Fréttatíminn - 20.01.2017, Page 44

Fréttatíminn - 20.01.2017, Page 44
Vegan Hvað er betra á föstudagskvöldi en mexíkósk matarveisla með öllu tilheyrandi. Í stað kjöts er hægt að skipta því út fyrir rifna sæta kartöflu eða baunakássu. Einnig er hægt að nálgast vegan sýrðan rjóma í verslunum Hagkaups, gleðilega fiestu! Ódýrt Þegar þú ert að kaupa helgarmatinn í Bónus, hentu einu pítsudegi í körfuna og láttu það duga í kvöldmatinn. Þegar heim er komið er gott að safna saman öllum afgöngum og grænmeti úr ísskápnum og gera eina sjóðheita föstudagspítsu. Árstíðarbundið Nú er komið að hinum árlega bónda- degi og því er ráðlagt að stappa soðnar rófur, kaupa harðfisk og steikja blóðmör. Kannski væri hægt að koma bóndanum á óvart eftir veisl- una með því að hafa ís í eftirrétt. GOTT Í MATINN Með eða á móti ... draugum Frank A. Bl. Cassata „Á meðan við getum ekki af- sannað tilvist drauga þori ég ekki annað en að trúa á þá. Þess vegna er ég til dæmis í buxum núna, það gæti einhver verið að horfa á mig.“ Áslaug Karen Jóhannsdóttir „Það er erfitt að vera á móti einhverju sem maður trúir ekki á, en ef marka má Harry Potter bækurnar (eldheitur aðdáandi hér) þá eru draugar yfirleitt misskildir og jafnvel hjálplegir!“ Steingerður Sonja Þórisdóttir „Mér fannst þeir nú ekki al- veg standa sig nógu vel í nýju Ghostbusters. Ég fíla samt fortíðar- drauga, sérstaklega þegar þeir elta aðra.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.