Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 2
Helgi Guðbergsson segir að einungis hafi verið greitt fyr- ir liðskiptiaðgerðir en fleiri aðgerðir komi til álita. Sjúklingar á biðlistum geta átt rétt á aðgerð erlendis Heilbrigðismál Sjúkratrygggingar Íslands eru að kanna hvort hægt sé að semja við erlend sjúkrahús um að gera liðskiptiaðgerðir á Íslendingum sem eiga rétt á slíku vegna biðtímareglugerðar EES, ef það kemur holskefla af umsókn- um um slíkar aðgerðir. Þannig væri hægt að fá hagstæðara verð. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Nokkrir Íslendingar hafa nýtt sér nýlega heimild í lögum til að gang­ ast undir læknisaðgerðir erlend­ is, ef biðtími hér fer yfir ákveðin mörk. Sjúklingar fá þá endurgreitt frá Sjúkratryggingum. Alls greiddi stofnunin 14 milljón­ ir í fyrra vegna 7 slíkra aðgerða, en þær voru allar vegna liðskipta en biðtíminn eftir þeim verulegur og sjúklingar oft óvinnufærir. Allir geta leitað upplýsinga hjá alþjóðadeild Sjúkratrygginga um hvort þeir eiga rétt á slíku, ef þeir hafa beðið lengi eftir nauðsynlegri aðgerð en fjölmörg skilyrði þurfa að vera til staðar. Helg i Guðbergsson, y f ir­ tryggingalæknir hjá Sjúkratrygging­ um, segir ljóst að fleiri aðgerðir en liðskipti geti komið til álita. Lengstu biðlistarnir séu í dag eftir aðgerðum á augasteini, þar hafi sumir þurft að bíða í allt að tvö ár, en þær aðgerð­ ir eru gerðar á LSH og einkastof­ um. Þá er dæmi um að sjúklingur hafi sótt um niðurgreiðslu vegna kæfisvefnsrannsókna. Sjúkratryggingarnar greiddu ennfremur 3 milljónir vegna 27 einstaklinga undir landamæra­ tilskipuninni, 170 milljónir vegna endurgreidds sjúkrakostnaðar utan EES, 170 milljónir vegna notkunar íslenskra EES sjúkrakorta í Evrópu og 1,9 milljarða vegna brýnnar með­ ferðar erlendis. En þar með er ekki öll sagan sögð. EES og Sviss koma til með að greiða íslenskum yfirvöldum tæpar 500 milljónir vegna notkunar er­ lendra EES sjúkrakorta á Íslandi á árinu 2016. Þessi upphæð fer stig­ vaxandi í takt við aukinn fjölda er­ lendra ferðamanna á Íslandi. 2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 FER Ð A FÉLA G ÍSLA N D S Ferðafélag Íslands Ferðaáæ tlun 201 7 www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðaáætlun FÍ er komin út Ferðafélag Íslands var stofnað 1927 og verður 90 ára gamalt 2017. Framundan er því afmælisár með tilheyrandi afmælisferðum og afmælisfagnaði. Fyrsta ganga ársins verður Borgarganga sunnudaginn 15. janúar kl. 10.30 frá Perlunni. Þá mun Pétur H. Ármannsson arkitekt leiða för um Öskjuhlíð og Nauthólsvík og rifjar hann upp merkilega sögu svæðisins. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Heilbrigðismál Dómstóll í Toulon í Frakklandi hefur dæmt þýska vottunarfyrirtækið TÜV til að greiða tuttugu þúsund konum, þar af 204 íslenskum, sextíu millj- ónir evra í sekt vegna gallaðra silí- konpúða sem komið hafði verið fyrir í brjóstum þeirra. Upphæðin nemur hátt í sjö og hálfum millj- arði íslenskra króna. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Það vakti heims at hygli þegar upp komst að Poly Implant Prot hè­ se notaði iðnaðarsi lí kon í brjósta­ púðana sem það fram leiddi en púð­ ar frá fyr ir tæk inu voru grædd ir í 440 ís lensk ar kon ur. TÜV Rhein land, sá um eft ir lit með fram leiðslunni í Frakklandi. Púðarnir, svonefndir PIP púðar, reyndust vera fylltir með iðnaðarsi­ líkoni. Efnið lak úr púðunum og olli konunum margvíslegum óþægind­ um og heilsustjóni. Saga Ýrr Jóns­ dóttir, lögmaður kvennanna, var að fara yfir niðurstöðuna þegar Frétta­ tíminn náði tali af henni. Í hlut kvennanna kemur á fjórða hundrað þúsund íslenskra króna fyrir hverja konu núna en til viðbótar á að meta afleiðingar hjá hverri og einni konu og leitast við að bæta miskann. Saga segir að hafa verði í huga að þetta sé einungis fyrsta dómstig af þremur í Frakklandi. Niðurstöðunni verði að öllum líkindum áfrýjað. Sigur kvennanna í brjóstapúðamálinu 204 íslenskar konur fá skaðabætur vegna gallaðra brjóstapúða. Slys Kona á sjötugsaldri slasaðist illa á heimili sínu í vikunni, en í fyrstu var talið að um sakamál væri að ræða. Kona á sjötugsaldri er þungt haldin á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa dottið illa á heimili sínu í miðborg Reykjavíkur í kring­ um miðnætti síðastliðinn miðviku­ dag. Nágranni konunnar virðist hafa orðið var við óhljóð á heim­ ili konunnar og athugað með líðan hennar í kjölfarið. Aðkoman var slík að í fyrstu var ekki útiloka að um sakamál gæti verið að ræða. Konan var ein á heimilinu þegar slysið varð og var með áverka víðs vegar um lík­ amann og meðvitundarlítil. „Við rannsókn málsins kom fljót­ lega í ljós að um slys væri að ræða,“ sagði Jóhann Karl Þórisson, að­ stoðaryfirlögregluþjónn hjá lög­ reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Konan var á gjörgæsludeild í gær en ekki er vitað um líðan hennar í dag. Eins og fram kom þá var hún meðvitundarlítil þegar hún fannst. | vg Fannst alvarlega slösuð á heimili sínu Flotkvíin í Óseyrarhöfn í Hafnarfirði. Bifreiðinni var lagt þar í 40 mínútur á laugardagsmorguninn. Mynd | Hari Símagögnin hafa mesta þýðingu Sakamál Lögreglan hefur enga vit- neskju um hvar rauði Kia Rio bíla- leigubíllinn, sem er þungamiðjan í rannsókn lögreglunnar, var milli 7 og 11 á laugardagsmorgun. Bílstjór- inn var í 40 mínútur við flotkvína í Hafnarfirði áður en hann ók bílnum út af svæðinu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Leit er að fullu lokið um borð í græn­ lenska togaranum Polar Nanoq sem er við landfestar í Hafnarfjarðarhöfn en áhöfnin fékk að snúa þangað aft­ ur í gær. Búist er við að haldið verði til veiða á mánudag. Tveir skipverjar, sem hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæslu­ varðhald, neita aðild að málinu og lögreglan hefur engar upplýsingar sem varpað gætu ljósi á hvar Birnu Brjánsdóttur er að finna. Unnið er út frá þeirri kenningu að henni hafi verið ráðinn bani en hún hefur verið týnd í sex sólarhringa. Mennirnir eru báðir á þrítugs­ aldri. Lífsýni úr bíl sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf hafa verið send til Svíþjóðar til rannsókn­ ar. Lögreglan hefur vitneskju um að Birna og mennirnir hafi verið á svipuðum slóðum í borginni á sama tíma en ekki er hægt að slá því föstu enn sem komið er að hún hafi farið inn í bílinn þótt rökstuddur grun­ ur sé um það. Grímur Grímsson vill ekki svara því hvort búið sé að rekja saman farsíma Birnu og mannanna tveggja. Hann segir þó að farsíma­ gögnin séu grundvallargögn í mál­ inu og hafi verið þýðingarmest við rannsóknina. Öflugt eftirlitskerfi er á hafnar­ svæðinu í Hafnarfirði þar sem Polar Nanoq lá við festar. Fram hefur kom­ ið að mennirnir koma akandi á rauð­ um Kia Rio um klukkan 06.10 um morguninn. Þá fór annar maðurinn upp í skipið en athygli vekur að hinn ekur út að bryggjusporðinum þar sem flotkvíin er, fer út úr bílnum og gengur í kringum hann. Hann sest svo aftur inn í bílinn þar sem hann situr svo í um 40 mínútur aðgerðar­ laus. Ekki sést hvað hann gerir inni í bílnum, en að lokum ekur hann út af svæðinu um sjö leytið, og sést ekki aftur fyrr en nokkrum klukkustund­ um síðar. Aldrei sést Birna Brjánsdóttir, né hafa náðst upptökur af því hvernig skór hennar enduðu á bryggjunni, nærri bensínstöð Atlantsolíu. Af þessum ástæðum hefur lögreglan lagt mikla áherslu á að leita í kring­ um flotkvína en ekkert hefur fund­ ist á svæðinu enn sem komið er sem getur útskýrt afdrif Birnu. Nýjustu gögn benda til þess að bíllinn hafi ekki verið inni á hafnar­ svæðinu á tímabilinu 7 til 11.30 eða í tæpa fjóra tíma en lögreglan hefur enga vitneskju um hvar hann var á þeim tíma. Móðir Birnu Brjánsdóttur, Sigur­ laug Hreinsdóttir biðlaði, síðdegis í gær, enn og aftur til þeirra sem vissu um afdrif Birnu eða kynnu að hafa gert henni mein að gefa sig fram. Mennirnir voru fluttir á Litla ­Hraun síðdegis í gær, föstudag, en þeir höfðu verið í haldi á lögreglu­ stöðinni við Hverfisgötu. Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknar­ innar, segir ýmislegt nýtt hafi komið fram við yfirheyrslur yfir mönnun­ um en ekkert sem hægt sé að tjá sig um á þessu stigi. Þá er skipverji í haldi lögreglu vegna 20 kílóa af hassi sem fundust um borð í skipinu. Skipverjar á Polar Nanoq við störf um borð í fyrra. Móðir Birnu biðlar til þeirra sem kunna að vita um afdrif dóttur hennar. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.