Fréttatíminn - 21.01.2017, Side 39

Fréttatíminn - 21.01.2017, Side 39
Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmörg námsskeið í vetur og fram á vor er tengjast ferðamennsku og öryggismálum. Fyrsta námskeið vetrarins er snjóflóðanámskeið þar sem farið er yfir öll lykilatriði varðandi vetrar- fjallamennsku í brattlendi. Meðal annars leiðaval, mat á snjóalögum og aðstæðum sem hafa áhrif á snjóflóðahættu svo sem veðurfar til fjalla, vindátt, hitastig, nýfallinn snjó og fleira. Jafnframt verður farið yfir nauðsynlegan öryggisbúnað fyrir ferðamenn þegar ferðast er um svæði þar sem hætta er á snjóflóðum. Umsjón með námskeiðinu hefur Auður Kjartansdóttir, sérfræðingur á ofanflóðasviði Veðurstofu Íslands. Skráning á námskeiðið er á skrifsofu FÍ, s. 568 2533. Unnið í samstarfi við FÍ Fjallaskíðaferðir Ferðafé-lags Íslands njóta mikilla vinsælda Ferðafélag Íslands hef- ur á síðustu árum aukið fram- boð á fjallaskíðaferðum til muna. Fjallaskíðamennska er í senn frá- bær útivist og um leið krefjandi íþrótt og nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Þegar ferðast er um á fjallaskíðum þá er notast við sér- stakan fjallaskíðabúnað. Skíðin er sérstaklega hönnuð til að skíða utan brautar, hægt er að losa hæl- inn í bindingum þegar gengið er upp fjöllin og sérstök skinn eru notuð undir skíðin þegar gengið er upp, til að ná festu í snjónum. Við krefjandi aðstæður, einkum í harðfenni, eru sérstakir broddar settir undir skíðin. Tómas Guðbjartsson skurð- læknir og Helgi Jóhannesson lögmaður hafa leitt fjallaskíða- verkefni FÍ og eru fararstjórar í ferðunum og hafa sér til aðstoð- ar reynda fararstjóra. „Þetta er ofsalega gaman. Ég er meðal annars að sækjast eftir áreynsl- unni, þetta er mjög krefjandi og mikil brennsla og heldur manni í góðu formi og svo er þetta frá- bært að komast út í náttúruna og alla þessa fegurð sem er að finna í náttúrunni hér á landi. Maður endurnærist algjörlega bæði á sál og líkama,‘‘ segir Helgi. Í vetur og fram vor má finna nokkrar fjallaskíðaferðir í ferðaáætlun FÍ. Fjallaskíðaver- tíðin hefst í febrúar með göngu á Botnssúlur en einnig verður gengið á Eyjafjallajökul, Öræfa- jökul og Sveinstind og þá verður fjallaskíðaveisla á Siglufirði í maí. „Ég hef verið í þessu mjög lengi og þetta er eitt það skemmtileg- asta sem ég geri. Ég hef skíðað niður mörg af helstu fjöllum landsins og farið ógleymanlegar ferðir, m.a. á Herðubreið og flesta jökla landsins og þá hafa Kverk- fjöll alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Í krefjandi starfi finnst mér mjög mikilvægt að geta breytt um umhverfi og það er hvergi betra að hlaða batteríin en á fjöllum,“ segir Tómas. Dagskrá fjallaskíðaferða FÍ má finna á heimasíðu félagsins www.fi.is. Ferðafélagar á leið á Birnudalstind. Einmuna veðurblíða var á fjöllum þennan dag og útsýnið einstakt. Þá var skíðafærið gott og allir nutu dagsins. Það er mikil stemning og gleði í fjallaskíðaferðum Ferðafélags Íslands sem Helgi Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson leiða og gengið er á marga fallega og krefjandi fjallatinda. Þessi glaði hópur fagnar því með viðeigandi hætti að hafa gengið á Birnudalstind sl. vor. Einstök nálægð við náttúruöflin Ævintýri með Ferðafélagi Íslands. Helgi Jóhannesson, fararstjóri í fjallaskíðaferðum FÍ, rýnir í kort á leið til fjalla. Fjallaskíðamennska nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi. Það er einstök tilfinning að sigra fjallatoppa með því að „skinna“ á toppinn og um leið komast skíðamenn í mikla nálægð við náttúruöflin. Tilfinningin að standa á hæsta tindi eftir krefjandi göngu er einstök. Og þá áttu það skemmtilegasta eftir; að renna þér niður. Lagt af stað í fjallaskíðaferð FÍ á Snæfellsjökul. Tómas Guðbjartsson, sem er fararstjóri í fjallaskíðaferðum FÍ ásamt Helga Jóhannessyni, leiðir hópinn sem fékk einstakan dag á jöklinum. Snjóflóðanámskeið hjá FÍ 15. febrúar nk. 7 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 VETRARFJÖR

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.