setja upp tolla
og banna þrælahald í
ríkinu sem enn við-
gengst hjá nágrönnunum
í norðri. Árið 1846 er Texas
innlimað í Bandaríkin.
Stríð milli landanna (1846-1848)
Vegna deilna um Texas lýsa bæði
löndin yfir stríði. Bandaríkjamenn
fara alla leið suður að Mexíkóborg,
leggja hana undir sig og sigra í
stríðinu með yfirburðum. Mexík-
óum er gert að selja grönnum
sínum Nýju-Mexíkó, Kaliforníu og
fleiri svæði í norðri. Tilkall þeirra
til Texas fellur líka niður.
13 þúsund bandarískir hermenn
láta lífið í átökunum, en meira en
níutíu prósent þeirra létust af völd-
um gulu. Áætlað er að 25 þúsund
Mexíkóar hafi látið lífið.
Landamærin fastsett (1853)
Bandaríski forsetinn Franklin
Pierce kaupir 78 þúsund ferkíló-
metra lands í Mesilla dalnum sem
liggur frá Kaliforníu til El Paso.
Pierce var mikill landnemi í hugs-
un og ætlaði landið undir lestar-
teina til Kyrrahafsstrandarinnar.
Síðan þá hafa landamæri land-
anna tveggja ekki færst úr stað, en
deilumálin þar hafa haldið áfram.
Evrópuveldin ráðast inn (1862)
Franskur, breskur og spænskur
herafli ræðst inn í Mexíkó til að
innheimta skuldir þarlendra
stjórnvalda við Evrópuveldin.
Napóleon þriðji er þar fremstur í
flokki og her hans leggur undir sig
Mexíkóborg, eftir að hinar þjóð-
irnar draga sig til baka. Á meðan
geisar þrælastríðið í Bandaríkjun-
um, en Frakkar vilja helst halda
ríkjasambandinu sundruðu. Að
fimm árum liðnum og eftir mikinn
þrýsting frá Washington gefast
Frakkar upp og kalla hermenn
sína heim.
Mexíkóar byggja lestarkerfið
(1846-1848)
Eftir að bann er sett á innflutning
verkafólks frá Kína til Bandaríkj-
anna árið 1882, leggja mexíkósk-
ir verkamenn mikið til byggingar
lestakerfis í nágrannaríkjunum í
norðri. Þá er einnig sett upp fyrsta
formlega landamæraeftirlitið á
landamærunum, einkum til að
koma í veg fyrir að asískir verka-
menn komist fram hjá reglunum
í gegnum Mexíkó. Um aldamótin
1900 vinna líklega um 16 þúsund
mexíkóskir verkamenn við að
byggja lestarkerfið mikla til vest-
urs.
Svarta gullið
Stundum hafa deilur Bandaríkj-
anna og Mexíkó um eiturlyf fallið í
skuggann af deilum um olíu. Eftir
að ný byltingarkennd stjórnarskrá
var tekin í gagnið í Mexíkó árið
1917 höfðu bandarísk olíufyrirtæki
áhyggjur af hagsmunum sínum í
nágrannalandinu. Til skamms tíma
var samið um að ekki yrði gengið
á hagsmuni Bandaríkjamanna en
árið 1938 var olíuiðnaðurinn rík-
isvæddur í Mexíkó. Vegna síðari
heimsstyrjaldarinnar brugðust
bandarísk stjórnvöld ekki við af
hörku, en eftir stríðið voru bætur
greiddar vegna þessa.
Árið 1976 fundust gríðarlegar
olíulindir í Mexíkóflóa. Vegna
uppbyggingar hins ríkisrekna
olíubransa varð Mexíkó skyndi-
lega eitt skuldsettasta ríki heims.
Lækkandi olíuverð í olíukreppunni
1979 fór illa með efnahag landsins
og á árinu 1982 var pesóinn geng-
isfelldur þrisvar sinnum. Svart-
nætti í efnahag landsins ýtti enn
frekar undir straum Mexíkóa norð-
ur fyrir landamærin í leit að betra
lífi. Tilraunir á síðari hluta níunda
áratugarins til að stemma stigu við
fjölgun ólöglegra innflytjenda báru
aðeins tímabundinn árangur, en
alla tíð hefur ólöglegt mexíkóskt
vinnuafl skipt miklu í bandarísku
hagkerfi, ekki síst í þeim ríkjum
sem liggja að Mexíkó.
hollur kostur á 5 mín.
Plokkfiskur