Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 52
MAGNOLIA
OFFICINALIS
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður,
Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við
sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni
„Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og
ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki
á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef
ekki sofið betur í mörg ár.“
SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ
balsam.is
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs
100% náttúruleg bætiefni
Hefur verið notað við
svefnvandamálum, kvíða og
depurð í yfir 2000 ár í Asíu
…viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017
Ég var bara lögmaður að gera
það sem lögmenn gera allan
daginn á skrifstofunni, svo allt í einu
var ég kominn í eitthvað allt annað.
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is.
Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Æskuvinirnir Dan-íel Tryggvi Thors og Jón Gunnar Jónsson breyttu heldur betur
um stefnu í lífinu seint á síðasta
ári þegar þeir sögðu upp störfum
sínum í lögmennsku og fjármála-
geiranum til að fara út í kaffihúsa-
rekstur. Eitthvað sem hvorugur
þeirra hafði nokkra reynslu af en
eru núna búnir að opna staðinn
PREPP á Rauðarárstíg. Þriðji eig-
andinn er Davíð Tómas Tómasson
tónlistarmaður sem er í námi í Há-
skólanum í Reykjavík
Gátu ekki sleppt tækifærinu
„Við félagarnir vorum búnir að
tala um það í lengri tíma að okkur
langaði að gera eitthvað skapandi
saman. Þetta snerist ekkert endi-
lega um að fara saman út í rekstur
á fyrirtæki, en svo datt
þetta tækifæri inn á
radarinn hjá okkur og
við urðum að slá til.
Við gátum ekki sleppt
þessu,“ segir Dan-
íel, en þeir félagarnir
fréttu að Café Roma
væri til sölu, sem var
áður í sama húsnæði,
„Við ákváðum að láta
vaða og ég sagði upp
vinnunni minni. Þrem-
ur vikur síðar var ég orðinn vert á
kaffihúsi.“
Daníel skellir upp úr. Hann gerir
sér vel grein fyrir því að það var
ekki endilega skynsemin sem réði
ferðinni við þessa ákvarðanatöku.
Hann langaði einfaldlega til að
prófa eitthvað nýtt og taka smá
áhættu.
Óttast ekki hvað gerist
Blaðamaður hittir Daníel á PREPP
en Jón Gunnar er vant við látinn.
Það er töluverður reytingur á kaffi-
húsinu og Daníel er einn í húsinu
vegna veikinda starfsfólks. Hann
þarf því öðru hverju að skjótast og
laga kaffi og samlokur, en PREPP
er kaffihús með áherslu á mat, þar
sem boðið er upp á samlokur og
súpu dagsins ásamt bakkelsi. Og
að sjálfsögðu kaffi.
„Ég var bara lögmaður að gera
það sem lögmenn gera allan
daginn á skrifstofunni, svo allt í
einu var ég kominn í eitthvað allt
annað,“ segir Daníel þegar hann
sest niður aftur eftir að hafa af-
greitt nokkra kaffibolla.
„Ég var búinn að búa mig undir
lögmennskuna í lengri tíma og
taka störf sem buðust í tengslum
við það. Ég var búinn að undirbúa
feril. Eins og hendi væri veifað
var ég hins vegar kominn „all in“ í
veitingageirann. En er ekki lífið of
stutt til að vera alltaf öruggur? Ef
þetta gengur ekki þá kemur bara
næsta ævintýri eða ég fer aftur á
skrifstofuna. Ég óttast ekkert hvað
gerist í þessum efnum.“
Samningar tryggja vináttu
Strákarnir eru æskuvinir sem
kynntust í Melaskóla. Jón Gunn-
ar og Davíð hófu þar saman
skólagöngu en Daníel flutti í hverf-
ið þegar hann var átta ára. Hér er
því um að ræða yfir tuttugu ára
sanna vináttu. „Við
erum í vinahópi sem
hefur fylgst að frá því
við vorum börn og
núna er þetta kaffihús
vinahópsins,“ segir
Daníel kankvís.
Aðspurður segist
hann ekki óttast að
það hafi slæm áhrif á
vináttuna vera í sam-
eiginlegum rekstri,
þar sem ýmislegt getur
komið upp. „Við ræddum auðvit-
að við lögmenn og neglum allt í
samninga. Maður verður að gera
sér grein fyrir því að samningar
tryggja vináttu. Svo skiptir auðvit-
að máli hvernig við erum í skapinu
og vinnum saman. Við vitum alveg
að hverju við göngum og hvaða
kröfur og væntingar við gerum til
hvers annars. Þannig að þó þetta
fari alveg á fljúgandi hausinn þá
munum við alveg fara saman í bjór
á kvöldin. Maður má ekki kvíða
því að allt fari á versta veg. Það er
óþarfi að hafa áhyggjur af því fyrr
en að því kemur. Ef að því kemur.“
Bjóst við yfirheyrslu
Daníel segir fjölskyldu og vini hafa
tekið merkilega vel í hugmyndina
um að fara út í kaffihúsarekstur í
stað þess að halda áfram að byggja
upp feril sem lögmaður. „Ég spurði
Stundum á maður að
taka áhættu og hafa gaman
Æskuvinir sögðu upp öruggum störfum sínum í lögmennsku og fjármálageiranum til að fara út í kaffihúsa
rekstur, þrátt fyrir að hafa ekki neina reynslu í þeim efnum. Daníel, einn eigenda kaffihússins PREPP, segist hafa
orðið að taka þessa áhættu þegar tækifærið gafst – annars hefði hann alltaf séð eftir því.
auðvitað hvorki kóng né prest.
Maður biður ekki um leyfi lengur.
Ég tilkynnti fólki bara um þessa
ákvörðun. Kannski stillti ég fólki
þannig upp við vegg hvað skoðanir
þess varðaði. Það var svolítið erfitt
að segja mér að gera þetta ekki
þegar ég var búinn að því. Ég bjóst
alveg við því að foreldrar mínir
myndu yfirheyra mig og spyrja
hvern þremilinn ég væri að gera.
Að kasta akademískum ferli mín-
um á glæ, eða eitthvað. En þvert
á móti þá hef ég fundið fyrir mikl-
um stuðningi. Þau hafa gaman af
rekstrarpælingum og mamma er
mikill kokkur. Hún spyr mikið út
í matseðilinn okkar og vill helst
ráða hvað er á honum. Við vitum
auðvitað ekki allt, þannig að þegar
hún kemur og segir okkur hvernig
hlutirnir eiga að vera þá hlustum
við alveg á það,“ segir Daníel og
vinkar til mömmu sinnar, sem er
einmitt nýkomin inn á kaffihúsið.
Hún vill fá kaffi og sonurinn stekk-
ur til.
Varð veikur af álagi
Þeir félagar höfðu í raun enga
reynslu af kaffihúsabransanum þó
Daníel hafi unnið um tíma á kaffi-
húsi þegar hann var tvítugur. „Ég
byggi ekki á þeirri reynslu þegar
kemur að því að þróa matseðil,
stýra innkaupum eða setja minn
brag á þennan stað. Við komum
svolítið að tómum kofanum hvað
þessa innviði varðar en við erum
að læra þetta. Við höfum gert ótal
mistök og rekið okkur á hluti sem
við vissum ekki að yrðu vandamál.
En við erum mjög brattir á fram-
haldið. Ég held að þetta eigi eftir
að ganga vel hjá okkur og hlakka
til framtíðarinnar á þessum stað.“
Daníel segist ekki hafa fengið
neina bakþanka þó vissulega sé
hann útkeyrður eftir erfiðar vikur
við að koma rekstrinum af stað.
„Ég hef ekki fengið frí í marga
mánuði. Ég varð veikur um daginn
og ég held að það hafi ekki verið
alvöru veikindi, ég var bara alveg
úrvinda. Það sagði enginn að þetta
yrði auðvelt og við tökum þessu
bara eins og það er. Þegar skútan er
byrjuð að sigla aðeins lygnari sjó þá
fer maður í frí. Þangað til er þetta
púl og það bjóst enginn við öðru.“
Með opna buxnaklauf á torgi
En þó það sé ekki bakþönkum
fyrir að fara þá viðurkennir Dan-
íel að verkefnið virðist stundum
yfirþyrmandi. „Þetta er mikill
tilfinningarússíbani suma daga.
Við reynum að byggja okkar
módel þannig upp að hádegið sé
álagstími, en svo kemur rólegt há-
degi og þá líður manni eins maður
standi með opna buxnaklauf á ein-
hverju torgi og allir séu að horfa á
mann og hlæja. Daginn eftir er svo
kannski troðið af fólki og þá líður
manni svaka vel. Maður þarf svo-
lítið að koma jafnvægi á þessar til-
finningar og læra væntingastjórn-
un,“ útskýrir hann.
En hefur vináttan eitthvað
breyst eða þróast eftir að þeir fóru
að starfa svo náið saman? „Ætli
við séum ekki bara orðnir betri
vinir. Ég hef hangið meira með
Jóni Gunnari heldur en kærust-
unni minni síðustu mánuði. Við
höfum alltaf verið mjög góðir
Jón Gunnar og Daníel Tryggvi hafa verið vinir frá því í grunnskóla og óttast ekki að sam-
eiginlegur rekstur hafi slæm áhrif á traustan vinskapinn.
vinir og að hanga saman í þrettán
tíma á dag hefur ekki valdið því
að slest hafi upp á vinskapinn. Við
höfum báðir mikið jafnaðargeð og
það skiptir miklu máli. Maður fer
ekki út í svona með hverjum sem
er. Fólk þarf að eiga skap saman
annars fer allt í bál og brand þegar
það kemur einn slæmur dagur.“
Geta haft jákvæð áhrif
Heilt yfir finnst honum það hafa
gengið glimrandi vel að koma
rekstrinum í gang og er mjög
ánægður með að hafa stokkið út í
djúpu laugina með þessum hætti.
„Ég tók mér auðvitað nokkra daga
í hugsa hvort ég ætlaði að gera
þetta eða ekki. En þetta voru mjög
fáir dagar. Ein af ástæðunum fyrir
því að ég ákvað að slá til var sú
að ég taldi að ef ég myndi halda
áfram að sitja á skrifstofunni og
sinna sömu verkefnunum, sem
voru vissulega fín, þá myndi ég
sjá eftir því. Ég er ennþá ungur
og af hverju ekki bara að kasta
teningunum og sjá hvað gerist? Ég
veit að ég lendi alltaf standandi.
Stundum á maður bara að taka
áhættu og hafa gaman,“ segir Dan-
íel einlægur.
Og þeir hafa nú þegar sett sér
markmið fyrir árið. „Við stefn-
um ótrauðir á að opna annan stað
undir sama merki innan árs. Ég
segi þetta fyrst og fremst því við
verðum að vera brattir og stefna
að einhverju. Ég trúi því að allt
gangi betur ef maður er jákvæður.
Svo eru önnur markmið sem ég
hef verið að átta mig á. Þetta gerð-
ist allt svo hratt, á þremur vikum
var ég allt í einu kominn í galla að
smíða staðinn og smíða matseðil
jafnóðum. Að opna einhverja búllu
er alveg hlutur út af fyrir sig en
svo áttar maður sig á því að mað-
ur er með eitthvert samfélagstól í
höndunum. Að maður geti haft já-
kvæð áhrif á fólk þegar það kemur
hingað. Það er alveg frábært.“
Daníel Tryggvi Thors
Lögfræðingur og kaffihúsaeigandi