Fréttatíminn - 20.01.2017, Síða 40

Fréttatíminn - 20.01.2017, Síða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Láttu Harvard drauminn rætast Nú getur þú látið drauma þína ræt- ast því skólinn býður upp ókeyp- is námskeið á netinu fyrir hvern sem hefur áhuga á að bæta við sig góðri vitneskju. Nú á mánudag byrjar nýtt tíu vikna námskeið um áskoranir í alþjóðlegri lýðheilsu og getur það námskeið kryddað samtölin í saumaklúbbnum eða búningsklefanum í World Class. Ef þú vilt ganga alla leið er hægt að nálgast fatnað frá skólanum á vefsíðunni www.theharvards- hop.com og þú getur nælt þér í eitt stykki Harvard peysu. Láttu drauminn loksins rætast og láttu það eftir þér að skrá þig! | hdó Hlekkur á námskeið fylgir greininni á vef Frétta­ tímans. Hefur þig alltaf dreymt um að taka áfanga í hinum virta Harvard háskóla en ekki haft efni á því? Konur mótmæla Trump í Reykjavík „Á öllum Vesturlöndum gætir vaxandi andúðar í garð innflytj- enda og flóttamanna. Í Banda- ríkjunum beinist það sérstaklega gegn konum, samkynhneigðum, blökkumönnum og öðrum minni- hlutahópum. Þetta er orðræða haturs sem fer eins og eldur í sinu um heiminn. Þetta er hegðun sem við verðum að berjast gegn að verði að normi og þetta er sér- staklega hættulegt þar sem þetta kemur frá valdamönnum. Ungir strákar megi ekki halda að svona hegðun sé í lagi og ungar stelpur mega ekki læra að það sé í lagi að karlar áreiti þær,“ segir Xárene. Xárene segir að mikilvægast sé að læra af kosningasigri Trump. Það sé ekki hægt að ganga að neinu sem vísu og grasrótarstarf sé nauðsynlegt til að snúa við þessari þróun. „Meirihluti Banda- ríkjamanna kaus ekki Trump og við leggjum áherslu á það. Við megum ekki sofa á verðinum því eftir tvö ár verður kosið í báðum deild- um þingsins. Ég vona að frjálslynt og framsækið fólk verði kosið á þing og það verði hægt að vinda ofan af þessari þró- un,“ segir Xárene. Hún segir að karlar séu vel- komnir til að taka þátt í mót- mælagöngunni. „Við erum að mótmæla kvenhatri Trumps og það geta all- ir barist fyrir mann- réttindum,“ segir Xárene. Mótmæl- in hefjast við Arnarhól klukk- an tvö á laugar- daginn. | hjf Fréttatíminn tók saman hugmyndir að fimm gjöfum sem myndu nýtast vel sem hinar fullkomnu bóndadagsgjafir. Bóndadags­ gjafir Ísbúð Þetta er dagur hugulsemi og því er sterkur leik- ur að fara saman í hverfisísbúðina og leyfa makanum að velja sér stærsta ísinn í ísbúðinni með öllu namminu sem hann getur í sig látið. Kannski vill bóndinn deila ísnum, kannski ekki, aðeins tím- inn mun leiða það í ljós. Spotify lagalistar Búðu til persónulegan lagalista með öllum rómantísku lögum sem þér dettur í hug sem tengjast makanum þínum. Hugmyndir að lögum á listann: Still Crazy After All These Ye- ars með Paul Simon, Ég skal bíða þín með Hauki Morthens og Sunday Kind of Love með Ettu James. Yfirráð yfir fjarstýr- ingunni Stærsta þrætuepli heimil- anna er hvað á að horfa á í kvöld. Leyfðu bóndanum að fá full yf- irráð yfir fjar- stýringunni í kvöld, sama hversu leiðinlegt valið er. Þú munt ekki sjá eft- ir ákvörðuninni þegar þú sérð glampa í augum makans og stolt brosið á vörunum þegar hann velur uppáhalds kvik- myndina sína loksins. Spilakvöld Spilið þið eitthvað skemmti- legt saman og eins til dæmis orðaleikinn Scrabble og leyfðu bóndanum að vinna bara þennan eina dag og hrósaðu honum fyr- ir að vera alveg ótrúlega klár fyrir að vinna. Allir fara kátir að sofa með sigur dagsins. Einkatón- leikar Nýttu daginn og æfðu þrjú lög fyrir kvöldið og komdu bóndanum á óvart með einkatónleik- um. Allar klósett- pásur í vinnunni geta nýst í það að æfa sviðsframkom- una og þylja upp texta. Hafðu generalprufu í bílnum á leiðinni heim úr vinnunni til að vera með allt á hreinu fyrir stóru tónleik- ana. „Konur verða að sýna samstöðu og lýsa van- þóknun sinni á því að æðsti valdamaður Banda- ríkjanna sé yfirlýst karlremba sem segist geta gripið í píkurnar á þeim,“ segir Xárene Eskandar, skipuleggjandi mótmælagöngu kvenna gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem haldin verður í Reykjavík á laugardaginn. Samskonar mótmæli eru skipulögð um heim allan. Xárene Eskandar er skipuleggjandi mótmælagöng kvenna gegn Donald Trump. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.